7/30/2004

Síðasti vinnudagur fyrir frí...
 
Síðasti vinnudagur fyrir mánaðarfrí. Er á fullu að reyna að gera hreint borð hérna fyrir arftaka minn. Það verður unnið til 18:00 í dag og þá á allt að vera klárt. Veðrið í Reykjavík er ömurlegt vægast sagt en mér gæti ekki verið sama. Ég er kannski að hugsa um að fara í ljós í dag sökum þess að ég pantaði mér tíma hjá húðsjúkdómaspecialist eftir í byrjun sept. Sé fyrir mér að ég muni brenna svo illa á skallanum að ég þurfi á hjálp lækna að halda. Ég þekki einn sem að krúnurakaði sig og skellti sér til Spánar, höfuðið varð grænt eftir að hafa gengið í gegnum bruna og sýkingu. Ég þekki annan sem að sofnaði á Ibiza og brann illa á vörunum, hann fékk líka sýkingu og var í hlutverki auglýsingar fyrir Roling Stones í mánuð. Maður verður að passa sig segja þeir, en hvað vita þeir............

7/29/2004

Hr. Syfjan
 
Er ekki lífið yndislegt, vinna vinna....talaði fyrr í dag um að geta ekki sofnað í vinnunni. Nú er ég gjörsamlega að deyja úr syfju. Tölvuskjárinn breyttist áðan í eitthvað lifandi svo að ég verð að fá mér kaffi og það nóg af því.
Vélmennið

Getur verið að Andrea Jóns sé vélmenni. Það er orðin eitthvað skrýtin í henni röddin. Datt í hug að hún hafi ekki fengið fulla rafhleðslu áður en hún fór í viðtal til Óla palla.
Hrotur.....

Subbuveður í Reykjavík og ég setti á mig derhúfu í tilefni dagsins. Þetta er svona dagur til að hlusta á PJ Harvery. Vinnufélagi minn situr inn á kaffistofu og hrýtur, merkilegt að segja frá því. Ég hef aldrei getað sofnað í vinnunni. Það vantar í mig að geta lagst útaf og hrotið yfir dánarfregnum og jarðarförum. Jarðarför - Geimför,, för til jarðar gerð klár seinni partinn á fimmtudegi sökum yfirvofandi geimþoku" veit ekki alveg hvað er að gerast en gaurinn hrýtur í takt við bullið í útvarpinu. Ég var vakinn í morgun og ætti því að framlengja það og vekja hann. Ég var búin að segja að ég vek ekki fólk í vinnunni. Það má sofa úr sér allt fyrir mér hérna.....
 
Það €r svo mikill umferðahnútur fyrir utan gluggann minn að ég sé ekki aðra leið til að losa hann en með sprengiefni. Nota bene ég hef ekki áhuga á því að fara til Ítalíu núna.

7/28/2004

Takturinn.......
 
Hvað er að gerast hérna. Ég er alveg gjörsamlega tómur. Óli félagi varð 40 ára í gær og óska ég honum innilega til hamingju í annað sinn. Hann sagði bara fjögur núll þegar að ég talaði við hann í gær. Snilldin ein... Nú eru sumir hægt og sígandi að missa vitið sökum verslunarmannahelgarinnar, ekki ég þó því að það besta sem að ég get hugsað mér er að byrja þessa helgi heima hjá mér. Ég hef saknað þess að vera heima í mávahlíðinni á föstudagskvöldi, það er eitthvað svo yndislegt að slaka á. Ég sé fram á að það gangi á föstudaginn og er það snilld. Djö,, get varlað hugsað þar sem að Nælon stelpurnar eru að syngja eitthvað í útvarpinu...þetta er ónýtt dæmi hjá honum Einari B. Ég verð geggjaður núna ef að ég næ ekki að slökkva á þessu...

7/27/2004

Vinnuþrældómurdauðans.........

Komst að því í morgun að þessi vinnuvika verður svipuð og síðustu tvær á undan. Þetta er ekki það sem að ég var að vonast eftir og er því frekar fúll. Ég hef ekki farið og sett eldsneyti á sálina í einn mánuð og verð að fara laga það. Hef ekki þol fyrir ábendingum um að diet coke sé óhollara en venjulegt coce, sérstaklega ekki frá manni sem að verður leystur af með fjarstýringu á næstu dögum. Nei þetta er bara gaman, ég verð bara að klára þessa viku og svo er langa fríið komið.
Hjördís mun þá sjá mig seint á kvöldin og það er ekkert spennandi. Við stefnum á að fara til Akureyrar áður en við förum af landi brott.

7/25/2004

Ættarmótið.........
 
Sunnudagskvöld og við nýkomin í bæinn eftir ættarmótið hjá Hjördísi. Ég ætla ekki mikið nánar úti í það en þetta var mjög gaman og það sem er skemtilegast við þetta er að fara á alla þessa staði sem að eru Hjördísi dýrmætir. Það er fullt af skemmtilegu fólki ættinni og það er mjög gaman að eiga stundir með þeim á þennan máta.
Ég sjálfur er mjög sáttur við að hafa fengið tvær nætur í tjaldi og er maður að venjast þessu vel. Það væri allt í lagi að tjalda úti í garði og sofa þar reglulega. Ég er smá þreyttur eftir ferðina enda ekki skrýtið það sem að þetta var töluverður akstur og svoleiðis. Næsta vika er síðasta vikan fyrir sumarfrí þannig að það verður nóg að gera í vinnu, gera klárt fyrir þann sem að leysir mig af og binda alla lausa enda. Þetta er allt saman hið besta mál og það hlakkar í mér.
 
Lærði ég eitthvað um helgina?
Jú kannski það að maður á ekki að láta óttann stjórna sér................................ 

7/22/2004

Pælingar

Hvað er uppi, las bloggið hans Billy Corgan og hann virðist vera afar ánægður með lífið. Pottþétt er að hann hefur lappað upp á sálarlífið með einhverjum aðferðum sem að ég kannast við. Dagurinn í dag hefur verið þokukenndur þar sem að ég var að vinna til rúmlega 11 í gær. Ég hef þurft að hafa mig allan við til að halda einbeitningu hérna í vinnunni. Ég er þó þreyttur sökum vinnu en ekki vegna einhvers annars. Það stefnir í að við séum að fara í útilegu á Vestfirði um helgina. það er besta mál en ég vona að veðrið verði í lagi. Það hefur rignt eitthvað í öllum útilegum hingað til. Það er þó kannski ástæða fyrir þessu þar sem að við höfum ekki verið að elta veðrið heldur höfum við ákveðið staðsetningar og vonast svo eftir góðu veðri. Baugarnir mínir eru að stækka og vonast ég til að geta sofið þá af mér um helgina.
Veit samt ekki hvort að hægt sé að sofa af sér bauga....

7/21/2004

Kvöldmaturinn í skólanum..

Átti kvöldmat í sundanesti áðan þar sem að allt var fullt af atvinnubílstjórum á átján hjólum. Þetta var ekki mikið öðruvísi en í frímínútum í skólanum í gamla daga. Fínt að sumir nenna að vera þar endalaust. Annars er ég endalega komin á þá niðurstöðu að fólk finnst að ég sé eldri en ég er í útliti. Það eru nokkrir meginþættir sem spila þar inní að ég held. Til að byrja með er ég farin að vera með ansi stórt enni sökum minnkandi hagvaxtar hársprettu, svo er ég stundum með bauga undir augunum, sennilega síðan að ég vann hjá Baugi. Kannski er þetta vitleysa í mér en þetta angrar mig ekki. Skiptir engu máli en mér finnst þetta samt fyndið. Skúringarkonan kemur reglulega hérna og býsnast yfir því hvers vegna við erum að vinna endalaust. Hún komst að því að ég er að norðan og fór að nefna einhverja frændur sína sem að áttu að vera á "mínum aldri". Kom í ljós að þeir eru sennilega á aldur við systir mína sem að er heilum sjö árum eldri en ég, allavega síðast þegar að ég vissi. Svona er þetta.......
Annars át ég samloku með einhverju gumsi....hrikalega ógeðslegt....


Rétturinn….er settur inn..... 
 
,,Hmmmm, var að muna eftir því að Magnús var búinn að lofa að elda einn nýjan rétt....” Skrifaði Hjördís á kobrublogginu sínu. Ég er að reyna að finna eitthvað upp en enn sem komið er samanstendur þetta af slettu af farmskrá, tvö hundruð grömm af nýjum bílum, þrjú segl, þrjátíu gámaeiningar og síðast en ekki síðst, tvö gámaskip….vit ekki hvernig mun bragðast en það kemur í ljós. Það er þó ljóst að manni syfjar af þessum rétti…

7/20/2004

Munur í mynd...
 
Vill bara benda á hversu gríðarlegur munur er á lýðferli þessa tveggja landa. Svíþjóð og Túnis eru með svipaðan íbúiafjölda. Það er hreint ótrúlegt að sjá þetta svona sett upp.
 

Spurning..
 
Hefur einhver heyrt talað um nýju fjölmiðlalögin?
 
M .

7/19/2004

Helgin.,....
 
Helgin var hrein snilld, eins og Hjördís segir frá á bloggi sínu. Ég var svo sáttur við að fara úr bænum og slaka á út í náttúrunni. Við komum okkur fyrir á mjög fallegu tjaldtæði og byrjuðum á að kveikja á grillinu. Tjaldinu var skotið upp meðan að kolin mörruðu í hitanum. Við fórum að sofa um 12 leytið og vöknuðum svo um tíu og fengum okkur morgunmat út í góða veðrinu. Við fórum svo í sund og tókum svo labb á svæðinu. Við ókum svo til að hitta félaga okkar og það var bara tekið því rólega það sem að eftir lifði dags. Við fórum í bíltúr og ég dottaði í aftursætinu sökum þess að þreytan eftir vinnuvikunna var farin að kíkja í heimsókn. Grillað var um kvöldið og svo var spilaður kani fram á nótt. Sunnudagurinn var tekinn snemma og veðrið var orðið mjög gott. Við fórum í sund á Hvolsvelli og fífluðumst það í góðan tíma. Þegar að fólkið var orðið nálægt því að  sólbrenna þá var farið á kaffihús og snætt aðeins. Eftir það kvöddumst við og héldum af stað til Reykjavíkur. Ég var annsi sáttur að sjá að hægt var að keyra Peugeotin 755km á einum tanki, það þýðir að hann framleiðir bensín meðan að við sofum. Í Reykjavík var farið að ganga frá öllu dótinu og íbúðin þrifin á 59 mínútum, sem að er nýtt norðurlandamet í þrifum í 60fm flokki. Við skelltum okkur svo á Sólon í risottó og skunduðum þaðan í lyfju. Við leigðum svo leiðinlega mynd eftir þetta allt saman að ég segi ekki einu sinni frá því.
Vinnuvikan er að fara af stað og mun hún verða strembin. Ég hef svosem ekki áhyggjur nema að ég sé ekki nógu mikið af Hjördísi þegar að ég er að vinna svona mikið. Það eru þó einungis nokkrir metrar í sumarfrí þannig að þetta reddast allt saman..

7/16/2004

ARGHH
 
Það var svo sem auðvitað að ég bauðst til að hjálpa til við að leysa collega minn af á næsta borði og ég hef ekkert geta sinnt mínu drasli hérna. Ég verð að mæta fyrr á mánudaginn til að rétta mig af hérna í þrælaskipinu. Ég verð að ná að slappa af um helgina....................................................
 
Hafið þið góða helgi, um helga.........helgimyndir voru til langstíma órannsakaður partur af hinu..............................  bara að gínast...........
Sumarfríi 2004
 

 
Það má búast við fjöri í fríinu þegar að við hittum þessa gaura..

 
Við erum búin að ákveða að fara til Túnis í tvær vikur í ágúst. Ég er ekkert smá sáttur við þessa ákvörðun. Við ætlum að taka nokkra daga í Köben og svo verður flogið þaðan til Túnis. Ég var strax minntur á það að fyrsta Star Wars myndin var tekin að miklum hluta upp þar og er Túnis í hlutverki plánetu sem að heitir Tatoine . Þetta verður afar spennandi dæmi og það eru í boði ferðir þarna og eitthvað skemmtilegt. Það má benda á að Hjördís valdi staðinn þannig að hún kom upp um sig, hún er Star Wars fan í laumi...

 

 

 


Ofur...
 
Ég var minntur á það í gær að ég labbaði í 7 klukkutíma á sunnudaginn og svo er ég búin að vinna 14 tíma á dag alla vikuna. Ég er nefninlega ansi þreyttur í dag en mjög sáttur. Við erum að stefna á útilegu í dag og við förum úr bænum þegar að við erum búin að versla og græja okkur. Svona er lífið núna, Benni sjósundkappi hringdi í mig áðan og var að reyna að fá mig til að koma að synda í sjónum klukkan 1700 sökum þess að eitthvað blað er að skrifa um hann og sjósundið á Ísalandi. Málið er bara það að ég mun ekki hafa tíma til þess og blaðamenn eru hættuleg tegund....

7/15/2004

Steini og Olli....

Það vakti mikla lukku þegar að Steinn og Óli IT bræður kíktu á mig í vinnu í gærkveldi. Steini og Olli, ég var ekki búin að fatta það fyrr. Steinn var í hlutverki kapteins krók með gríðarlega stórt gifs sem að hann lenti í sökum miskilnings. Óli var í hlutverki óðs búslóðarflutningamanns. Þeir voru afar hressir að vanda og ekki spillti að Stjóni var mættur líka þó að hann lægi einungis í sæstrengnum sem að gerir okkur kleift að eiga transatlantic símtöl milli landa. Þvílíkir snillingar. Verst er að Steini á í vandræðum með að nota vinstri hendina í Navision.
Ég er búin að vera að vinna eins þið vitið, úr mér vitið. Ég er ekki að höndla það að geta ekki slegið grasið heima sökum þess að ég er koma svo seint heim úr vinnunni. Það er stefnt á útilegu um helgina með Dagnýju og Kristjáni og stefnan sett á eitthvað skemmtilegt. Það er komið á hreint að við vorum of sein að ganga frá Mexíkó ferðinni þannig að nú er unnið hörðum höndum að því að koma okkur eitthvað annað, helst út úr Evrópuskrímslinu.

7/13/2004

Gleymskuhjúpurinn......

Veðrið í Reykjavík þessa stundina er eins og bílslys sem á eftir að verða rosalegt. Ég er þreyttur núna og er það allt í þessu fína. Það er ekkert nýtt að gerast núna nema vinna og aftur vinna. Ég er vinnumaur í tannhjóli öfgafulls neyslusamfélags sem er frekar á uppleið en hitt. Það er fyndið að leyfa sér að hugsa um hversu lítill maður er á þessari jörð. Það eru 6 milljarðar íbúa að dunda eitthvað núna og ég er einn af þeim. Það er samt gott að vera einn lítill kall í þessu öllu saman frekar en að vera ein könguló í þessu öllu saman. Ég hef þó ekki samanburð sökum þess að Guð setti gleymskuhjúp í kringum sólkerfið okkar svo að við munum ekki hvað við vorum í seinasta lífa. Þetta er kemur svona fyrir sjónir í sögu Hallgríms Hr. Alheimur.
Ruglið í mér...

Dagurinn er semsagt planaður í vinnu og verður þessi þrettándi dagur Júlímánaðar ekki þekktur fyrir neitt annað í minni ævisögu. Ekki nema það gerist eitthvað spennandi á eftir, hver veit..

Þangað til þá, hafið það gott....................

7/11/2004

Heklan..

Í gærkveldi kíktum til Kristjáns og Dagnýjar í í smá teiti. Það var gaman að hitta þau og svo voru þarna einnig nokkur kunnuleg andlit frá Akureyri hinni fornu. Við töluðum um að fara kannski í útilegu bráðum. Við fórum frekar snemma vegna þess að við þurftum að vakana snemma.
Í dag vöknuðum við klukkan tíu mínútur í sjö og gerðum okkur klár fyrir Heklugöngu. Þetta var svakaleg fín ferð í næstm alla staði. Íslendingar eru ekkert betri en Þjóðverjar, frekar frekir með freknur. Ég var gjörsamlega að drepast þegar að við vorum á niðurleið. Til að gera grein fyrir brattanum þá á uppganga að vera 4 klukkutímar en niðurganga 2 tímar. Ég held að ég hafi bara ekki verið með nóg nesti miðað við átökin meðan að Hjördís valhoppaði allt í kringum mig með fullt að orku og virtist aldrei þreytast. Ég þarf að fara að athuga hvað hún er að borða sem að gefur svona mikla orku, hún segir að þetta sé bara lýsið sem að hún fær sér á morgnana...yesorybob...
Það var gaman að gera þetta og nauðsynlegt að hafa leiðsögn því að það má ekki mikið út af bera þarna. Það komu ský þarna þegar að við vorum að koma á toppinn og hitastigið fór strax niður um 10 gráður. En þetta er gott fyrir sál og líkama þó svo að það síðarnefnda sé ekkert í stuði fyrir stórræði þessa stundina.
Á morgun tekur við ný vinnuvika og það er eitthvað sem að mátti búast við miðað við reynslu síðustu ára..

7/10/2004

Hvar er ljósamaðurinn á RÚV???


Dálitil rigningarsletta milli Íslands og Grænlands sást á stóra yfirlitskortinu. Geggjað að vita það. Rigningarbelti yfir Svíþjóð. Ó mæ við höfum verið að tala um það hversu léleg lýsing er orðin á RÚV. Er búið að reka ljósamanninn og keypt eitt stórt iðnaðarljós til að redda þessu. Það skiptir ekki máli hvort horft sé á Kastljósið, Fréttir, Laugardagskvöld með Gísla eða veðurfréttir, það píra allir augun. Mér finnst fyrst ljósamaðurinn var rekinn að það þyrfti að kaupa sólgleraugu handa liðinu sem að þarf að vera fyrir framan upptökuvélarnar. Þetta er alveg fáránlegt, það fer allur tíminn í að horfa á fólk píra augun í kapp við hvert annað.
Ef að einhver reynir að segja að þetta sé eitthvað nýtt í lýsingu og að þetta sé sérstök tækni þá má hinn sami reyna að horfa í beint upp í sólina og athuga hvernig það er. Þetta hlýtur að vera eitthvað grín...
Dressmann strákarnir.

Hvað ætli leikararnir í Dresmann auglýsingunum fá í laun. Þeir eru alltaf að vinna og þetta hlýtur að vera eins og á sjónum. Ég vona að þeir fái ekki bara borgað í fötum.
Íþróttafréttir.

Í sjónvarpinu áðan var sagt að það mætti búast við gríðarspennandi keppni í formúlunni..bhööööööööööööö yeee right....
Hr. Hnerri

Dagurinn í gær gufaði upp í hnerra. Ég fékk svo svakalegt rykofnæmiskast að ég rétt náði að klára daginn í vinnunni. Ég skellti mérí sund með Hjördísi og sofnaði örugglega þrisvar í sólbaðinu. Eftir þetta fengum við okkur að borða og Hjördís var send i pössun til Þórgunnar. Ég horfði á eina DVD og sótti svo Hjördísi. Dagurinn í dag hefur farið í að slaka á og gera okkur klár fyrir 12 tíma ferðalag á morgun þar sem að við munum fara upp á Heklu. Ég veit ekki hvað verður úr kvöldinu en búið er að bjóða okkur í eitthvað dæmi hjá Kristjáni og Dagný, sjáum til hvað við erum dugleg að koma okkur út úr húsi.

7/09/2004

Föstudagur..........

Það hefur verið erfitt að taka ákvarðanir um hvað á að gera um helgina, hvað á að gera í sumafríinu, hvað á að gera í hádeginu og síðast en ekki síðst hvað á að gera á eftir. Við erum búin að ákveða að fara til Mexíkó í sumarfríi og fara upp á Heklu á sunnudaginn. Það stóð líka til að fara í útilegu eða að fara til Akureyrar. Erfitt líf í lúxusvandamálum. Ég er nokkur hress en afar þreyttur eftir erfiða vinnuviku. Það hefur einfaldlega verið geggjað að gera. Ég hef passað mig á að horfa ekki á fréttir og svoleiðis því að þetta lið í pólitíkinni er að gera mig geðveikan. Björn Bjarnason er ekki einu sinni þessverður að maður geti lengur brosað af honum. Ég las um það þegar að hann var að gera tilraun með heimasíðuna sína og þetta minnir mig á það þegar að maður reyndi að ljúga einhverri vitleysu þegar að ég var lítill. Hvað halda þessir gaurar að maður sé.
Það er gott veður í Reykjavík í dag og það verður vonandi um helgina. Það hefur að vísu ekkert verið að marka veðurfræðinga upp á síðkastið en það er ekki nýtt..

7/08/2004

Það er allt í einu svo bjálað að gera hér í vinnu að ég sé ekki fram á að komast heim til mín í kvöld. Hvað í andskotanum er að gerast............

7/07/2004

Placebo í kvell..

Placebo strákarnir ætla að slá á létta strengi í kvöld og það verður alveg voðalega rosaleg geðveikt. Ég er rosalega spenntur því að þeir eiga eftir að koma fólki á óvart. Þetta er þrusu tónleikaband. Bassaleikarinn sænski er að koma til Íslands í annað skiptið þar sem að hann kom hérna í nokkra daga þegar að hann var tólf ára og 2 metrar. Nú er hann aðeins eldri og 3 metrar.
Teljarinn að detta í 2000, svakaleg verðlaun í 5000.

7/06/2004

Ótrúlegt...

Ég var að fá mér sígarrettu fyrir heimili mitt í gær þegar að ég heyrði þetta.

Foreldri: Ekki snerta bílinn

Barn: mmmmm

Foreldri: Já svona láttu bílinn í friði, ekki snerta hann...

Hvaða vitleysa er þetta, eru bílar ekki til þess að snerta þá þegar að maður er lítill.....
Topp 4 ruglið síðustu daga.

1. Ég var að fara að slá grasið í garðinum í gær þegar að konan sem að nennir aldrei að slá bað mig að gera þetta seinna sökum þess að hún var að hvíla sig í sólinni upp á svölunum sínum. Djöfulsins frekja og rugl. Ég klippti það sem að ég þurfti að klippa og sagði síðan við hana ,, Sláttuvélin er full af bensíni og viltu vinsamlegast slá grasið í kvöld "... Auðvitað gerði hún það því að hún var gjörsamlega búin að mála sig út í horn. Hvernig dettur fólki í hug að segja svona.

2. Ríkistjórnin heldur að við fólkið í landinu séum gúbbífiskar sem að syndum bara einn hring í búrinu og þá séum við búin að gleyma því sem að gerðist í síðasta hring á undan. Ég vona að forsetinn skrifi ekki undir þessa vitleysu sem að var soðin saman í einhverju trippi sem að ég vill ekki vita hvar hefur verið. Hvaða anskotans munur er á 5 og 10 prósentum.

3. Ég þoli ekki hversu ótrúlegur rasismi er í fólki hér á Íslandi. Fólk þykist bara vera eitthvað líbó og svo þegar að farið er að ræða hluti eins og að setja trúarbragðafræði í stað kristinfræði í skólanna þá fara að koma upp allsskonar skrýtnar hugmyndir sem að eru einungis birtingarmyndir rasisma. Fólk segir einnig að það sé ekkert gott fyrir fólkið sjálft að koma hingað því að það muni sennilega fá einhvern skerf af mótlæti. Hvaða vitleysa er þetta, afhverju er ekki fólki sýnd virðing og reynt að horfa framhjá því hvort að það sé hvítt, svart, gult eða rautt. Hvaða máli skiptir hvaða trúarbrögð fólk aðhyllist, þetta er eins og að ráðast á einhvern sökum þess að hann er með Arsenal á heilanum. Það er einnig rasismi í skólabókum hér og finnst mér það fyrir neðan allt saman, það er verið að skilyrða börnin okkar í rólegheitunum meðan að við erum í vinnunni. Andskotans bull er þetta....

4. Það er ótrúlegt hvað það er einnig mikil fóbía fyrir samkynhneygðu fólki hérna á klakanum. Afhverju skiptir það einhverju máli hvort að Jón Jónsson sé að sofa hjá Sigurði Sigurðssyni. Það kemur bara engum við og Jón á ekkert að þurfa að líða fyrir það út í þjóðfélaginu. Þessari fóbíu er vel lýst hjá Hallgrími Helgasyni þegar að hann var að horfa á fótbolta á bar með fullt af fólki. Það voru menn þar að kalla þessa fótboltamenn illum nöfnum og Hallgrímur spurði hvort að aðili í einu liðinu væri hommi þá þögnuðu allir. Það mátti kalla fótboltamennina öllu illu en ekki homma. Fáránlegt........

Er eitthvað að mér....

7/05/2004

Tæknilegar breytingar....

Ég vissi að Sigurður Kári væri ánægður með að fundi var slitið, hann gat ekki misst af sólinni...Hann er að básúna í útvarpinu og hljómar skuggalega líkt og foringinn....það er ekki verið...þetta hitt........arggghhhhhhhhhhhhhh

Hvað með það, ég er nokkuð sáttur við að það sé komið veður og stefni á að fara í hafið á eftir. Kannski að ég ætti að taka DO og HÁ með mér svo að þeir geti þrifið sig eftir alla vitleysuna....

7/04/2004

Helgin....

Komum í bæinn eftir velheppnaða útilegu í dag. Hjördís fær að lýsa ferðinni en hún var alveg frábær. Balli og Árni hringdu og buðu mér miða á Metallicu en ég bara ómögulega nenti að standa í því. Balli sagði að rokkhjartað í mér væri farið að slá hægar, sennilega er eitthvað til í því. Maður er pínu þreyttur eftir útileguna en það er eðlilegt þar sem að maður er úti allan tímann og það fer viss orka í að halda sér heitum í tvo daga. Við vorum rosalega fljót að taka saman dótið og ganga frá því þegar að við komum heim. Við fórum og náðum okkur í mat á Hraðlestinni og horfðum á leikinn. Andskotans Grikkirnir, ég var að vona að Portúgalarnir mundu klára þetta. Frekar leiðinlegur leikur yfir höfuð. Nú slekk ég á fótboltaáhuga fram að næstu HM keppni þar sem að ég og Ítalir ætlum að hampa titli eftir keppni.
Vinnuvika fram undan og það borgar sig að vera hamingjusamur með þetta allt.
Best að fara að raka sig og sofa, reyna svo að vakna og drífa sig í sundið fyrir vinnu í fyrramálið...

7/02/2004

Útilega (legið úti) um helgina...

Jæja nú styttist í útilegu með saumaklúbbnum. Ég er akkúrat í stuði til að fara út í náttúruna núna. Það er eitthvað svo mikil geggjun í gangi núna. Það virðast allir vera á ferðinni þannig að það verður gott að komast í rólegheit og góðan grillmat. Við ætlum að vera komin aftur í bæinn fyrir úrslitaleikinn á Sunnudag.


Halló

Stuðningsmenn Englendinga eru ennþá að rífast út af dómaranum sem að dæmdi þá brotlega í teignum hjá Portúgölum. Þetta er ótrúlega lélegt af þessu fólki sem að er svo gróft að vera að hringja heim til dómarans og rífast eitthvað. Hvurslags djöfulsins dómgreindarleysi er þetta hjá fullorðnum einstaklingum. Hvernig væri að kenna plastdúkkunni að taka vítaspyrnu í staðinn fyrir að reyna að kenna einhverjum öðrum um.

Þetta hefur lækkað álit mitt á Enska boltanum úr engu í það að vita ekki að hann sé til......
Hafið ...


Fór í sjóinn með Ásgrími og Arnari í gær. Það var talað um mollu þegar að við stungum okkur til sunds. Sjórinn var nokkuð heitur í gær og hann er sennilega í 10 gráðum núna. Ásgrímur er að fara til Barcelona þannig að ég verð að vera duglegur að halda uppi heiðrinum þessar vikur sem að hann er í hitanum. Arnar var að fara í annað skiptið og er hann mjög efnilegur í þessu, kannski fæddur í hyl...
Fór og horfði á seinni hálfleik í gær og það var gaman að þessu. Hver hefði trúað því að Grikkir myndu vinna þennan leik. Það verður samt léttur leikur fyrir Portúgali að klára þetta sökum þess að þeir eru búnir að chilla yfir þessu núna. Ég er til í að veðja öðrum kassa af diet-coke ef að það er málið...

7/01/2004

Diet Coke í Stokkhólmi...

Nú á ég einn kassa af Diet Coke í Stokkhólmi eftir að Portúgalar tóku Hollendinga í nefið í gær. Þvílíkt lið sem að Portúgalar eru með. Þeir Fóru svo illa með arfaslakt lið Hollendinga að ég hló bara meðan á þessu stóð. Ég er nú búin að sjá öll stórliðin fara sem að er mjög gott. Ef að einhver vill fara að kvarta undan dómgæslu þá nennir Ástþór örugglega að hlusta því að ég nenni því ekki. Þegar að HM var síðast þá voru þrjú mörk dæmd af Ítölum og mér fannst það leiðinlegt og þreytandi en ég vældi ekki út af dómaranum eins og allir eru búnir að gera sem að halda með Englandi og Hollendingum. Þetta er bara svona og þessi lið ættu bara að sýna sóma sinn í að reyna að koma boltanum í netið á löglegan hátt.