7/21/2004

Kvöldmaturinn í skólanum..

Átti kvöldmat í sundanesti áðan þar sem að allt var fullt af atvinnubílstjórum á átján hjólum. Þetta var ekki mikið öðruvísi en í frímínútum í skólanum í gamla daga. Fínt að sumir nenna að vera þar endalaust. Annars er ég endalega komin á þá niðurstöðu að fólk finnst að ég sé eldri en ég er í útliti. Það eru nokkrir meginþættir sem spila þar inní að ég held. Til að byrja með er ég farin að vera með ansi stórt enni sökum minnkandi hagvaxtar hársprettu, svo er ég stundum með bauga undir augunum, sennilega síðan að ég vann hjá Baugi. Kannski er þetta vitleysa í mér en þetta angrar mig ekki. Skiptir engu máli en mér finnst þetta samt fyndið. Skúringarkonan kemur reglulega hérna og býsnast yfir því hvers vegna við erum að vinna endalaust. Hún komst að því að ég er að norðan og fór að nefna einhverja frændur sína sem að áttu að vera á "mínum aldri". Kom í ljós að þeir eru sennilega á aldur við systir mína sem að er heilum sjö árum eldri en ég, allavega síðast þegar að ég vissi. Svona er þetta.......
Annars át ég samloku með einhverju gumsi....hrikalega ógeðslegt....


0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home