7/01/2004

Diet Coke í Stokkhólmi...

Nú á ég einn kassa af Diet Coke í Stokkhólmi eftir að Portúgalar tóku Hollendinga í nefið í gær. Þvílíkt lið sem að Portúgalar eru með. Þeir Fóru svo illa með arfaslakt lið Hollendinga að ég hló bara meðan á þessu stóð. Ég er nú búin að sjá öll stórliðin fara sem að er mjög gott. Ef að einhver vill fara að kvarta undan dómgæslu þá nennir Ástþór örugglega að hlusta því að ég nenni því ekki. Þegar að HM var síðast þá voru þrjú mörk dæmd af Ítölum og mér fannst það leiðinlegt og þreytandi en ég vældi ekki út af dómaranum eins og allir eru búnir að gera sem að halda með Englandi og Hollendingum. Þetta er bara svona og þessi lið ættu bara að sýna sóma sinn í að reyna að koma boltanum í netið á löglegan hátt.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home