8/30/2005

Þetta er uppi.

Dagarnir liðast áfram og Rammstein hafa sennilega sungið eitt lag á annari plötu sinni í gegnum tommu plaströr. Ég hef verið afar duglegur í hlaupunum og mesta breytingin á þolinu er pottþétt minnkandi reykingar. Skólinn er farinn vel af stað og ég er að krafla mig í gegnum spænsku og sögu. Ég er reyndar ennþá að bíða eftir smá mati hjá mér þannig að ég bæti líklega einu fagi inn í vikunni. Hjördís var í mæðraskoðun í morgun og Klementína sparkaði í tækið sem mælir hjartslátinn með tilheyrandi hávaða, afar dugleg stelpa sem spilar kannski með Val eftir nokkur ár.
Ég hef verið í vandræðum með að komast á netið heima og talvan eitthvað að stríða mér, að þeim sökum hef ég ekki verið eins duglegur að blogga síðustu daga. Þetta er þó í skoðun og vonandi verð ég tengdur bráðlega.
Við horfðum á Lost in translation á laugardaginn í annað sinn og hún var betri en í fyrsta skiptið svei mér þá. Við sáum svo Broken Flowers í bíó á sunnudaginn, Bill Murray er svo yndislegur og þessi mynd var mjög góð, svolítið hæg en alveg yndisleg.

Það sem mig langar í þessa daganna er úlpa frá Norh face og ipod í hlaupageðveikina.
Það er nauðsynlegt að langa í eitthvað dót öllum stundum, maður þarf ekki að kaupa það endilega strax.

8/27/2005

Geggjað stuð.

Laugardagsmorgunn í hlíðunum og ABBA í botni. Eftir athugun í gær þá virðist Klementína vera mikill ABBA aðdáandi, hún dansaði klárlega með sænsku hetjunum í gær. Við erum að gera okkur klár fyrir smá búðarrölt þar sem við höfum klárlega vanrækt búðirnar hérna síðustu vikur. Kemur á óvart að ekki sé búið að hringja í okkur og við beðinn um að tékka á síðustu haustsendingum hér og þar. Annars bara mikil gleði....

8/21/2005

10km hlaupið..

Í gær vaknaði ég um níu og gerði mig klárann í að taka þátt í 10km hlaupinu. Ég var kominn niður í bæ um hálf ellefu og reyndi að hita aðeins upp. Ég hef ekki tekið þátt í svona hlaupi áður þannig að ég var ekki alveg viss hvar ég átti að vera og þessháttar. En hvað um það hlaupið hófst um ellefu leytið og þetta voru rúmlega þrettán hundruð hlauparar sem fóru af stað. Ég fór mjög hægt til að byrja með og vildi nú vera viss um að geta klárað þetta. Þegar komið var út á Seltjarnarnes þá áttaði ég mig á því að ég yrði að herða mig ef ég ætlaði að klára þetta á undir klukkutíma, ég beið þangað til að 6km voru búnir til að finna hvað ég átti eftir. Það var svo þannig að þegar að 7km voru búnir fór ég virkilega að herða á og ég náði annsi góðu hlaupi þessa síðustu þrjá. Ég kláraði svo á 58:12 sem mér finnst bara vera fínt í fyrsta 10km hlaupinu mínu. Það sem stendur upp úr er hversu gaman þetta var. Fullt af fólki var að hvetja hlauparanna áfram og þetta var bara stemmning. Ég er ansi strengjaður núna og hlakkar til að fá Hjördísi með mér í sund. Annars var dagurinn í gær mjög fínn, ég var ansi vel vakandi til að byrja með og við skelltum okkur í sund eftir hlaupið og svo dunduðum við okkur í búðum á laugarveginum og kaffihúsum. Við keyptum okkur nýjan teketil sem er alveg rosalega flottur. Þetta er eitt af mestnotuðu græjunum á okkar heimili. Tugir lítra af soðnu vatni renna í gegnum tesíur hér á hverju ári.
Það var mikið af fólki í bænum í gær en við fórum heim fyrir klukkan sjö þar sem við vorum orðin þreytt. Við horfðum svo bara á DVD hér í gærkveldi og fórum þokkalega snemma að sofa.
Í dag verður semsagt byrjað á sundi svo þarf að versla inn fyrir vikuna. Við förum í höfðinglegt matarboð í kvöld til Rúnu og Hallmundar og fáum sennilega fyrirlestur um fótbolta og ballet frá börnunum þeirra sem eru miklir snillingar.
Klementína litla virðist stækka og stækka og hún var á einhverjum hlaupum í maganum á mömmu sinni í gær, hún hefur sennilega verið að reyna að hlaupa eins og ég gerði í gær.

8/19/2005

Hlaupin
Já það er tvískráning í dag, ég sá kastljósið í gær þar sem rætt var um maraþonið á morgun. Ég ætla að skella mér í 10km hlaupið. Ég verð með númerið 2950 þannig að ef þið sjáið það liggja út í vegkanti þá kíkjið þið á mig. Dagurinn hefur verið fínn og nóg að gera í vinnu. Ég ætla að fara upp í skóla þegar ég er búinn hér og skrá mig. Ég vonast til að komast í sem flest fög þannig að það verði nú örugglega geðveikt að gera hjá mér næstu mánuði. Maður má ekki slaka á þessu jarðneska lífi las ég einhversstaðar. Strengirnir eftir búslóðaflutninga dauðans eru á förum þannig að ég er klár í að ná mér í nýja. Það verður spennandi að stíga á fætur á sunnudagsmorgun. Klementína vex og vex og mamma hennar með, það er eitthvað stórkostlegt að sjá hana Hjördísi með þessa bumbu, hún var nú glæsileg fyrir en þetta er alveg ótrúlega glæsilegt. Ég hef fengið að finna Klementínu hreyfa sig og það er rosa gaman, hún er óvenjudugleg að hreyfa í magnanum á Hjördísi. Þetta er snilld.

8/18/2005

Dagurinn

Dagarnir hafa flogið áfram hérna í borginni. Rigning í grennd og skyggni ágætt. Nú er komið að því að ég þurfi að fara að skrá mig í skólann, hann byrjar á næsta mánudag. Ég lifi í þeirri von að hann muni frestast í eina viku eða svo. Það mun ekki gerast þannig að ég ætti að fara að ganga frá skóladótinu frá því á síðustu vorönn og kaupa nýjar bækur.
Ég er með þokkalega strengi eftir að bera búslóð fyrir systur mína í fyrradag. Ég fór reyndar í sund í gær og mallaði í 38 gráðunum í hálftíma plús smá gufu. Léttsoðinn horfði ég á síðustu sjö mínúturnar í leik Íslands og S- Afríku. Þvílík mörk sem íslendingarnir voru að skora þarna, maður fylltist ættjarðarstolti þarna í lauginni þar sem fullt af útlendingum voru að horfa á þetta líka.
Það er fimmtudagur í dag og það merkir að einn og hálfur dagur eru í helgarfrí, ekki slæmt þannig lagað. Það verður svaka partý í Reykjavík á laugardaginn og ég held að við verðum að labba í bæinn og skoða þetta. Við vorum ekki í Reykjavík á síðustu menningarnótt.

Ég sá mikið af fréttum um Baugsmálið í fréttum í gær. Ég er ekki sáttur við þessar ofsóknir á Baug. Þetta verður þó að fara sína leið í dómskerfinu en það má ekki gleyma því að DO var greinilega að herja á Baugsmenn á sínum tíma og kallaði þá öllum illum nöfnum. Ég vona bara að hann nái ekki til dómaranna í þessu máli.

8/14/2005

Helgin...

Í tilefni brúðkaupsafmælis skelltum við okkur á hótel Búðir á laugardaginn. Við lögðum af stað um ellefu leytið og vorum komin rúmlega eitt. Við tékkuðum okkur inn og slöppuðum af upp á herbergi. Við skelltum okkur svo aðeins til Stykkishólms og sáum danska evróvisíon söngvarann syngja nokkur lög. Við vorum þó fljót að koma okkur aftur upp á Búðir, það var fullmikið af fólki á Stykkishólmi til að maður gæti notið staðarins. Við áttum svo góðan eftirmiðdag á hótelinu og fengum okkur svo að borða. Smá labbitúr var tekinn eftir kvöldmat og svo var bara slakað á upp á herbergi. Hótelið er algjör snilld og ekki skemmdi fyrir að eina herbergið sem var laust þegar við pöntuðum var svítan. Það var eitthvað yndislegt að gista þarna undir jöklinum þar sem við eyddum síðasta brúðkaupsafmæli í tjaldi í Sahara eyðimörkinni, gat ekki verið meira bil á milli. Við vöknuðum þokkalega snemma og fengum okkur morgunmat á hótelinu. Við fórum svo upp á herbergi og horfðum á einhverja unglingamynd í sjónvarpinu og hlógum okkur máttlaus. Við keyrðum af stað heim um tólfleytið en komum við á óðalsetri hjá vinum okkar. Þar skoðuðum við allt sem tekið hafði verið í gegn þar síðan við sáum það síðast.
Þegar við komum í bæinn var farið og verslað inn og svo var eldað. Þetta var svo innilega góð helgi og við höfðum það svo rosalega gott.
Nú er bara slakað á upp í sófa og horft á sjónvarp.....
Hérna er Hjördís mín í brúðkaupi Kristjáns og Dagnýjar. Þarna vorum við ekki búin að segja frá Klementínu þannig að við glottum alltaf bara út í annað og Hjördís hélt maganum inni.

Þessi mynd var tekinn þegar við fórum í Húsafell. Við keyrðum nálægt jöklinum og skoðuðum hvernig landið lá. Það steinlá.
Hér er Hjördís við Gullfoss. Þetta var í fyrsta skipti sem hún sá fossinn, allavega sem hún mundi eftir. Það skal tekið fram að það rigndi slatta þegar við vorum þarna.
Þessi mynd er tekinn á Þingvöllum þegar við skelltum okkur í túr með ameríkönum og Íslendingnum sem fæddist í sovétríkjunum og býr í UK. Það má segja að Kelly sé af aðeins stærri stofni en við hin. Mikið var rætt um hvort hann hefði stækkað síðan í Barcelona forðum.

8/12/2005

Þetta er prófill af Klementínu Magnúsdóttur. Þetta er ótrúlegt.........
Í dag eigum við hjónin 5 ára brúðkaupsafmæli.

Já það eru fimm ár síðan við vorum að ganga í kirkjunni og svoleiðis, ég hreinlega skil ekki hvað tíminn er fljótur að líða en það er líklega bara svo skemmtilegt hjá okkur. Þessi mynd er tekin um síðustu helgi þegar við fórum og gistum í tjaldi. Þarna er Hjördís með bumbuna sína upp á hálendinu. Þessi bumba er búin að ferðast mikið á stuttum tíma, hún er búin að fara til Danmörku, tvisvar til Svíþjóðar, Ítalíu, Slóveníu og Króatíu. Einnig hefur hún fengið að gista smá í tjaldi og farið hringinn í kringum landið.
Ég óska okkur til hamingju með fimm ár í hjónabandinu og öll hin árin líka....

8/11/2005

Opelinn flaug í gegnum skoðun, ég vill óska honum til hamingju með þetta..

Þessi við hliðina er fjarskyldur ættingi hans af sama kynstofni.

8/07/2005

Helgin.

Á föstudag fórum við í Húsafell og gistum í tjaldi. Við hittum Höllu, Brynjar og börn þarna og áttum góðan tíma. Við skelltum okkur aftur til Reykjavíkur á laugardagskvöld sökum slæmrar veðurspár. Kannski fæ ég einhverjar myndir af því bráðlega.
Góða nótt...
Þetta er mynd sem ég tók þegar að fór í hlutverk atvinnuljósmyndarans. Þetta á að tákna Svíþjóð á einhvern hátt. Mér finnst ég hafa náð allri Svíþjóð á þessari mynd.

Do not try this at home......
Ég veit ekki hvaða hugsanir flugu í gegnum höfuðið á Halldóri á þessari stundu en hann fylgdist með þessum traktor af mikilli innlifun.
Hérna eru þau saman pabbinn og dóttirin. Hérna í bakgrunni má sjá eitt af skemmtiferðaskipunum sem sigla milli Stokkhólms og Helsinki. Við erum á leiðinni út í skerjagarðinn.
Hjördís í Sandhamn. Það er eitthvað við þessa mynd sem ég tók í blindni yfir öxlina á mér. Ég fór einu sinni á bát þarna með Óla félaga. Þá notuðum við bát sem hann átti með Stjóna félaga. Hvar sá bátur er í dag veit ég ekki en Stjóni er allavega búin að fá sér nýjan.
Hérna kemur drengurinn upp úr vatninu. Ætla vona að þessi nekt sé í lagi hérna á blogginu, það var aðallega kvöldsólin sem ég vildi benda á hérna. Það var oft mikil traffík þarna af bátum af öllum stærðum og gerðum. Á veturna þá frýs vatnið og þá má sjá fólk á gönguskíðum og skautum, eða bara labbandi.
Hérna er Halldór tengdapabbi að spóka sig á bryggjunni þar sem við áttum heima. Hérna fórum við stundum til að skella okkur í vatnið. Ég náði Halldóri ekki út í vatnið en hann hafði gaman af því að horfa í kringum sig þarna.
Hérna erum við kominn á eyjuna, það þarf ekki að tala um veðrið þennan dag en styttan þarna hefur örugglega einhverja sögu að segja sem ég kann ekki. Það helsta í blaðinu þennan dag er einnig eitthvað sem ég man ekki lengur. Við áttum allavega rosalega góðan dag þarna.
Ákvað að setja inn nokkrar myndir frá því við bjuggum í Svíþjóð. Loksins er orðið þægilegt að setja inn myndir hérna á blogspot.

Hér er Hjördís í bátnum á leið til Sandhamn sem er eyja lengst út í skerjagarðinum í Stokkhólmi. Pabbi hennar kom í heimsókn og tókst að gleyma debetkortinu sínu á eyjunni, langar að benda á að þetta var eina skilríkið sem hann var með. Passinn var á Íslandi.

8/05/2005

Fréttir..

Já það er staðfest, við eigum von á stelpubarni í desember. Klementína Magnúsdóttir verður vonandi bara jólabarn. Við erum alveg í skýjunum með þetta. Við erum nú búin að segja öllum helstu frá þessu og viðbrögðin hafa verið skemmtileg.
Um helgina ætlum við að gera eitthvað skemmtilegt og slappa af. Við kvöddum Jennyfer og Kelly í gær og þau eru sennilega á leiðinni til Bandríkjanna núna. Mamma er á góðum batavegi eftir aðgerðina sem hún fór í á Miðvikudag og allt á pari þar.
Já maður getur ekki verið annað en sáttur við lífið og tilveruna núna.

8/03/2005

Þessi mynd var tekinn á 4 ára brúðkaupsafmæli okkar hjóna þann 12 ágúst. Þetta er í Sahara eyðimörkinni þar sem við gistum í tjaldi þá nóttina, sannarlega eftirminnilegt..

8/01/2005

Hér er Magnús í Króatíu........................
Hér er konan mín stödd í Króatíu. Það eru fullt af búðum og veitingastöðum þarna þannig að alltaf er eitthvað um að vera.
Við fundum bók eftir Arnald Indriða í Króatíu. Við keyptum hana reyndar ekki sökum tungumálaerfiðleika. Kannski næst.
Ákvað að senda inn eina mynd frá Króatíu. Þetta er tekið í bænum Rovinj. Skemmtilega fallegur staður.
Hérna er Hjördís elskan að pósa á Seljavöllum um þarsíðustu helgi, við vorum að elda okkur kvöldmat og skelltum okkur svo í sund á eftir. Algjörlega himneskt dæmi.
Helgin...

Þessi helgi hefur verið nokuð góð. Ég hitti Kelly og Jennifer sem við kynntumst í gegnum Frikka þegar við vorum í Barcelona fyrir nokkrum árum. Þau létu sig hafa það að kíkja hingað upp á klaka en þau búa núna í USA. Það var rosaleg gaman að hitta þau aftur enda er þetta gæðafólk. Frikki kom frá London og við hittumst á föstudaginn. Við tókum smá rúnt og sýndum þeim part af borginni. Í gær fórum við svo hinn gullna hring og kíktum á Gullfoss og Geysi ásamt því að kíkja á Þingvöll. Þetta var rosa fínn túr, við fórum einnig í gufuna á Laugarvatni sem er skylduheimsókn þegar maður er á þessum slóðum. Eftir þetta allt elduðum við mat og sátum að spjalli fram á kvöld. Virkilega skemmtilegur dagur.
Á laugardaginn fórum við í brúðkaup hjá Dagný og Kristjáni. Athöfnin var í Laugarneskirju og veislan í laugardalnum. Þetta var allt afar fallegt og þægilegt, fínn matur og góð skemmtiatriði. Það er gaman að fara í svona vel heppnað brúðkaup.
Í dag var sofið aðeins fram á morguninn og svo hefur verið slakað á til að safna orku fyrir vikuna.
Ég fór og heimsótti Mömmu í dag á spítalann og við fengum smá upplýsingar um aðgerðina sem hún er að fara í. Maður vonar bara að þetta gangi vel og að hún verði ekki lengi að jafna sig.
Ég tók smá skokk í dag og er ekki ennþá komin í nógu gott form að mínu mati. Þetta kemur allt saman. Annars vona ég að vikan gangi vel í alla staði.