7/11/2004

Heklan..

Í gærkveldi kíktum til Kristjáns og Dagnýjar í í smá teiti. Það var gaman að hitta þau og svo voru þarna einnig nokkur kunnuleg andlit frá Akureyri hinni fornu. Við töluðum um að fara kannski í útilegu bráðum. Við fórum frekar snemma vegna þess að við þurftum að vakana snemma.
Í dag vöknuðum við klukkan tíu mínútur í sjö og gerðum okkur klár fyrir Heklugöngu. Þetta var svakaleg fín ferð í næstm alla staði. Íslendingar eru ekkert betri en Þjóðverjar, frekar frekir með freknur. Ég var gjörsamlega að drepast þegar að við vorum á niðurleið. Til að gera grein fyrir brattanum þá á uppganga að vera 4 klukkutímar en niðurganga 2 tímar. Ég held að ég hafi bara ekki verið með nóg nesti miðað við átökin meðan að Hjördís valhoppaði allt í kringum mig með fullt að orku og virtist aldrei þreytast. Ég þarf að fara að athuga hvað hún er að borða sem að gefur svona mikla orku, hún segir að þetta sé bara lýsið sem að hún fær sér á morgnana...yesorybob...
Það var gaman að gera þetta og nauðsynlegt að hafa leiðsögn því að það má ekki mikið út af bera þarna. Það komu ský þarna þegar að við vorum að koma á toppinn og hitastigið fór strax niður um 10 gráður. En þetta er gott fyrir sál og líkama þó svo að það síðarnefnda sé ekkert í stuði fyrir stórræði þessa stundina.
Á morgun tekur við ný vinnuvika og það er eitthvað sem að mátti búast við miðað við reynslu síðustu ára..

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home