10/31/2006

Til að byrja með elska ég klippinguna mína þangað til ég reyni að greiða mér. Kannast einhver við það. Hef verið nokkuð nálægt því að raka hárið af eftir sturtu, þetta er sennilega nikótínið sem er að fara með mig.
Var að ganga frá rúmmetra af þvotti þar sem litlu fötin hennar Bríetar blönduðust saman við stóru ( haha ) fötin okkar. Mér datt í hug þar sem ég á svolítið mikið af svörtum bolum hvernig stæði á því að engin svört föt eru í búnkanum hennar Bríetar. Er eitthvað sem ég veit ekki af í þessu sambandi, má ekki klæða lítil börn í svört föt. Man ekki eftir að hafa séð svartar samfellur, gammó eða neitt svoleiðis. Kannski á þetta bara að vera svona, skrýtið. Bríet vill ekki vera í svörtum Entombed bol strax en ég get samt hlegið af þessu.
Annars gott að vera í orlofi, ekki allir sem geta dundað í sturtu og sett á sig lotion klukkan 10 á þriðjudagmorgni.
Hló frekar mikið þegar Bubbi var tekinn í gær og ekki síður þegar Auddi var sjálfur tekinn í Kastljósi, þetta er húmor sem ég hef gaman af.

10/30/2006

Skrapp á Smáralindina í hádeginu, gleymdist að segja einhverjum að þetta hús er 80 sinnum of stórt. Það er ekkert að gerast þarna á svona degi og ég og Bríet áttum von á rauða dreglinum. Ætlaði að forvitnast um sjónvörp í einni verslun en einhver kúnni var búinn að knésetja afgreiðslumanninn sem var sem dæmdur maður í höggstokknum þar sem kúnninn var að drepa hann úr leiðindum. Ég hrökklaðist undan besservissaræðu kúnnans sökum þess að ég vildi ekki að Bríet gæti smitast af þessu rugli. "Þú getur stjórnað heilu landi og verið svo í vandræðum með takkana á sjónvarpinu..." bla bla bla.... ég fór í aðra verslun og fann það sem ég þurfti á 5 sekúndum sléttum....
Bríet búin að sofa 5 sinnum of stutt og verður sennilega með rugluna seinna í dag, það er snilld. Hún er að fara skoða íbúð með foreldrum sínum klukkan 18:00, vona að hún komist ekki í penna og skrifi undir eitthvað rugl..
Annars er ég að koma niður af nikótín fráhvörfum sem blossuðu upp eftir að tyggjóið fékk að víkja. Ég er að koma yfir þetta og verð sennilega orðin heill á geði innan nokkurra daga, þangað til brosi ég bara aðeins meira,,,

10/27/2006

Það er snilld að Hjördís er farinn að blogga aftur. Ég vona innilega að Frikki hafi verið byrjaður á að fúaverja girðinguna sem hann hefur verið að smíða síðustu vikur. Það er nefnilega rigning dauðans í RVK núna og sennilega verða ófúavarðar girðingar eins og bátar eftir þetta úrhelli. Getur einhver sagt mér hvað rafmagnsreikningarnir í ljósabúðunum í Skipholti eru háir, og hvort að þeir hafi eitthvað breyst eftir að nýju raforkulögin voru sett á. Heyrði að menn í þvottabusiness séu farnir í olíuna aftur eftir að þetta breyttist, þetta á ekki við hann Óskar...

10/23/2006

Í sambandi við hvalveiðarnar.... hvaða læti eru þetta, megum við ekki rifja upp gamla takta..