7/30/2004

Síðasti vinnudagur fyrir frí...
 
Síðasti vinnudagur fyrir mánaðarfrí. Er á fullu að reyna að gera hreint borð hérna fyrir arftaka minn. Það verður unnið til 18:00 í dag og þá á allt að vera klárt. Veðrið í Reykjavík er ömurlegt vægast sagt en mér gæti ekki verið sama. Ég er kannski að hugsa um að fara í ljós í dag sökum þess að ég pantaði mér tíma hjá húðsjúkdómaspecialist eftir í byrjun sept. Sé fyrir mér að ég muni brenna svo illa á skallanum að ég þurfi á hjálp lækna að halda. Ég þekki einn sem að krúnurakaði sig og skellti sér til Spánar, höfuðið varð grænt eftir að hafa gengið í gegnum bruna og sýkingu. Ég þekki annan sem að sofnaði á Ibiza og brann illa á vörunum, hann fékk líka sýkingu og var í hlutverki auglýsingar fyrir Roling Stones í mánuð. Maður verður að passa sig segja þeir, en hvað vita þeir............

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home