Ættarmótið.........
Sunnudagskvöld og við nýkomin í bæinn eftir ættarmótið hjá Hjördísi. Ég ætla ekki mikið nánar úti í það en þetta var mjög gaman og það sem er skemtilegast við þetta er að fara á alla þessa staði sem að eru Hjördísi dýrmætir. Það er fullt af skemmtilegu fólki ættinni og það er mjög gaman að eiga stundir með þeim á þennan máta.
Ég sjálfur er mjög sáttur við að hafa fengið tvær nætur í tjaldi og er maður að venjast þessu vel. Það væri allt í lagi að tjalda úti í garði og sofa þar reglulega. Ég er smá þreyttur eftir ferðina enda ekki skrýtið það sem að þetta var töluverður akstur og svoleiðis. Næsta vika er síðasta vikan fyrir sumarfrí þannig að það verður nóg að gera í vinnu, gera klárt fyrir þann sem að leysir mig af og binda alla lausa enda. Þetta er allt saman hið besta mál og það hlakkar í mér.
Lærði ég eitthvað um helgina?
Jú kannski það að maður á ekki að láta óttann stjórna sér................................
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home