7/09/2004

Föstudagur..........

Það hefur verið erfitt að taka ákvarðanir um hvað á að gera um helgina, hvað á að gera í sumafríinu, hvað á að gera í hádeginu og síðast en ekki síðst hvað á að gera á eftir. Við erum búin að ákveða að fara til Mexíkó í sumarfríi og fara upp á Heklu á sunnudaginn. Það stóð líka til að fara í útilegu eða að fara til Akureyrar. Erfitt líf í lúxusvandamálum. Ég er nokkur hress en afar þreyttur eftir erfiða vinnuviku. Það hefur einfaldlega verið geggjað að gera. Ég hef passað mig á að horfa ekki á fréttir og svoleiðis því að þetta lið í pólitíkinni er að gera mig geðveikan. Björn Bjarnason er ekki einu sinni þessverður að maður geti lengur brosað af honum. Ég las um það þegar að hann var að gera tilraun með heimasíðuna sína og þetta minnir mig á það þegar að maður reyndi að ljúga einhverri vitleysu þegar að ég var lítill. Hvað halda þessir gaurar að maður sé.
Það er gott veður í Reykjavík í dag og það verður vonandi um helgina. Það hefur að vísu ekkert verið að marka veðurfræðinga upp á síðkastið en það er ekki nýtt..

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home