7/10/2004

Hvar er ljósamaðurinn á RÚV???


Dálitil rigningarsletta milli Íslands og Grænlands sást á stóra yfirlitskortinu. Geggjað að vita það. Rigningarbelti yfir Svíþjóð. Ó mæ við höfum verið að tala um það hversu léleg lýsing er orðin á RÚV. Er búið að reka ljósamanninn og keypt eitt stórt iðnaðarljós til að redda þessu. Það skiptir ekki máli hvort horft sé á Kastljósið, Fréttir, Laugardagskvöld með Gísla eða veðurfréttir, það píra allir augun. Mér finnst fyrst ljósamaðurinn var rekinn að það þyrfti að kaupa sólgleraugu handa liðinu sem að þarf að vera fyrir framan upptökuvélarnar. Þetta er alveg fáránlegt, það fer allur tíminn í að horfa á fólk píra augun í kapp við hvert annað.
Ef að einhver reynir að segja að þetta sé eitthvað nýtt í lýsingu og að þetta sé sérstök tækni þá má hinn sami reyna að horfa í beint upp í sólina og athuga hvernig það er. Þetta hlýtur að vera eitthvað grín...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home