3/31/2005

það er nú svo.

Ég hef nettar áhyggjur af 12,5 prósent atvinnuleysi í Þýskalandi, ég hef áhyggjur af því að stutt sé eftir af skólanum og einhverju fleira sem ég man ekki eftir í augnablikinu. Er að lesa ágæta bók eftir David Lodge sem heitir Nice work, ekki komin langt en þetta gæti orðið áhugaverð lesning. Þetta er svona alvöru Trading places fílingur, held að hún hafi verið skrifuð 1986. Það er samt greinilegt að rithöfundurinn þekkir vel störf annarar sögupersónunnar en ekki alveg eins vel hjá hinni. Best að segja ekki mikið þar sem ég er á blaðsíðu 50 eða svo. Annars er brjálað að gera hérna hjá mér og ég verð að vinna fram á kvöld. Veit ekki alveg, veit ekki alveg hvernig þetta endar..

3/29/2005

Aftur að verkefnum.

Maður er nú nett þreyttur eftir hvíldina, reyndar snemma á fótum alla páskanna. Nú verður maður að detta vel inn og ráðast á þau verkefni sem bíða manns. Ekkert þannig lagað nema nettur göngutúr í Hveragerði í gær, frekar óspennandi bæjarstæði verð ég að segja. Ekki mundi ég nenna að búa innan um ónýt gróðurhús og fleira óskemmtilegt. Sundlaugin lúkkar vel á góðum sumardegi og ísinn ágætur í Eden, ekkert meira.

3/27/2005

Páskar,,

27 í karatekylfu og fyrsti í páskaeggi, langar til að óska ykkur gleðilegra páska. Ég er að læra og læra og kem til með að kæra. Er að hlusta á Muse plötu númer tvo sem ég keypti í gær. Ég er fastur í lagi númer tvö sem er alveg gargandi snilld, get ekki fengið nóg. Var að hugsa það að öll þessi bönd sem eru á ferðinni eins og Placebo, Coldplay, Keane, æji þið vitið um hvað ég er að tala, þessi bönd eru öll alveg þremur þrepum neðar en Muse í hæfileikum til að spila á hljóðfærin sín. Þetta merkir ekki að Muse sé skemmtilegri samanber að liðsmenn Mezzoforte eru allig góðir en þeir spila leiðinlegustu tónlist á jörðinni. Ekki málið, á bálið.
Verð að halda áfram og skemmta mér í bókum,,

3/25/2005

Bobby

Var svona efins að allt þetta uppistand með meistarann mundi ganga í gegn, það varð svo að veruleika og ég var ekki búin að mynda mér skoðun á þessu. Þarf maður að mynda sér skoðun, maðurinn er með hættuleg viðhorf en það sem skiptir máli að mínu mati er það að þetta er kannski gert frá sjónarhorni mannréttinda og það er nóg fyrir mig. Megi maðurinn hafa það gott og vonandi rekst ég á hann á skokkinu í nauthólsvíkinni. Ég hef netta trú á því að þetta hafi verið meiri landkynning heldur en allt sem hefur verið gert síðustu fimm ár og tel ég þar með umboðsmann íslenska hestsins. Annars er bullandi kattaslagur út í garði, vor í lofti og ég verð að læra......

3/23/2005

Páskar

Páskar að mæta og mín ástkæra eiginkona ætlar til Akureyrar fram á laugardag. Ég mun læra eins mikið og ég get. Sennilegt að ég þurfi að vinna aðeins á morgun en það er allt í lagi þannig lagað, þetta er vani hérna. Það er orðið opinbert að ég er að færa mig til í starfi og er ég mjög glaður að fá tækifæri til að takast á við ný verkefni. Hvenær það mun gerast er ekki komið á hreint en það verður sennilega fljótlega. Annars hef ég nóg af verkefnum í dag til að moða úr, svo þarf ég að hitta Hjördísi áður en hún leggur af stað.
Útvarpsleysi

Ætli marglytta sé fjarskyldur ættingi fyllibyttunnar, er Y í byttu. Var að spá í þessu á leiðinni í vinnunna sökum þess að ég gleymdi að kveikja á útvarpinu. Ef að ég gleymi að kveikja á því þá er ég að hugsa eitthvað stórmerkilegt eins og þetta með marglyttuna. Sé fyrir mér að hún sé svona róni hafsins, ráfi um í letilegum fíling sökum þess að hún er ofurölvuð alla daga. Sumar marglyttur gefa stuð ef að þær eru snertar og ef svo er þá eru þær á vissu stigi drykkjunnar þar sem að umhverfið fær að finna fyrir því ef ýtt er við þeim, þekkt dæmi með mannlegu byttunna. Þegar marglyttunni rekur langt upp í fjöru er það sama dæmið og með þá mannlegu þegar að hún er kominn með allt í vitleysu og biður um hjálp...eða hvað.

3/22/2005

Kanturinn,,,

Fór í ræktina í gær og tók vel á því, nú er búið að setja þrjú ný hlaupabretti og tvær gönguskíðavélar. Sennilega dull fréttir fyrir þá sem ekki hafa áhuga á því en stórfréttir fyrir hina. Nei það er bara gaman að hafa aðgang að mjög fínum græjum fyrir ekki neitt, eykur ánægju og framleiðni. Ég er að vísu hálfgeispandi eftir átökin í gær. Ég horfði á fulla mánudagsdagskrá í sjónvarpinu í gær og komst að því að skjár 1 hafði alveg yfirburði yfir hinar stöðvarnar. Ég eyddi að vísu góðum klukkutíma að skrifa upp áhugasama staði í Stokkhólmi fyrir Frikka og Þórgunni þar sem að gullsmiðurinn datt inn á Arlanda í gær. Hann sagði mér að þau hefðu labbað niður í Gamla Stan í gær og eitthvað fleira, sennilega suddagaman þar á bæ. Annars heyrði ég í öðrum í Stokkhólmi sem var að detta inn úr göngutúr líka, allir úti að labba þar í borg. Ég hef sennilega ekki verið í eins góðu gönguformi eins og þegar ég bjó þar, alltaf að labba út um alla borg.
Í fréttum er annars ekki mikið annað en að páskafrí er að detta inn ef svo mætti kalla, aðeins fleiri dagar til að sitja yfir bókarskruddum. Ég sé ekkert þannig lagað sem kveikir upp í mér nema páskaeggin sem að færa manni einhverja stundarfyllingu og gleði. Kannski ætti maður að vera með íslamskt þema og ná í kóraninn og flauta svo fyrir horn, þá helst Eystra horn.
Ég fór út í gær og fékk mér banana og sígó, kemísk blanda af hollustu og óhollustu, samt glettilega gott..

3/21/2005

Hvað gerðist um helgina.

Ég fór inn á bloggið og var að vonast til þess að einhver hefði bloggað fyrir mig, nei ekki var það svo. Hitti Frikka í gær og væri alveg til í að vera fara til Stokkhólms eins og hann, hann er í mánaðarfríi og ætlar að flakka um skandinavíu og hitta spúsu sína og Gumma. Langt síðan að ég heyrði í Gumma, ef að ég ætti að veðja þá er hann sennilega á kafi í vinnu eins og venjulega. Gummi er þeim eiginleikum búin að geta unnið meira en flestir aðrir, allavega af þeim sem ég þekki, þekki engin vélmenni ennþá. Ég hef þá tvo grunaða um að eiga eftir að skemmta sér konunglega þegar þeir hittast, eiginleiki sem að við félagarnir búum yfir sökum þess að við erum ekki vélmenni, ennþá.
Helgin leið hratt eins og venjulega, hitti mömmu og Gylfa aðeins á laugardagskvöldið þar sem við fórum og fengum okkur að borða. Svo var þetta bara klassískt nema hvað Hjördís var að vinna báða daganna. Ég sat mestan tímann í lærdómssæti og reyndi að skilja eitthvað í þessu öllu saman. Breytan í þessu öllu saman er sennilega hækkandi hitastig sem gerði það að verkum að ég svaf ekki alveg nógu vel. Var ekki nógu fljótur að samræma ofnastillingar og loftlagshita þannig að orkuveitan og félagar voru sennilega á bullandi djammi alla helgina. Alltaf fyndið að vakna í svitakófi, kófi annan sveittur og þreyttur með kölduna í baráttu við ölduna.
Hraður hjartsláttur í bland við umhverfishljóð er breytast úr lágum venjulegum hljóðum í hávær ógnvekjandi hljóð. Furðulegt sem þetta er skrifaði maðurinn um leið og skyrdrykkurinn rann mjúklega niður sem lækur á leið í túrbínu. Hvernig ætli sé að vera bóndi í dag, ekki maður með mönnum nema að bæjarlækurinn renni í gegnum túrbínu, allir að virkja bæjarlækinn. Á þorrablótum er talað um flóknar verkræðilegar uppsetningar virkjanna og allar með formúlur og staðla á hreinu. Engin minnist á ferfættlinga eða hvort girða eigi rolluna eða skóginn. Annars skiptir það kannski ekki máli, ef að ég get rennt upp að sveitabæ og keypt á grillið þá sé ég framfarir.....

3/17/2005

Textinn.

Var á leiðinni í vinnuna í morgun þegar að Johnny Cash opnaði munninn. Hrottaleg snilld þetta lag sem er reyndar eftir Nine Inch Nail en það kviknar eitthvað stórkostlegt þegar að hann Cashar þessu inn og ekki er myndbandið slæmt heldur. Man eftir að hafa séð þetta í Svartvikslyngunni í Sverige og sat alveg dolfallinn yfir þessu. En hér er textinn.......

I hurt myself today to see if I still feel I focus on the pain the only thing that's real the needle tears a hole the old familiar sting try to kill it all away but I remember everything what have I become? my sweetest friend everyone I know goes away in the end you could have it all my empire of dirt

I will let you down I will make you hurt

I wear my crown of thorns on my liar's chair full of broken thoughts I cannot repair beneath the stain of time the feeling disappears you are someone else I am still right here what have I become? my sweetest friend everyone I know goes away in the end you could have it all my empire of dirt

I will let you down I will make you hurt

If I could start again a million miles away I would keep myself I would find a way

3/16/2005

Það er nú svo

Þursaflokkurinn er í útvarpinu, þvílík snilld. Þetta eru ekki bara rosalegir spilarar heldur eru þetta ótrúlegar tónsmíðar. Skil ekki afhverju forsetinn heiðrar ekki þessa drengi. Annars þokkalega þéttur og aðþrengdur í verkefnum dagsins. Ég verð að vinna fram á sólarupprás í einhverju framandi landi. Ákvað að hafa strumpaþema þessa viku til að hafa þetta skemmtilegra fyrir mig. Þá þarf ég að hafa fyrir því að finna strump og brasa honum upp á skjáinn sem er kannski ekki erfitt en þó hlaupa þeir ekkert sjálfviljugir þarna upp. Ég var í skólanum til tíu í gærkveldi og var frekar þurr þegar ég kom loksins heim, man varla eftir því að skattaskýrslan hafi verið kláruð enda sagði ég bara nokkrar setningar og Hjördís sparkaði þessu í loftið. Þetta er að vísu orðið ofur einfalt en þetta er eins og með strumpinn, hann fer ekkert sjálfur að stað. Framkvæmdin er það sem virkar í þessu öllu saman. Styttist í páskaegg, fyrsti í páskaeggi, annar í páskaeggi o.s.f.v verð að borða mikið af páskaeggjum tilraunarinnar vegna, annars klikkar tilraunin segir hinn ósýnilegi púki á hægri öxl minni.
Búin að vera á leiðinni að kaupa næstsíðasta disk hljómsveitarinnar Muse, eitthvað truflar samt þessa för mína reglulega, ég verð að gera út leiðangur á næstu dögum því mér finnst að ég sé að missa af einhverju.

3/15/2005

Smá pæling
Það er til leikur sem snýr að því að mæla hvernig við hegðum okkur við aðstæður sem snúa að því að gefa og þiggja. Var að lesa grein um það afhverju svo mikið af peningum hafi verið gefnir til aðstoðar í tengslun við flóðin í Indlandshafi um jólin. Tveimur aðilum eru gefnar t.d 2000 krónur og annar verður gefandi og hinn þiggjandi. Þiggjandinn er ekki sýnilegur þannig að gefandi veit ekki hverjum hann er beðinn að gefa pening, Gefandinn getur gefið eins mikið og hann vill, en þiggjandi getur hafnað eða tekið boði gefandans. Ef að hann hafnar þá fær hann ekki neitt. Þetta er bara spilað einu sinni. Það segir sig sjálft að þiggjandinn græðir alltaf á því að taka tilboði sama hversu lágt það er, en það er svo skrýtið að ef að upphæðin er minni en 25% af 2000 kallinum þá eru allar líkur á að þiggjandinn neiti að taka tilboðinu. En tilraunir sýna líka að gefendur bjóða oftast 25-50% af upphæðinni. Þiggjendur neita að taka lágu tilboði því þeim finnst ekki réttlátt að svo lítið sé boðið. Sjálfselskuleg hegðun hlýtur að hafa sjálfselskulega ástæðu, eða hvað?
Veit ekki alveg en samt umhugsunarvert hvort að fólk gefur til að gefa, eða eitthvað annað.
Dagurinn

Hvað hefur dagurinn upp á að bjóða, jú vinnu og hreyfingu, svo skóla í kvöld. Það er ennþá jafn brjálæðislega kallt hérna en maður hefur bætt á sig peysu frekar en einhverju öðru. Ég fór og keypti nýju plötuna með Marz volta í gær til að gefa Hjördísi, plötur koma svona í staðinn fyrir blóm og þar sem hún er forfallinn aðdáandi þessarar hljómsveitar þá var hún afar glöð. Ég er ekki alveg að átta mig á dagatalinu, það þurfti að segja mér það þrisvar sinnum í skólanum í gær að það væri ekki skóli í næstu viku vegna páskanna, ég bara ætlaði ekki að skilja þetta enda kannski líka með hugann við vinnualmanakið og að núna sé vika 11 og búast megi við fullt af skiparútum hérna á næstunni. Annars er ekkert að því að geta sleppt því að fara í skólann í nokkra daga, það er ekkert leyndarmál að ég sef alveg þó að frí sé í skólanum. Ég tók mína stóru ákvörðun í gær og segi frá því seinna þegar að ég má, þetta kemur allt saman með kalda vatninu.
Á leiðinni í vinnunna þá var svínað á mig eins og gengur og gerist hjá þessari annars seinþroska umferðarþjóð, stundum langar mig að elta viðkomandi og öskra á hann en það gengur ekki því þá yrði ég of seinn í vinnu. Ég hef tekið eftir því að menn eru orðnir ansi glæfralegir í akstri oft á tíðum, það er kannski ýmislegt sem spilar inn í þetta eins og afar léleg skipulagning á gatnakerfi borgarinnar. Menn verða að vera frekir til að komast áfram í þessari vitleysu annars er allt fast. Þetta er samt í lagi ef að eitthvað gott er í hátölurnum.....jæjans

3/13/2005

Sjálfvirkir stöðugleikavaldar

Er hérna að læra og læra og læra svo aðeins meira, týpískt að það þurfi að vera svona fallegt veður úti akkúrat þegar að maður getur ekki hreyft sig sökum anna. Það væri ekki dónalegt að vippa sér í göngugalla og keyra upp að rótum Esjunnar og labba aðeins. Smá svona pælingar þegar að maður nennir ekki að gera neitt annað. Gærkvöldið var fínt þar sem ég fór með Hjördísi á árshátíð. Það sem var kannski skemmtilegast var það að ekki voru margir á staðnum og þetta varð svona eins og einkaball með Sálinni. Sálin á nefninlega alveg ótrúlegt magn af skemmtilegum lögum sem að gaman að að hlusta á. Maturinn var fínn nema hvað hann var alltof seint á ferðinni. Dagurinn í dag mun einkennast af lærdómi, þrifum og einhverju áti. Ég er bara endalaust svangur eftir að ég byrjaði að lyfta, þeir sem þekkja til vita að ég get borðað mikið en núna er ég alltaf svangur, þetta er bara fyndið. Kannski verð ég orðin 90kg í byrjun sumars. Nei þetta er ágætt, ég er svolítið syfjaður og finnst eins og að það vanti góða þrjá tíma í svefninn minn einhversstaðar, verst að það er ekki hægt að kaupa þetta einhversstaðar, já ég ætla að fá þrjá tíma af svefni, þarf ekki poka, tek þetta á staðnum. Þetta kemur einhverntímann þegar að ég verð eldri og bilaðari.
Hefði kannski ekki átt að þrífa gluggana í gær að utan, þá sæi ég ekki hversu flott veðrið er. Ég frétti að frostið í Stokkhólmi hefði farið upp í tæplega þrjátíu gráður, shit verð ég að segja. Þórgunnur vinkona okkar á ekki eftir að koma með góðar sögur af borginni þegar að hún kemur heim í vor. Vorið hlýtur að fara detta inn þarna, annars býðst Svíum að fá eitthvað af golfstraumnum ef að þeir taka við stjórninni á Íslandi. Skil ekkert í þeim að taka þessu ekki.

3/11/2005

Dagurinn,

Jæja nú er ég að reyna að skipuleggja helgina og það sem eftir lifir dags. Ég er að fara í próf á mánudaginn og verð að lesa grimmt, svo er árshátíð með Hjördísi og félögum ásamst slatta af hreyfingu og þrifum framundan. Ég er syfjaður og vantar aðeins upp á svefninn sökum þess að Hjördís hefur ekki verið að slökkva á sjónvarpinu á skikkanlegum tíma, ég þarf að hanga í sófanum og horfa á eitthvað í kassanum þangað til að hún loksins slekkur á þessu svo við getum farið að sofa.....haha. Ég þarf að taka gríðarlega stóra ákvörðun um helgina og það er ekki mitt uppáhald.
Djöfull er ég að verða pirraður á einskonar sms friends bulli sem að kemur nú frá öllum áttum, maður fær e-mail og svo ætlar maður að henda þessu þá heldur þetta áfram og hættir ekkert, ætlaði að reyna að skoða þetta eitthvað og þá virðist þetta vera búið að grípa alla hotmail contacta og sendir svo út mail, ef að þetta er ekki pirrandi þá veit ég ekki hvað...
Síminn.

Jæja nú er ég að taka Motorola crashcourse 101 og reyna skilja eitthvað í nýja tækinu. Hef ekki náð að flytja símnúmerabókina á milli þannig að ég er frekar handalaus hvað varðar númer. Mundi um 15 númer sem er nokkuð gott að ég held, geriði betur.

3/09/2005

Hvað er að gerast.

Hef ekki gefið mér tíma til að blogga síðustu daga, þetta er slappt vægast sagt, fékk komment frá bónda sem býr við brimbarðar strendur Færeyja, hann kvartaði big time undan bloggleysi. Það er búið að vera nóg að gera, helgin fór nú eiginlega í eitthvað partístand báða daganna og er það sennilega met í mínum þyngdarflokki. Það var þó brillíant afmælisveislan á laugardagskvöldið og skemmti ég mér konunglega innan um fólkið sem er í A-flokki yfir góðan húmor og skemmtilegheit. Hef verið að taka gríðarlega á því í hreyfingunni og hlaupið heimsálfa á milli, finn að ég er að komast í góðan gír. Nú fer að styttast í páska og verkefnin í skólanum stækka og stækka og ekki skrýtið þó að verið sé að fara stækka skólann minn.
Í dag á ég að færast yfir á kerfi Símans og verður fróðlegt að skoða hvernig það gengur....

3/03/2005

Símafyrirtækin.

Nú er hálftími í að aldan skelli á mér og ég sé fram á að vera hér til 23:00 í kvöld. Þetta verður törn í dag og á morgun og ég skal ná að vinna af mér laugardaginn, það kemur ekki til greina að taka annan laugardag í vinnu í sama mánuðinum. Annars þokkalegur og gerði stórverk í gær sem félst í því að skipta úr Vodaphone yfir í Símann. Þetta skilar því að ég ætti að spara peninga, einnig var mér sagt að hringja í eitthvað 11hundruð númer áður en ég hringi í félagana í útlöndum því þá sé ég að græða helling líka, er farinn að spá í hvað ég eigi að gera við alla þessa peninga sem ég kem til með að græða. Númerið kemur til með að vera hið sama og breytingar munu verða eftir níu daga, sennilega til að hægt sé að senda upplýsingarnar til Kauphallarinnar. Er ekki búin að sjá neitt um þetta í blöðunum en það kemur sennilega að því. Annars gerði ég þetta aðallega til að geta verið gjaldgengur í rifrildi um grunnet símans og sölu á því.

3/02/2005

Flottur dagur.

Hef verið nokkur sperrtur í morgun þrátt fyrir mikla líkamlega áreynslu síðustu daga. Fór í gær og hljóp alveg rosalega og lyfti svo aðeins á eftir. Eftir þetta skellti ég mér í skólann og svo heim á koddann. Það stefnir í smá vinnutörn fimmtudag og föstudag en vonandi verður það boðlegt. Annars ekkert sérstakt, hef verið að reyna mynda mér skoðun á því hvort ég vilji fá skákmanninn fræga inn í landið eða ekki. Fer eitthvað í taugarnar á mér hvað frelsarinn talar mikið um vilja íslensku þjóðarinnar í þessu sambandi, það hefur barasta engin spurt mig út í þetta mál, þess vegna er ég að reyna að ákveða mig.
Annars varð ég að setja þessa mynd hérna inn sökum mikillar snilldar. Þetta er tekið á einhverju tölvuverkstæði og það er til mikið meira af þessum myndum. Human race...........