7/06/2004

Topp 4 ruglið síðustu daga.

1. Ég var að fara að slá grasið í garðinum í gær þegar að konan sem að nennir aldrei að slá bað mig að gera þetta seinna sökum þess að hún var að hvíla sig í sólinni upp á svölunum sínum. Djöfulsins frekja og rugl. Ég klippti það sem að ég þurfti að klippa og sagði síðan við hana ,, Sláttuvélin er full af bensíni og viltu vinsamlegast slá grasið í kvöld "... Auðvitað gerði hún það því að hún var gjörsamlega búin að mála sig út í horn. Hvernig dettur fólki í hug að segja svona.

2. Ríkistjórnin heldur að við fólkið í landinu séum gúbbífiskar sem að syndum bara einn hring í búrinu og þá séum við búin að gleyma því sem að gerðist í síðasta hring á undan. Ég vona að forsetinn skrifi ekki undir þessa vitleysu sem að var soðin saman í einhverju trippi sem að ég vill ekki vita hvar hefur verið. Hvaða anskotans munur er á 5 og 10 prósentum.

3. Ég þoli ekki hversu ótrúlegur rasismi er í fólki hér á Íslandi. Fólk þykist bara vera eitthvað líbó og svo þegar að farið er að ræða hluti eins og að setja trúarbragðafræði í stað kristinfræði í skólanna þá fara að koma upp allsskonar skrýtnar hugmyndir sem að eru einungis birtingarmyndir rasisma. Fólk segir einnig að það sé ekkert gott fyrir fólkið sjálft að koma hingað því að það muni sennilega fá einhvern skerf af mótlæti. Hvaða vitleysa er þetta, afhverju er ekki fólki sýnd virðing og reynt að horfa framhjá því hvort að það sé hvítt, svart, gult eða rautt. Hvaða máli skiptir hvaða trúarbrögð fólk aðhyllist, þetta er eins og að ráðast á einhvern sökum þess að hann er með Arsenal á heilanum. Það er einnig rasismi í skólabókum hér og finnst mér það fyrir neðan allt saman, það er verið að skilyrða börnin okkar í rólegheitunum meðan að við erum í vinnunni. Andskotans bull er þetta....

4. Það er ótrúlegt hvað það er einnig mikil fóbía fyrir samkynhneygðu fólki hérna á klakanum. Afhverju skiptir það einhverju máli hvort að Jón Jónsson sé að sofa hjá Sigurði Sigurðssyni. Það kemur bara engum við og Jón á ekkert að þurfa að líða fyrir það út í þjóðfélaginu. Þessari fóbíu er vel lýst hjá Hallgrími Helgasyni þegar að hann var að horfa á fótbolta á bar með fullt af fólki. Það voru menn þar að kalla þessa fótboltamenn illum nöfnum og Hallgrímur spurði hvort að aðili í einu liðinu væri hommi þá þögnuðu allir. Það mátti kalla fótboltamennina öllu illu en ekki homma. Fáránlegt........

Er eitthvað að mér....

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home