7/19/2004

Helgin.,....
 
Helgin var hrein snilld, eins og Hjördís segir frá á bloggi sínu. Ég var svo sáttur við að fara úr bænum og slaka á út í náttúrunni. Við komum okkur fyrir á mjög fallegu tjaldtæði og byrjuðum á að kveikja á grillinu. Tjaldinu var skotið upp meðan að kolin mörruðu í hitanum. Við fórum að sofa um 12 leytið og vöknuðum svo um tíu og fengum okkur morgunmat út í góða veðrinu. Við fórum svo í sund og tókum svo labb á svæðinu. Við ókum svo til að hitta félaga okkar og það var bara tekið því rólega það sem að eftir lifði dags. Við fórum í bíltúr og ég dottaði í aftursætinu sökum þess að þreytan eftir vinnuvikunna var farin að kíkja í heimsókn. Grillað var um kvöldið og svo var spilaður kani fram á nótt. Sunnudagurinn var tekinn snemma og veðrið var orðið mjög gott. Við fórum í sund á Hvolsvelli og fífluðumst það í góðan tíma. Þegar að fólkið var orðið nálægt því að  sólbrenna þá var farið á kaffihús og snætt aðeins. Eftir það kvöddumst við og héldum af stað til Reykjavíkur. Ég var annsi sáttur að sjá að hægt var að keyra Peugeotin 755km á einum tanki, það þýðir að hann framleiðir bensín meðan að við sofum. Í Reykjavík var farið að ganga frá öllu dótinu og íbúðin þrifin á 59 mínútum, sem að er nýtt norðurlandamet í þrifum í 60fm flokki. Við skelltum okkur svo á Sólon í risottó og skunduðum þaðan í lyfju. Við leigðum svo leiðinlega mynd eftir þetta allt saman að ég segi ekki einu sinni frá því.
Vinnuvikan er að fara af stað og mun hún verða strembin. Ég hef svosem ekki áhyggjur nema að ég sé ekki nógu mikið af Hjördísi þegar að ég er að vinna svona mikið. Það eru þó einungis nokkrir metrar í sumarfrí þannig að þetta reddast allt saman..

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home