6/20/2005

Fréttir.

Erum heima eins og stendur og Kill Bill er að byrja í sjónvarpinu. Hálfur Quality Street er á stofuborðinu og við alsátt. Það kemur í ljós á morgun hvert haldið verður restina af fríinu. Það er ýmislegt sem þarf að gera hérna eins og að senda bílanna í skoðun og svoleiðis. Einhver var búin að setja öll verkefni sín á sumarfríið en það er ekki alveg svo hér. Annars ekkert nýtt þannig.
Okkur var boðið í mat á laugardaginn og ég skellti mér nokkrar mínútur í hafið svona til að starta vertíðinni þar, selurinn var í hálftíma úti enda með eitthvað annað húðlag heldur en ég. Við sáum Batman á 2 sýningu í gær með hinum börnunum og skemmtum okkur konunglega, ég mæli með þessari mynd þar sem að hún toppar allar hinar til samans. Okkur var svo boðið í pitsu til Dagnýjar og Kristjáns eftir það. Þau eru að fara flytja til Akureyrar aftur og búin að kaupa íbúð og allar græjur, það mun örugglega ganga vel hjá þeim enda toppfólk í alla staði. Þau eru einnig að fara að gifta sig í næsta mánuði þannig að allt er að gerast. Jæja, þrettán mínútur í að myndin byrji þannig að best er að svala drekanum og ná sér í eitthvað að drekka enda löng mynd framundan. Ég vona að allir hafi það gott......

6/17/2005

Heimkoma 17. Júní.........

Komin heim frá Svíþjóð og í hressasta gírnum. Þessi dvöl var til fyrirmyndar og gestgjafarnir voru alveg frábær. Sumarið í Stokkhólmi byrjaði þegar að við komum og veðrið var alveg frábært allan tímann. Hitastigið var yfir 20 gráður og kvöldin æðisleg þar sem manni var ekki kalt að sitja úti. Við áttum það til að gleyma okkur í garðinum og spjalla allt vit úr okkur þangað til að maður skreið í rekkju. Við borðum frábæran mat og fórum á bát út í skerjagarðinn með fjölskyldunni, þetta var allt svo sætt og rómantískt. Ég hjálpaði Stjóna í garðinum og sló meðal annars blettinn, svo fékk ég goldkennslu í staðinn þannig að merkingin að fara út að slá þýðir nú ekki bara að grænt grasið fjúki út um allt. Við fórum á æfingarsvæðið á Stockholms golfklubb þar sem að maður þyrfti að verða 300 ára til að komast að sem meðlimur. Snilldin við að slá á æfingarsvæðinu er sú að allir slá út í vatn, ég gleymdi að spyrja hvernig og hvenær í ósköpunum boltarnir komast í land aftur, við erum ekki að tala um nokkra bolta, ég hamraði 80 boltum á nokkrum mínútum út í vatnið og þetta er í gangi allan daginn.
Hjördís var á ráðstefnu á mánudag og þriðjudag þannig að ég þræddi miðborgina fram og aftur og slakaði á í central baðinu sem var frábært. Svo var alltaf farið upp á búgarð gestgjafanna og slakað á, eldað og framvegis. Þetta var allt alveg yndislegt og er ég þeim afar þakklátur fyrir að leyfa okkur að gista heima hjá sér.
Ég fékk frábæra aðstoð við að kaupa mér föt og var afar glaður þegar að ég tók upp úr töskunum áðan, ég átti þó snilli dagsins þar sem að ég fattaði að ég gleymdi að fá tax free þegar að ég var sestur í flugvélina, það var ekki búið að hafa lítið fyrir þessu en ég sé þó fram á að þetta reddist þar sem ég er með alla pappíra. ´
Við erum að slaka á og horfa á Grammy verðlaunin á einhverri stöð.

Ég á eftir að fara nánar út í þessa ferð ég er bara svo þreyttur núna að ég á erfitt með að horfa á skjáinn.
Það var einfaldlega dekrað við okkur þarna........

6/15/2005

Fréttir.

Erum alveg róleg í Sverige og geggjað stuð hérna, veðrið er alveg rosalegt og allt fallegt. Við komum heim á föstudaginn, enda 17. júní. Ætla út í sólina aftur, ekki hægt að hanga inni.

6/09/2005

Rétt fyrir frí....

Hérna sit ég í stofunni minni og bíð eftir að Hjördís komi heim úr vinnu. Hún er að slá öll metin mín í vinnustundasöfnun, hún vinnur bara og vinnur þar sem við erum að fara í frí eftir morgundaginn. Það hefur verið vægast sagt mikið að gera núna og kærkomið að detta í frí. Fyrirmyndarfélagi ætlar að ná í okkur út á Arlanda flugvöll á laugardaginn og þar með hefst gleði í svíaríki. Það er sjúkleg tilhlökkun að hitta vini sína þar og stefnan er sett á holugrill á fyrsta degi. Það verður líka gaman að sjá miðborgina í Stokkhólmi og faðma hana alla.
Ég skellti mér í laugina áðan og sat í gufunni þangað til að ég skreið út, þvílíkt gott. Annars er ekkert sérstakt í dæminu annað en að maður bíður allt árið eftir að fá frí og svo er bara komið að því, nú er bara að njóta þess.