7/22/2004

Pælingar

Hvað er uppi, las bloggið hans Billy Corgan og hann virðist vera afar ánægður með lífið. Pottþétt er að hann hefur lappað upp á sálarlífið með einhverjum aðferðum sem að ég kannast við. Dagurinn í dag hefur verið þokukenndur þar sem að ég var að vinna til rúmlega 11 í gær. Ég hef þurft að hafa mig allan við til að halda einbeitningu hérna í vinnunni. Ég er þó þreyttur sökum vinnu en ekki vegna einhvers annars. Það stefnir í að við séum að fara í útilegu á Vestfirði um helgina. það er besta mál en ég vona að veðrið verði í lagi. Það hefur rignt eitthvað í öllum útilegum hingað til. Það er þó kannski ástæða fyrir þessu þar sem að við höfum ekki verið að elta veðrið heldur höfum við ákveðið staðsetningar og vonast svo eftir góðu veðri. Baugarnir mínir eru að stækka og vonast ég til að geta sofið þá af mér um helgina.
Veit samt ekki hvort að hægt sé að sofa af sér bauga....

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home