7/10/2004

Hr. Hnerri

Dagurinn í gær gufaði upp í hnerra. Ég fékk svo svakalegt rykofnæmiskast að ég rétt náði að klára daginn í vinnunni. Ég skellti mérí sund með Hjördísi og sofnaði örugglega þrisvar í sólbaðinu. Eftir þetta fengum við okkur að borða og Hjördís var send i pössun til Þórgunnar. Ég horfði á eina DVD og sótti svo Hjördísi. Dagurinn í dag hefur farið í að slaka á og gera okkur klár fyrir 12 tíma ferðalag á morgun þar sem að við munum fara upp á Heklu. Ég veit ekki hvað verður úr kvöldinu en búið er að bjóða okkur í eitthvað dæmi hjá Kristjáni og Dagný, sjáum til hvað við erum dugleg að koma okkur út úr húsi.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home