12/31/2003

Síðasti dagur á árinu, tími fyrir siðferðislega birgðartalningu......moral inventering.......
Efnislega er ég að hugsa um að gera árinu 2003 skil á morgun hérna á blogginu..er það ekki allra fínasta hugmynd.....

12/30/2003

Þreyttur eftir allt atið.
Djö...er mikill snjór hérna í RVK, ég hef bara ekki séð annað eins. Ég er búin að vera að moka snjó og jafnvel þurft að nota traktor til að allt geti gengið upp hérna. Gott fyrir statistikina..... Verð í mat á morgun hjá Frikka og Þórgunni, það verður örugglega skratti mikið fjör ef að ég þekki mína félaga rétt. Síðustu áramót fór ég og Hjördís í matarboð í Stokkhólmi þar sem að 50 manns voru á 50fm. Það var samt brilliant og við stungum af til að horfa á skaupið á netinu....Íslendingar,,,

Jæja best að fara að huga að elskunni minni í mávahlíðinni...Opel er sáttur við að hafa fengið að vera inni í óveðrinu, honum finnst ekkert gaman að óveðri. Maður verður að vera góður við alla á þessum tímum,,,

12/27/2003

Reykjavík er borgin mín....

Ahh er búin að knúsa litlu borgina mína Reykjavík, það jafnast ekkert á við að koma heim til sín. Erum búin að vera í fæðingabæ okkar í nokkra daga og það var komið nóg. Ég á einfaldlega heima í Reykjavík þannig að mér líður best þar. Þegar að við fórum norður þá lentum við í geggjuðu veðri á Öxnadalsheiðinni og mér tókst að keyra útaf veginum. Skyggni var ekkert á tímabili og ein stikan fór einfaldlega vitlausu megin við bílinn. Það var fullt af bílum þarna og okkur var kippt upp á veginn aftur. Þetta undirstrikaði það að þetta voru síðustu jól mín á Akureyri. Maður á annað hvort að vera heima hjá sér eða í útlöndum á jólunum eins og Hannes H.G.

Fór áðan og keypti mat á austurlandahraðlestinni, mjög góð tilbreyting að fá eitthvað annað en svínakjöt og hangikjöt. Eigum eftir að ákveða hvort að við förum til London um áramótin, það er ekkert að gera annað en að panta.

Framundan gott laugardagskvöld og skal ég njóta mín........

12/23/2003


Fólk leggur af stað frá Reykjavík til Akureyar 23.12.2003

Jæja nú fer að styttast í að maður stingi af til að keyra norður. Ég vona að það verði skaplegt færi og maður geti komist þetta örugglega. Á morgun verður svo eldað, græjað og gert. Það er ekki vottur af tilhlökkun ennþá en það kemur kannski þegar að það fer að sjást í Akureyri. Ég ætla að koma mér í tölvu þannig að ég geti bloggast um jólin..

Gleðileg jól.........

12/22/2003

Bandarísk stjórnvöld voru að hækka viðbúnaðstigið í gulu í appelsínugult. Það er næst hæsta stigið. Hæsta stigið er rautt. Ég er ekki alveg sáttur við þetta, mér finnst að hæsta stigið ætti að vera gult frekar en rautt.
Ég vildi fekar vera með rauðuna en guluna....
Maður á Mann í gærkveldi, Úffff ætla ekki að eyða fleiri orðum í það. Það á að vísu ekki að hafa orðið orða í þessu samhengi.
30 metra jafnfallinn snjór í Reykjavík.
Ég þarf að keyra norður til Akureyrar á morgun. Væri svo innilega til að vera heima hjá mér um jólin. Nenni ekki að standa í þessu, best væri að vera í Stockholmi eins og í fyrra þar sem að ég átti mín rólegustu og langbestu jól til þessa. Þetta geta ekki verið betri jól upp á frítíma en ég er búin að sjá það út að ef að það væri minna frí þá væri minna að gera hjá mér. Jafnan er frí=meiri vinna-vinna=minni vinna samanlagt gerir þetta auknar líkur á prozaci og altitudefernon.

12/18/2003

Jæja ég er búin að fá að vita hversu vel ég stóð mig í prófunum. Kennararnir hafa ákveðið að ég skildi fá 8 í öllum prófum. Það er vel ásættanlegt segi ég, en mikill vill meira. Þessi áfangi þá kominn á blað og ég þarf ekki að hugsa um það.
Stjóni hringdi í mig í gær frá flugvellinum í Stokkhólmi þar sem að hann var á leið til Lundar. Hann var mjög hress og allt gott að frétta þar. Það rann upp fyrir mér að ég var einu sinni að fara sömu leið og ætlaði að vera sniðugur og spara peninga með því að taka lestina út á flugvöll í stað taxa. Hvað gerðist, jú auðvitað stoppaði lestin 30 sekúndum eftir að hún fór af stað og var biluð...ok það var klukkutími í brottför flugvélar þannig að ég slappaði af. Svo fór lestardjöfullinn ekkert af stað og misvísandi skilaboð komu í hátalarakerfinu. 30 mínútum seinna fór dýrið af stað og ég stökk úr á næstu stöð til að ná í taxa. Ég náði honum eftir smá hlaup og sagði bílstjóranum hvernig málin væru og hann brunaði af stað. Hann braut umferðarlög með því að stytta sér leið og gerði allar kúnstir og kom mér á flugvöllinn 5 mín fyrir brottför. Ég hljóp inn og ég get svarið það að liðið var að fara að loka en ég hafði hringt og sagt að ég yrði tæpur. Ég var leiddur út í vél og ég sá að einhverjir svíar voru fúlir að flugvélin væri ekki farinn. muhahahah þetta var það altæpasta. Það borgar sig ekki alltaf að reyna að spara.

12/17/2003

Ég er svo syfjaður að þetta er fyndið...

12/15/2003

Hvað gerist næst?
Djöfull var gott að slaka á í bústaðnum um helgina. Það var kallt úti þannig að við héngum inni alla helgina. Ég fór og sótti Hjördísi á laugardaginn og það var það eina sem að ég gerði. Það var eldað og svo var stokkið í pottinn af og til. Ég þurfti reglulega mikið á þessu að halda. Ekki það að ég hafi verið að eiga þrjú börn og innrétta íbúð heldur bara er búið að vera nóg að gera upp á síðkastið. Maður sefur einnig svo vel svona einhvesstaðar út í buskanum. Ég væri til í að það væru þrjár vikur til jóla, ég nenni þessu ekki alveg strax. Árni hólm var ansi duglegur að búa til gott kaffi um helgina og hann fær fjóra flautusleikjóa fyrir það..

12/12/2003

Sumarbústaður verður mitt heimili um helgina, mun leggja af stað þangað seinni partinn í dag og mun hafa það gott. Hjördís er með próf á morgun þannig að ég sæki hana þá. Ég þarf virkilega á því að halda að komast út úr bænum og slappa af. Árni Hólm og Katla ætla að vera með okkur og það verður great. Þarna er heitur pottur og allt til alls. Það á að vera gott að fara í göngutúra þarna á svæðinu og nóg að skoða.

Ég er ekkert farin að kaupa fyrir jólin nema einn pakki fór að stað út í heim í dag bara vegna þess að pósturinn vildi fá hann snemma. Ég ætla bara að hugsa um þetta í næstu viku en ég get planað hvað ég ætla að gera í bústaðnum. Það er rosalega gott að gera lista yfir það sem að maður ætlar að kaupa áður en að farið er af stað í jólainnkaupin. Ég er ekki maður til að fara óundirbúin af stað í einhverja jólageðveiki.

Ég verð semsagt mættur á mánudaginn endurnærður og góður... hafiði það gott um helgina,,,

12/10/2003

Maður fannst á reiki í hlíðunum, rausandi um CAP (landbúnaðarstefnu ESB), hann vissi ekki hvar hann á heima.

Ég er svo þokkalega búin í prófum að það háfa væri nóg. Nú þarf ég BARA að hugsa um vinnu í einn mánuð. Ég veit niðurstöðu úr einu prófi og það var hvorki meira né minna en 8 í Selskaparfræðum. Ég verð að vera glaður með það þar sem að ég var hræddastur við það próf. Kannski hefði ég þurft að halda selnum í kafi úti við Gróttu ef að ég hefði fallið....

Muse concert í kvöld, djöfull verður það klikkað, er að springa úr spenningi.

Það myndast smá tómarúm eftir svona próf, var ekki hannaður af guði til að standa í svona spennu. Hvað eru próf? Til hvers var ég að taka þessi próf, jú ég páfagaukast eitthvað en tel mig fá meiri upplýsingar þegar að um ritgerðir og stór verkefni er að ræða. Nei bara vangaveltur um það hvaða stefna er sett fyrir mann. Það er jú einhverjir sem að ákveða hvernig hlutirnir eiga að vera bestir og maður verður bara að treysta þvi ef að maður ætlar að taka þátt. Talandi um að taka þátt þá er gott að fá að vera með, það eru nefnilega ekki allir sem að fá að vera með.

Ég og Hjördís höfum verið að spá í að eyða áramótunum einhverstaðar annars staðar en á Íslandi. Ef að einhver er með hugmyndir að spennandi stað til að vera á þessum tímamótum þá væri gaman að heyra um það...

12/09/2003

Síðasta prófið í dag.......er að verða þreyttur á þessu. Sá viðtal við Hallgrím Helgason í Maður á mann. Þetta er tær snillingur, ég gjörsamlega emjaði af hlátri á köflum. Það sem að þessum manni dettur í hug að segja. Hann lýsti því að frægðin veri eins og að fara í ljós. Sumir þurfa að vera brúnir allt árið og sumir brenndust. Hann vildi meina að hann færi bara þegar að hann þyrfti á því að halda. Ég man þegar að ég var að lesa 101 RVK þá hló ég svo mikið að Hjördís gat ekki sofnað, varð að lesa hana á öðrum tímum en seint á kvöldin. Svo var að hann að lýsa því að hann vildi verða skíðastökkvari þegar að hann var lítill. Hverjum dettur í hug að verða skíðastökkvari, engum nema snillingi.
Ég verð að lesa nýju bókina hans fljótlega, samkvæmt lýsingum þá ætti þetta að vera 4-5 flautusleikjóar........

12/08/2003

Tveir dagar í Muse consert og ég hef ákveðið að fjárfesta í nýjum bíl. Ég get ýmindað mér að ég geti nokkurnveginn keyrt þráðbeint milli vinnu og heimilis á þessum bíl. Borgarstjórnin verður að sníða sitt vegakerfi eftir því. Það mun nákvæmlega ekkert stoppa mig. 360tonn.....

12/06/2003

Jæja, búin að taka tvo próf og gengið á ýmsu, nenni ekki að ræða það en mér skilst að ég sé búin að ná öðru þeirra sakvæmt nokkuð öruggum heimildum. Síðasta prófið er svo á þriðjudaginn. Djöfull verð ég glaður þegar að þetta er búið. Það verður geðveikt að fara á Muse tónleikanna daginn eftir próflok. Ég er alltaf annsi stressaður í svona skorpu. Þetta er semsagt búin að vera skrýtin vika. Hjördís búin að vera í fjölmiðlaleik og það er annsi skemmtilegt að hafa hana bæði í sjónvarpinu og líka í sófanum, kannski að klónun sé ekki svo vitlaus eftir allt. Helgin mun fara í lestur og ég ætla að vera duglegur að hreyfa mig. Ég er búin að vera að éta svo óhollan mat að þetta farið að minna mig á vinnuvikuna í Stockhólmi þar sem að ég keypti MARGAR pizzur af Sýrlendingunum á Kungsgötunni, snabbt, enkelt och jette billigt.....

Friðgeir er búin að koma disk til mín og ég á eftir að melta þetta aðeins áður en ég get farið að tjá mig eitthvað um hann. Fór og trommaði alveg helling í vikunni og ég er að vakna aftur þar.

Næstu helgi er ég búin að panta sumabústað í Borgarfirði og það verður fínt að fara aðeins út fyrir litlu Reykjavík, samt ekki of langt. Man í gamla daga hvað ég þoldi ekki að fara stundum í sveitina. Mér fannst alltaf svo langt til Akureyrar þá að það væri bara 45 min í burtu. Sýnir það að ég hef aldrei verið í lagi. Mér fannst ekkert gaman af beljum og svona, þetta voru bara risastórar ófreskjur í mínum augum og ég vildi ekki að þær mundu labba yfir mig. Þetta eru náttúrulega mestu grey en hlutirnir eru stundum öðruvísi þegar maður er rúmlega einn meter á hæð og 40 kg..

Jæja góða nótt..

12/03/2003

Rýnirinn.

Jæja þessi plata hjá Coldplay er snilld. Ég mæli með þessari plötu þar sem að þetta band er alveg búið að sanna sig. Það sem að heillar mig líka er það að þeir berjast fyrir því að alþjóðastofnanir eins og WTO og fleiri taki sig saman í andlitinu. Platan sjálf er konfekt.

12/02/2003

Mystic River 2 flautusleikjóar

Laumaðist í bíó í gær með Hjördísi. Sama dag og ég minnist á Kevin Bacon þá er hann að leika í myndinni sem að varð fyrir valinu. Mystic River hefur fengið svakalega dóma og ég get ekki skilið það. Þessi mynd er kannski 2 flautusleikjóa virði, hún er allt of langdreginnnnnnnnnn. Fullt er af stjörnuleikurum en það er bara ekki nóg, svona eins og að fá góða hljófæraleikara til að spila leiðinlegt lag, það verður ekkert skemmtilegra fyrir vikið. Atriðið það sem að Kevin bacon.....nei ég skal hætta en þetta er mynd sem að maður horfir bara á í sjónvarpinu en ekki í bíó..........sjónvarpsmynd.
Er að fara að lesa selskaparfræði.....og kem aftur til byggða seinna.
Bensínlíterinn 4 krónum hærri en í gær, ekki skrýtið að mig hafi dreymt illa, skattahækkanir. Sé fyrir mér að fjármálaráðherra sé á kaffistofunni að segja að hann sé drekinn...

12/01/2003

Ég er bara nokkuð hress núna, búin að liggja yfir fróðleiksmolum frá selnum. Það er ekki í uppáhaldi hjá mér að lesa fyrir próf en svona er þetta. Maður verður að harka af sér.
Í fróðleikshorninu mínu hérna fyrir neðan var ég að lesa um Kevin Bacon Syndrome, muniði að hann er tengdur öllum leikurum í gegnum myndir. Þetta er auðvitað leikur að tölum og því er þessi staðhæfing hér fyrir neðan ekki alveg út í hött, alvarlegt en þegar að trukkabílstjórar eru annars vegar þá, jæja ekki er íslenski rútubílstjórinn svona.
Jæja nú er ég farinn að læra, það gengur ekki að ég komi ólesinn í próf til selsins.
Fróðleikshornið.
In the world of sexually-transmitted diseases, most people have just a few partners - but it needs just one or two very sexually-active people to spread an epidemic. Some scientists are blaming the rapid spread of AIDS in India on a small number of promiscuous truck drivers..