7/02/2004

Hafið ...


Fór í sjóinn með Ásgrími og Arnari í gær. Það var talað um mollu þegar að við stungum okkur til sunds. Sjórinn var nokkuð heitur í gær og hann er sennilega í 10 gráðum núna. Ásgrímur er að fara til Barcelona þannig að ég verð að vera duglegur að halda uppi heiðrinum þessar vikur sem að hann er í hitanum. Arnar var að fara í annað skiptið og er hann mjög efnilegur í þessu, kannski fæddur í hyl...
Fór og horfði á seinni hálfleik í gær og það var gaman að þessu. Hver hefði trúað því að Grikkir myndu vinna þennan leik. Það verður samt léttur leikur fyrir Portúgali að klára þetta sökum þess að þeir eru búnir að chilla yfir þessu núna. Ég er til í að veðja öðrum kassa af diet-coke ef að það er málið...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home