Nú líður mér vel næstu tíu mímúturnar eftir að hafa skammað Vodaphone fyrir að ofrukka mig fyrir símanotkun. Þeir ofrukkuðu mig ekkert ég bara notaði símann of mikið í útlandasímtöl. Ég á von á öðrum eins reikningi fyrir þennan mánuð þannig að ég er hættur að tala í símann. Það er samt gott að borga ekki hvað sem er og tékka aðeins hvað er á bakvið það. Einu sinni var reynt að skella á okkur 50.000 króna reikningi á flugvelli í Frankfurt sem átti að vera aukagjald fyrir bílaleigubíl. Einhverjir hefðu sennilega borgað reikninginn án þess að pæla í því. Við neituðum að borga og þetta var svo leiðrétt eftir að við komum heim.
6/30/2004
Bjartur
Nú líður mér vel næstu tíu mímúturnar eftir að hafa skammað Vodaphone fyrir að ofrukka mig fyrir símanotkun. Þeir ofrukkuðu mig ekkert ég bara notaði símann of mikið í útlandasímtöl. Ég á von á öðrum eins reikningi fyrir þennan mánuð þannig að ég er hættur að tala í símann. Það er samt gott að borga ekki hvað sem er og tékka aðeins hvað er á bakvið það. Einu sinni var reynt að skella á okkur 50.000 króna reikningi á flugvelli í Frankfurt sem átti að vera aukagjald fyrir bílaleigubíl. Einhverjir hefðu sennilega borgað reikninginn án þess að pæla í því. Við neituðum að borga og þetta var svo leiðrétt eftir að við komum heim.
Nú líður mér vel næstu tíu mímúturnar eftir að hafa skammað Vodaphone fyrir að ofrukka mig fyrir símanotkun. Þeir ofrukkuðu mig ekkert ég bara notaði símann of mikið í útlandasímtöl. Ég á von á öðrum eins reikningi fyrir þennan mánuð þannig að ég er hættur að tala í símann. Það er samt gott að borga ekki hvað sem er og tékka aðeins hvað er á bakvið það. Einu sinni var reynt að skella á okkur 50.000 króna reikningi á flugvelli í Frankfurt sem átti að vera aukagjald fyrir bílaleigubíl. Einhverjir hefðu sennilega borgað reikninginn án þess að pæla í því. Við neituðum að borga og þetta var svo leiðrétt eftir að við komum heim.
6/29/2004
Jarðgöng eru smitandi.
Það er einhver hópum fyrir norðan að eyða púðri í að finna út hvernig er best að standa að því að gera jarðgöng í gegnum Vaðlaheiði. Hvernig væri að eyða smá orku í að finna eitthvað sniðugt að gera fyrir alla Akureyringa. Það er örugglega hægt að gera eitthvað betra en þetta. Af hverju eru allir svona vitlausir í að fá göng nálægt sér. Það er ekki eins og að það sé eitthvað sérstaklega gaman að keyra í gegnum þau. Það þyrfti að finna upp eitthvað til að bólusetja landsbyggðina fyrir þessari alvarlegu pesti. Það má ekki einu sinni fresta gagnagerð án þess að allt verði vitlaust.
Það er einhver hópum fyrir norðan að eyða púðri í að finna út hvernig er best að standa að því að gera jarðgöng í gegnum Vaðlaheiði. Hvernig væri að eyða smá orku í að finna eitthvað sniðugt að gera fyrir alla Akureyringa. Það er örugglega hægt að gera eitthvað betra en þetta. Af hverju eru allir svona vitlausir í að fá göng nálægt sér. Það er ekki eins og að það sé eitthvað sérstaklega gaman að keyra í gegnum þau. Það þyrfti að finna upp eitthvað til að bólusetja landsbyggðina fyrir þessari alvarlegu pesti. Það má ekki einu sinni fresta gagnagerð án þess að allt verði vitlaust.
MESTA/VERSTA PLOTT OG SVINDL.
Var að komast að því að mesta plott saumaklúbbsins hjá Hjördísi minni var að setja á útilegu um næstu helgi. Þær hafa setið og plottað þetta í vetur vitandi vits að ÚRSLITIN Í EM ERU UM HELGINA.........Nú hlæja þær sennilega allar í kór því að þetta er eina skiptið sem að við mennirnir fáum að koma með.......
Gargandi svindllllllllllllll..
Var að komast að því að mesta plott saumaklúbbsins hjá Hjördísi minni var að setja á útilegu um næstu helgi. Þær hafa setið og plottað þetta í vetur vitandi vits að ÚRSLITIN Í EM ERU UM HELGINA.........Nú hlæja þær sennilega allar í kór því að þetta er eina skiptið sem að við mennirnir fáum að koma með.......
Gargandi svindllllllllllllll..
6/28/2004
Hugleiðing
Að hafa Jón Steinar í hæstarétti er eins og að hafa einstakling í mannanafnanefnd sem að heitir Ljótur Drengur. Hvernig endar þessi vitleysa..
Að hafa Jón Steinar í hæstarétti er eins og að hafa einstakling í mannanafnanefnd sem að heitir Ljótur Drengur. Hvernig endar þessi vitleysa..
6/27/2004
Frelsið er yndislegt, ég geri.....
Ég vaknaði snemma í morgun og fór út að hlaupa. Hjördís hvíldi sig á meðan og ég náði að skokka einhverja 3 km. Ég er ekki í nógu góðu þrekformi núna sökum reykinga. Hvernig væri að hætta þessari vitleysu. Alltaf þegar að ég fer í sjóinn núna þá byrja ég á að dofna í höndunum og ég tengi það við reykingar þar sem að blóðflæðið er ekki eins gott og það gæti verið. Við fórum með Ása og fjöl að skoða foss í Mosfellsdalnum og við Ási stungum okkur í hyl sem að þar var. Ég átti ekki von á því en hefði getað reiknað það út miðað við það að Ási er alveg æstur þegar að hann sér vatn þar sem að möguleiki er að komast ofaní. Það var nokkuð kalt en ekki svo. Við fórum svo í gufuna á Laugarvatni sem að er algjör snilld. Við skelltum okkur að sjálfsögðu í Laugarvatnið og svömluðum aðeins þar. Við fórum svo og fengum okkar að borða í Rauða húsinu..
Haldið var heim í seinni hálfleikinn...
Þetta hefur verið nokkuð góð helgi og ég er sáttur. Á morgun tekur við ný vinnuvika að sjálfsögðu og ég verð að vera duglegur þar sem að ég hef verið latur að skila af mér hinum ýmsu skýrslum og statistik. Ekki það að það hefur bara verið nóg annað að gera í vinnunni sem að gerir það að verkum að maður hefur einfaldega ekki komist yfir allt. Ég er þó á þokkalegu róli eins og venjulega þannig að ekki er hægt að kvarta. Ég hugsa bara til aýningarinnar í Kringlunni og átta mig þá á að ég hef það gott.
Í þessu orðum heyrðist í sjónvarpinu ,, frelsið er yndislegt, ég geri það sem ég vil..
MMMMMMMM
Ég vaknaði snemma í morgun og fór út að hlaupa. Hjördís hvíldi sig á meðan og ég náði að skokka einhverja 3 km. Ég er ekki í nógu góðu þrekformi núna sökum reykinga. Hvernig væri að hætta þessari vitleysu. Alltaf þegar að ég fer í sjóinn núna þá byrja ég á að dofna í höndunum og ég tengi það við reykingar þar sem að blóðflæðið er ekki eins gott og það gæti verið. Við fórum með Ása og fjöl að skoða foss í Mosfellsdalnum og við Ási stungum okkur í hyl sem að þar var. Ég átti ekki von á því en hefði getað reiknað það út miðað við það að Ási er alveg æstur þegar að hann sér vatn þar sem að möguleiki er að komast ofaní. Það var nokkuð kalt en ekki svo. Við fórum svo í gufuna á Laugarvatni sem að er algjör snilld. Við skelltum okkur að sjálfsögðu í Laugarvatnið og svömluðum aðeins þar. Við fórum svo og fengum okkar að borða í Rauða húsinu..
Haldið var heim í seinni hálfleikinn...
Þetta hefur verið nokkuð góð helgi og ég er sáttur. Á morgun tekur við ný vinnuvika að sjálfsögðu og ég verð að vera duglegur þar sem að ég hef verið latur að skila af mér hinum ýmsu skýrslum og statistik. Ekki það að það hefur bara verið nóg annað að gera í vinnunni sem að gerir það að verkum að maður hefur einfaldega ekki komist yfir allt. Ég er þó á þokkalegu róli eins og venjulega þannig að ekki er hægt að kvarta. Ég hugsa bara til aýningarinnar í Kringlunni og átta mig þá á að ég hef það gott.
Í þessu orðum heyrðist í sjónvarpinu ,, frelsið er yndislegt, ég geri það sem ég vil..
MMMMMMMM
Frændur bændur...
Danir á heimleið eftir tapið gegn Tékkum. Ég get ekki mikið tjáð mig um leikinn því að ég sá bara seinni hálfleik. Þetta var í fyrsta skipti sem að ég sé Tékkana leika í keppninni til þessa. Þetta lið Tékkana virðist vera suddalið sem að gæti klárað þetta. Danagreyin voru sett í umslög á fimm mínútna kafla þarna og réðu ekkert við ástandið. Mér fannst markvörðurinn eiga pínu undalega takta í þessum sóknum sem að urðu til að mörkvoru gerð. Ég er alveg rólegur yfir þessu og miklu svekktari yfir Svíaleiknum. Það er engin Dana dýrkun til í mér enda liggja taugarnar frekar til Svíþjóðar af augljósum ástæðum. Ég hef ekki skilið þessa Kaupmannahafnar dýrkun landans ennþá sökum þess að borgin er ekkert meira en eitt hverfi í Stokkhólmi, Södermalm......
Ég er að verða nokkuð viss um að heimaliðið klári þessa keppni eins og ég hef minnst á áður.....
Danir á heimleið eftir tapið gegn Tékkum. Ég get ekki mikið tjáð mig um leikinn því að ég sá bara seinni hálfleik. Þetta var í fyrsta skipti sem að ég sé Tékkana leika í keppninni til þessa. Þetta lið Tékkana virðist vera suddalið sem að gæti klárað þetta. Danagreyin voru sett í umslög á fimm mínútna kafla þarna og réðu ekkert við ástandið. Mér fannst markvörðurinn eiga pínu undalega takta í þessum sóknum sem að urðu til að mörkvoru gerð. Ég er alveg rólegur yfir þessu og miklu svekktari yfir Svíaleiknum. Það er engin Dana dýrkun til í mér enda liggja taugarnar frekar til Svíþjóðar af augljósum ástæðum. Ég hef ekki skilið þessa Kaupmannahafnar dýrkun landans ennþá sökum þess að borgin er ekkert meira en eitt hverfi í Stokkhólmi, Södermalm......
Ég er að verða nokkuð viss um að heimaliðið klári þessa keppni eins og ég hef minnst á áður.....
6/26/2004
Í Kringlunni er nú sýning World Press photo. Þetta fær mann aðeins til að átta sig á að við höfum það nokkuð gott hérna á Íslandi.
Slóð á síðuna er hér ef að þið nennið ekki í hús mammons..
Slóð á síðuna er hér ef að þið nennið ekki í hús mammons..
Dagurinn
Það var gott að sofa út í dag og ég staulaðist á lappir eftir að klukkan sló tólf í kirkjum landsmanna. Við félagarnir fórum í sjósund í gærkveldi og var það mjög notalegt. Sjórinn var aðeins kaldari í gær en hann var á mánudaginn. Ástæðan fyrir því er einfaldlega hversu kalt hefur verið upp á síðkastið. Við lágum eftir þetta í pottinum í Nauthólsvíkinni og var það mjög notanlegt einnig. Við vorum gómaðir af áhugasömum einstakling sem að vildi fá okkur í Sjósundfélag Íslands sem að er nýlega stofnað. Það er eflaust gaman að hitta fleiri sem að eru í sömu pælingum því að þetta er eitt af því betra sem að ég hef komist í. Það er eitthvert ástand sem að maður fer í eftir þetta og tel ég þetta vera mjög gefandi áhugamál.
Ég og Hjördís fórum í Laugardagslaugina eftir hádegi og tókum smá gufusession þar. Við skruppum svo á Sólon og fengum okkur að borða. Kringlan var heimsótt eins og venjulega og keyptum við þar í kvöldmatinn.
Nú er verið að horfa á kosningatölur og kvöldið nokkuð óþekkt stærð. Við ætlum að fara með Ásgrími, Lindu og Co út úr bænum á morgun og stefnan sett á einhverja netta göngu og að hafa það gaman.
Það var gott að sofa út í dag og ég staulaðist á lappir eftir að klukkan sló tólf í kirkjum landsmanna. Við félagarnir fórum í sjósund í gærkveldi og var það mjög notalegt. Sjórinn var aðeins kaldari í gær en hann var á mánudaginn. Ástæðan fyrir því er einfaldlega hversu kalt hefur verið upp á síðkastið. Við lágum eftir þetta í pottinum í Nauthólsvíkinni og var það mjög notanlegt einnig. Við vorum gómaðir af áhugasömum einstakling sem að vildi fá okkur í Sjósundfélag Íslands sem að er nýlega stofnað. Það er eflaust gaman að hitta fleiri sem að eru í sömu pælingum því að þetta er eitt af því betra sem að ég hef komist í. Það er eitthvert ástand sem að maður fer í eftir þetta og tel ég þetta vera mjög gefandi áhugamál.
Ég og Hjördís fórum í Laugardagslaugina eftir hádegi og tókum smá gufusession þar. Við skruppum svo á Sólon og fengum okkur að borða. Kringlan var heimsótt eins og venjulega og keyptum við þar í kvöldmatinn.
Nú er verið að horfa á kosningatölur og kvöldið nokkuð óþekkt stærð. Við ætlum að fara með Ásgrími, Lindu og Co út úr bænum á morgun og stefnan sett á einhverja netta göngu og að hafa það gaman.
Holland - Svíþjóð
EM sveiflan heldur áfram og gaman að sjá Grikki taka Frakka í gær. Stórleikurinn var þó Svíþjóð og Holland sem að lauk um leið og ég renndi niður síðasta bitanum af kvöldmatnum. Ég er svekktur að sjá Svíana fara heim og það sérstaklega á móti Hollendingum. Ég hefði viljað sjá síðasta stórliðið sent heim. Nú eru Danir eftir og ég sé ekki að þeir eigi möguleika enda eru þeir komnir nógu langt. Ég er ekki annað en sannfærður um að þeim liðum sem að komu mínum mönnum heim verður refsað eins og sást áðan. Ég er pollrólegur yfir þessu og vona að Portúgalar vinni þetta sökum þess að þeir eru nú einu sinni að halda þessa keppni.
Ég er búin að heyra mikið í áhangendum Enska landsliðsins og eru allir að kenna dómaranum um tapið, hefði ekki bara verið betra að sleppa því að pakka í vörn eftir að þrjár mínútur voru liðnar af leiknum. Frakkar voru búnir að sýna þeim hvað gerist ef að þetta er reynt. Þetta kemur hjá þeim ef að þeir horfa bara á Ítalska boltann í sjónvarpinu reglulega.
EM sveiflan heldur áfram og gaman að sjá Grikki taka Frakka í gær. Stórleikurinn var þó Svíþjóð og Holland sem að lauk um leið og ég renndi niður síðasta bitanum af kvöldmatnum. Ég er svekktur að sjá Svíana fara heim og það sérstaklega á móti Hollendingum. Ég hefði viljað sjá síðasta stórliðið sent heim. Nú eru Danir eftir og ég sé ekki að þeir eigi möguleika enda eru þeir komnir nógu langt. Ég er ekki annað en sannfærður um að þeim liðum sem að komu mínum mönnum heim verður refsað eins og sást áðan. Ég er pollrólegur yfir þessu og vona að Portúgalar vinni þetta sökum þess að þeir eru nú einu sinni að halda þessa keppni.
Ég er búin að heyra mikið í áhangendum Enska landsliðsins og eru allir að kenna dómaranum um tapið, hefði ekki bara verið betra að sleppa því að pakka í vörn eftir að þrjár mínútur voru liðnar af leiknum. Frakkar voru búnir að sýna þeim hvað gerist ef að þetta er reynt. Þetta kemur hjá þeim ef að þeir horfa bara á Ítalska boltann í sjónvarpinu reglulega.
6/25/2004
Kosningar
Ég fór að kjósa mér forseta í gær. Ég er svo óhress með að Snorri fór ekki lengra því að þá væru til fullt af stimplum með nafninu hans. Hverjum datt í hug að gera stimpla með nöfnum frambjóðenda. Þetta er gargandi bruðl og ekkert annað. Er fólki ekki treystandi til að merkja X á blöð lengur. Ég kaus ekki Ástþór og ekki Baldur en ég vill ekki segja meira....
Ég fór að kjósa mér forseta í gær. Ég er svo óhress með að Snorri fór ekki lengra því að þá væru til fullt af stimplum með nafninu hans. Hverjum datt í hug að gera stimpla með nöfnum frambjóðenda. Þetta er gargandi bruðl og ekkert annað. Er fólki ekki treystandi til að merkja X á blöð lengur. Ég kaus ekki Ástþór og ekki Baldur en ég vill ekki segja meira....
Bowie kallinn...
Það er verið að spila Bowie í útvarpinu, djöfulsins snillingur er þessi maður. Var það ekki hann sem að fékk sleikipinna í augað á tónleikum í Osló. Ég veit ekki hvað maður gefur svoleiðis tónleikum marga flautusleikjóa. Annars vorum við að ræða þetta með Robbie Williams þegar að hann fór héðan í fússi út af svipuðum hlut. Er að spá í því hvort að hægt hefði verið að róa hann með því að renna í BSÍ og kauða einn sviðakjamma í lúgunni. Veit ekki...
Það er verið að spila Bowie í útvarpinu, djöfulsins snillingur er þessi maður. Var það ekki hann sem að fékk sleikipinna í augað á tónleikum í Osló. Ég veit ekki hvað maður gefur svoleiðis tónleikum marga flautusleikjóa. Annars vorum við að ræða þetta með Robbie Williams þegar að hann fór héðan í fússi út af svipuðum hlut. Er að spá í því hvort að hægt hefði verið að róa hann með því að renna í BSÍ og kauða einn sviðakjamma í lúgunni. Veit ekki...
1990 Football World Cup Finals Results
Third Place Match
ITALY - ENGLAND 2:1 (0:0)
07.06.90 (20.00) Bari, Stadio San Nicola
(Attendance: 51000)
Third Place Match
ITALY - ENGLAND 2:1 (0:0)
07.06.90 (20.00) Bari, Stadio San Nicola
(Attendance: 51000)
Dagurinn..
Sundið í morgun var fínt og það var ekki talað um annað en fótbolta og ég glotti út í annað og slakaði vel á í heita pottinum.
Það er verið að skoða með útilegu um helgina en það er spurning hvort að maður þurfi að kaupa björgunarkút til að hafa með sér og fallhlíf ef að tjaldið fer með mann á loft.
Sundið í morgun var fínt og það var ekki talað um annað en fótbolta og ég glotti út í annað og slakaði vel á í heita pottinum.
Það er verið að skoða með útilegu um helgina en það er spurning hvort að maður þurfi að kaupa björgunarkút til að hafa með sér og fallhlíf ef að tjaldið fer með mann á loft.
GARGANDI SNILLLLLLLLDDDDDD
Þvílík snilld var að sjá Englendinga senda heim í umslögum í gær. Ég er svo glaður að leikurinn fór svona. Það er tonn af áhangendum Englendinga í kringum mig sem að hafa verið að dissa Ítalina mína. Þessum sömu einstaklingum er vinsamlega bent á að Beckham er með sýningu í undirfatadeild Harrods seinni í dag, þar verður hann einnig með kynningu á því hvernig á ekki að skora í vítaspyrnukeppni.
Annars hef ég það eftir atvikum og á bara eftir að sjá eitt lið sent heim áður en ég verð endanlega sáttur. Svíar ætla að klára það dæmi fyrir mig og senda Hollendinga inn á kaffihús í Amsterdam......
Þvílík snilld var að sjá Englendinga senda heim í umslögum í gær. Ég er svo glaður að leikurinn fór svona. Það er tonn af áhangendum Englendinga í kringum mig sem að hafa verið að dissa Ítalina mína. Þessum sömu einstaklingum er vinsamlega bent á að Beckham er með sýningu í undirfatadeild Harrods seinni í dag, þar verður hann einnig með kynningu á því hvernig á ekki að skora í vítaspyrnukeppni.
Annars hef ég það eftir atvikum og á bara eftir að sjá eitt lið sent heim áður en ég verð endanlega sáttur. Svíar ætla að klára það dæmi fyrir mig og senda Hollendinga inn á kaffihús í Amsterdam......
6/24/2004
Skítkallt og ekkert malt...
Það er skítkallt á skerinu en plata Stone Roses var valin besta plata allra tíma í Bretlandi í Observer sem að er sunnudagsútgáfa Guardian. Þetta hlýjar mér allavega sökum þess að þessi plata er algjör snilld. Hún heitir bara Stone Roses ef að einhver hefur ekki kynnt sér þetta.
Það hefur verið vinna út í eitt þessa vikuna og það er bara þannig. Það er verið að stefna á útilegu um helgina með selnum og fjölskyldu en ég vona að lopapeisan sé á sínum stað.
Ég er að jafna mig á Ítalasvindlinu en þetta er bara svoleiðis......
Það er skítkallt á skerinu en plata Stone Roses var valin besta plata allra tíma í Bretlandi í Observer sem að er sunnudagsútgáfa Guardian. Þetta hlýjar mér allavega sökum þess að þessi plata er algjör snilld. Hún heitir bara Stone Roses ef að einhver hefur ekki kynnt sér þetta.
Það hefur verið vinna út í eitt þessa vikuna og það er bara þannig. Það er verið að stefna á útilegu um helgina með selnum og fjölskyldu en ég vona að lopapeisan sé á sínum stað.
Ég er að jafna mig á Ítalasvindlinu en þetta er bara svoleiðis......
6/23/2004
EM þvæla
Er eiginlega frekar fúll yfir því að Ítalir séu úr leik í EM. Þar fór besta liðið í heiminum út úr keppninni. Ég er nú glaður fyrir hönd Svía að hafa komist áfram en eftir símafund við þjálfara Ítala í morgun ásamt Berlusconi þá ákváðum að láta þetta andskotans mót eiga sig og gera ekkert mál úr því að Danir og Svíar hafi ákveðið fyrirfram hvernig leikurinn átti að enda.
Escobar..
Er eiginlega frekar fúll yfir því að Ítalir séu úr leik í EM. Þar fór besta liðið í heiminum út úr keppninni. Ég er nú glaður fyrir hönd Svía að hafa komist áfram en eftir símafund við þjálfara Ítala í morgun ásamt Berlusconi þá ákváðum að láta þetta andskotans mót eiga sig og gera ekkert mál úr því að Danir og Svíar hafi ákveðið fyrirfram hvernig leikurinn átti að enda.
Escobar..
6/21/2004
101 Reykjavík
Hallgrímur Helgason
Úr 101 Reykjavík:
Þarna eru þau. Móðir mín lesbían og faðir minn alkinn. Hvað er ég þá? Afkvæmi alka og lesbíu. Ég lít betur á þau. Allt í einu finnst mér einsog þau séu tveir fuglar, af sitthvorri tegund. Alki og lesbía.
Tökumaður frá breska ríkissjónvarpinu panar yfir eitthvað íslenskt umdæmi. Þulur er Óskar Ingimarsson:
"Alkinn er votlendisfugl, og heldur sig einkum nærri ám og stöðuvötnum. Hann er fremur þungur og þarf gott tilhlaup til flugs en getur þó flogið lengi og hefur mikið þol. Geta liðið allt að nokkrar vikur þar til hann kemur aftur niður á jörðina. Á milli þessa hefur hann hægt um sig og er þá mjög styggur, einkum fyrstu dagana eftir lendingu."
"Lesbían er fremur nýtilkomin í náttúru Íslands og aðeins á allra síðustu árum sem hún hefur haft hér vetursetu, og svotil eingöngu á suðvestur-horni landsins. Talið er að hún hafi borist hingað frá Norðurlöndunum, einkum Danmörku, en einnig frá Bretlandseyjum. Lesbían er lítill en knár og kraftmikill fugl, auðþekkjanlegur á snöggfiðruðu höfði sínu sem minnir helst á krúnurakað mannshöfuð. Af þessari tegund verpir aðeins annar hver kvenfugl og tekur þá hinn að sér karlfuglshlutverkið við hreiðurgerð og fæðuöflun. Einu samskipti kvenfugls við karlfugl eiga sér stað við frjóvgun. Karlfugl lesbíunnar er mun þyngri en kvenfuglinn. Á undanförnum árum hafa fundist síaukin dæmi um ófleyga karlfugla og fylgjast líffræðingar grannt með þeirri þróun."
"Líkt og Alkinn og Lesbían er Hlynurinn vaðfugl, en mun stærri og þyngri, háfættur, með langan háls og gogg. Þá er Hlynurinn staðbundinn fugl og grefur sér holur í moldar- og sandbökkum, einskonar hýði, þar sem hann hefst við á vetrum, og aðeins einn fugl í hverri holu. Heimkynni hans eru einkum í útjaðri þéttbýlis, nærri vatnsbólum. Hlynurinn er auðþekkjanlegur á hvítum rúllukraga sínum og svörtum ham. Hlynsegg eru með stærri eggjum hérlendis og verpir Hlynurinn aðeins einu eggi. Hlynsunginn er óvenju seinþroska. Hann verður ekki fleygur fyrr en í lok sumars og fylgir móður sinni fyrstu þrjú árin. Karlfuglinn kemur ekki nærri hreiðurgerð eða fæðuöflun. Hann er kunnur af löngum setum sínum nærri híbýlum manna og hefur af þeim sökum öðlast óvinsældir, einkum á síðari árum, eftir að hann hefur í auknum mæli sést á svalahandriðum íbúðarblokka. Margir blokkarbúar hafa tengt þessa þaulsetu karlfuglsins við útsendingartíma sjónvarps, og meðal þeirra er Hlynurinn stundum uppnefndur "Sjónvarpsfuglinn". Hlynurinn er þó styggur, en meinlaus."
(s. 278-279)
Hallgrímur Helgason
Úr 101 Reykjavík:
Þarna eru þau. Móðir mín lesbían og faðir minn alkinn. Hvað er ég þá? Afkvæmi alka og lesbíu. Ég lít betur á þau. Allt í einu finnst mér einsog þau séu tveir fuglar, af sitthvorri tegund. Alki og lesbía.
Tökumaður frá breska ríkissjónvarpinu panar yfir eitthvað íslenskt umdæmi. Þulur er Óskar Ingimarsson:
"Alkinn er votlendisfugl, og heldur sig einkum nærri ám og stöðuvötnum. Hann er fremur þungur og þarf gott tilhlaup til flugs en getur þó flogið lengi og hefur mikið þol. Geta liðið allt að nokkrar vikur þar til hann kemur aftur niður á jörðina. Á milli þessa hefur hann hægt um sig og er þá mjög styggur, einkum fyrstu dagana eftir lendingu."
"Lesbían er fremur nýtilkomin í náttúru Íslands og aðeins á allra síðustu árum sem hún hefur haft hér vetursetu, og svotil eingöngu á suðvestur-horni landsins. Talið er að hún hafi borist hingað frá Norðurlöndunum, einkum Danmörku, en einnig frá Bretlandseyjum. Lesbían er lítill en knár og kraftmikill fugl, auðþekkjanlegur á snöggfiðruðu höfði sínu sem minnir helst á krúnurakað mannshöfuð. Af þessari tegund verpir aðeins annar hver kvenfugl og tekur þá hinn að sér karlfuglshlutverkið við hreiðurgerð og fæðuöflun. Einu samskipti kvenfugls við karlfugl eiga sér stað við frjóvgun. Karlfugl lesbíunnar er mun þyngri en kvenfuglinn. Á undanförnum árum hafa fundist síaukin dæmi um ófleyga karlfugla og fylgjast líffræðingar grannt með þeirri þróun."
"Líkt og Alkinn og Lesbían er Hlynurinn vaðfugl, en mun stærri og þyngri, háfættur, með langan háls og gogg. Þá er Hlynurinn staðbundinn fugl og grefur sér holur í moldar- og sandbökkum, einskonar hýði, þar sem hann hefst við á vetrum, og aðeins einn fugl í hverri holu. Heimkynni hans eru einkum í útjaðri þéttbýlis, nærri vatnsbólum. Hlynurinn er auðþekkjanlegur á hvítum rúllukraga sínum og svörtum ham. Hlynsegg eru með stærri eggjum hérlendis og verpir Hlynurinn aðeins einu eggi. Hlynsunginn er óvenju seinþroska. Hann verður ekki fleygur fyrr en í lok sumars og fylgir móður sinni fyrstu þrjú árin. Karlfuglinn kemur ekki nærri hreiðurgerð eða fæðuöflun. Hann er kunnur af löngum setum sínum nærri híbýlum manna og hefur af þeim sökum öðlast óvinsældir, einkum á síðari árum, eftir að hann hefur í auknum mæli sést á svalahandriðum íbúðarblokka. Margir blokkarbúar hafa tengt þessa þaulsetu karlfuglsins við útsendingartíma sjónvarps, og meðal þeirra er Hlynurinn stundum uppnefndur "Sjónvarpsfuglinn". Hlynurinn er þó styggur, en meinlaus."
(s. 278-279)
6/20/2004
Sunday.........
Dagurinn var tekinn snemma og Peugeot fékk þvottinn sinn. Ég tók bílinn alveg í gegn eftir að hann hafði kvartað undan því að Opelinn hefði fengið meiri umhyggju upp á síðkastið. Þetta er ekki alveg svo einfalt því að Opel þarf alltaf að hanga heima um helgar þegar að við förum eitthvað útúr bænum. Hvað um það, þeir hljóta að geta verið sáttir sökum þess að þeir eru báðir hreinir og fínir.
Við fórum til Keflavíkur í barnaafmæli í dag. Ingólfur Heggviðsson átti afmæli og foreldrar hans Hreggó og Rut sáu um veitingar í tilefni dagsins. Við höfðum ekki hitt þau síðan tvöþúsund og tyggjó eða áður en að við fluttum til Sverige. Það voru allir hressir og þetta var mjög gaman. Við elduðum svo góðan mat hérna og átum yfir leiknum. Ég gæti étið allt núna eftir fjallgönguna í gær.
Frikki BCN hringdi í mig og við áttum stutt og hnitmiðað spjall um tónlistina og svoleiðis. Ég er búin að vera á leiðinni að tromma síðustu daga en hef ekki komið því í verk. Það er svosum í lagi ef að ég drattast fljótlega. Ég á von á tónlist frá Frikka sem að ég get farið að vinna með enda orðin þreyttur að vinna alltaf með sama dótið án þess að vita hvernig það verður endanlega.
Ég hef nákvæmlega ekkert fylgst með fréttum upp á síðkastið og er ánægður með það. Ég virðist hafa tekið frí með þingmönnum. Það er sennilega fullt að gerast en ég nenni ekki einu sinni að opna blöðin. Þetta hefur sennilega eitthvað með skólann að gera, þegar að það er ekki allt á fullu þá þarf maður ekki endilega að vera með allt á hreinu. Ég sjálfur er á hreinu þannig lagað gagnvart sjálfum mér og maka. Er það ekki málið.
Sá að vísu aðeins í fréttablaðið í morgun þegar að ég var að skófla í mig morgunkorninu. Þar var verið að gera einhverja úttekt á stefnumóta dæmi á netinu og áhuga karlmanna á því að kynnast konum frá Rússlandi og svoleiðis. Hvað á maður að segja um þetta. Eitthvað er um það að konur hafa lent í einhverjum aumingjum sem að eru að fara illa með þær og er það ekki gott. Ég fór út að reykja eftir mogunkornið og fór að hugsa um þetta. Ég kannast við mann sem að kynntist konu frá Rússlandi á þennan hátt og hún býr með honum hér og allt í góðum gír eftir því að ég best veit. Getur verið að prósenta þeirra kvenna sem að lenda í einhverjum aumingjum á þennan hátt sé minni eða meiri en þeirra sem að lenda í aumingjum frá sínu eigin landi þ.e Íslandi. Það er fullt af konum hérna á Íslandi sem að lifa við ofbeldi á heimilum sínum sem að hræðilegt að hugsa um.
Það sem að hræðilegast er að hugsa um er þetta mannsal sem að er alltaf að aukast. Ég fæ alltaf hnút í magann þegar að ég hugsa um myndina Lilja 4ever sem á að vera skylda að horfa á. Helvítis aumingjarnir....
Dagurinn var tekinn snemma og Peugeot fékk þvottinn sinn. Ég tók bílinn alveg í gegn eftir að hann hafði kvartað undan því að Opelinn hefði fengið meiri umhyggju upp á síðkastið. Þetta er ekki alveg svo einfalt því að Opel þarf alltaf að hanga heima um helgar þegar að við förum eitthvað útúr bænum. Hvað um það, þeir hljóta að geta verið sáttir sökum þess að þeir eru báðir hreinir og fínir.
Við fórum til Keflavíkur í barnaafmæli í dag. Ingólfur Heggviðsson átti afmæli og foreldrar hans Hreggó og Rut sáu um veitingar í tilefni dagsins. Við höfðum ekki hitt þau síðan tvöþúsund og tyggjó eða áður en að við fluttum til Sverige. Það voru allir hressir og þetta var mjög gaman. Við elduðum svo góðan mat hérna og átum yfir leiknum. Ég gæti étið allt núna eftir fjallgönguna í gær.
Frikki BCN hringdi í mig og við áttum stutt og hnitmiðað spjall um tónlistina og svoleiðis. Ég er búin að vera á leiðinni að tromma síðustu daga en hef ekki komið því í verk. Það er svosum í lagi ef að ég drattast fljótlega. Ég á von á tónlist frá Frikka sem að ég get farið að vinna með enda orðin þreyttur að vinna alltaf með sama dótið án þess að vita hvernig það verður endanlega.
Ég hef nákvæmlega ekkert fylgst með fréttum upp á síðkastið og er ánægður með það. Ég virðist hafa tekið frí með þingmönnum. Það er sennilega fullt að gerast en ég nenni ekki einu sinni að opna blöðin. Þetta hefur sennilega eitthvað með skólann að gera, þegar að það er ekki allt á fullu þá þarf maður ekki endilega að vera með allt á hreinu. Ég sjálfur er á hreinu þannig lagað gagnvart sjálfum mér og maka. Er það ekki málið.
Sá að vísu aðeins í fréttablaðið í morgun þegar að ég var að skófla í mig morgunkorninu. Þar var verið að gera einhverja úttekt á stefnumóta dæmi á netinu og áhuga karlmanna á því að kynnast konum frá Rússlandi og svoleiðis. Hvað á maður að segja um þetta. Eitthvað er um það að konur hafa lent í einhverjum aumingjum sem að eru að fara illa með þær og er það ekki gott. Ég fór út að reykja eftir mogunkornið og fór að hugsa um þetta. Ég kannast við mann sem að kynntist konu frá Rússlandi á þennan hátt og hún býr með honum hér og allt í góðum gír eftir því að ég best veit. Getur verið að prósenta þeirra kvenna sem að lenda í einhverjum aumingjum á þennan hátt sé minni eða meiri en þeirra sem að lenda í aumingjum frá sínu eigin landi þ.e Íslandi. Það er fullt af konum hérna á Íslandi sem að lifa við ofbeldi á heimilum sínum sem að hræðilegt að hugsa um.
Það sem að hræðilegast er að hugsa um er þetta mannsal sem að er alltaf að aukast. Ég fæ alltaf hnút í magann þegar að ég hugsa um myndina Lilja 4ever sem á að vera skylda að horfa á. Helvítis aumingjarnir....
6/19/2004
Fjallgöngudagur
Í dag var farið í fjallgöngu. Við ákváðum að fara og skoða gönguleiðir á hengilsvæðinu.
Við komust að því að það eru margar skemmtilegar gönguleiðir á svæðinu og héldum af stað. Við vorum ekkert viss hversu mikið við ætluðum að ganga en þetta endaði i 20 kílómetrum á 5 og 1/2 klukkustund. Við vorum á erfiðri leið mestan hluta leiðarinnar þannig að þetta var rosalega góð æfing fyrir okkur. Við fórum hæst upp í rúmlega 800m og þar var þoka og svo rigndi aðeins á okkur þar. Ég mæli eindregið með þessum gönguleiðum þarna sökum þess að það eru flestar leiðar stikaðar þannig að það er erfitt að villast. Það eru meira að segja mismunandi litir á stikunum sem að segja til um erfiði leiðarinnar sem að getur verið þægilegt þegar að maður er ekki atvinnumaður í greininni. Eftir þetta stauluðumst við í Laugardagslaugina til að leyfa þreyttum líkömum að slaka á í heitu pottunum. Nú er annað augað sofnað ásamt fótum og puttarnir rétt ná að detta á lyklaborðið. Snilldardagur í faðmi fjalla....
Í dag var farið í fjallgöngu. Við ákváðum að fara og skoða gönguleiðir á hengilsvæðinu.
Við komust að því að það eru margar skemmtilegar gönguleiðir á svæðinu og héldum af stað. Við vorum ekkert viss hversu mikið við ætluðum að ganga en þetta endaði i 20 kílómetrum á 5 og 1/2 klukkustund. Við vorum á erfiðri leið mestan hluta leiðarinnar þannig að þetta var rosalega góð æfing fyrir okkur. Við fórum hæst upp í rúmlega 800m og þar var þoka og svo rigndi aðeins á okkur þar. Ég mæli eindregið með þessum gönguleiðum þarna sökum þess að það eru flestar leiðar stikaðar þannig að það er erfitt að villast. Það eru meira að segja mismunandi litir á stikunum sem að segja til um erfiði leiðarinnar sem að getur verið þægilegt þegar að maður er ekki atvinnumaður í greininni. Eftir þetta stauluðumst við í Laugardagslaugina til að leyfa þreyttum líkömum að slaka á í heitu pottunum. Nú er annað augað sofnað ásamt fótum og puttarnir rétt ná að detta á lyklaborðið. Snilldardagur í faðmi fjalla....
Stokkhólmsferðinsemaðgatekkiklikkað.......
Mig langaði að gera grein fyrir því hvað gerðist í Stokkhólmi þá daga sem að við vorum þar. Þetta byrjaði að sjálfssögðu á því að við lentum í hádeginu á föstudaginn á Arlanda flugvelli. Við skutumst svo með hraðlestinni inn í central Stokkhólm og fórum með töskurnar okkar á skrifstofuna þar sem að ég var að vinna þarna. Við heilsuðum upp á fólkið og skelltum okkur svo í að labba aðeins um borgina. Við vorum alveg í sjöunda himni með þetta og veðrið var fínt. Við fórum og fengum okkur að éta á indverskum stað á Gamla Stan sem að við höfum mikið dálæti á. Eftir þetta fórum við að hitta Kristjón og Nínu og fórum með þeim heim til þeirra þar sem að við gistum í þessari ferð.
Á laugardeginum byrjuðum við á þvi að koma okkur í miðborgina aftur og fórum á Nýlistasafnið þar sem að það var alltaf lokað þann tíma sem að við bjuggum þarna. Það var rosalega gaman að skoða safnið og fullt af spennandi hlutum í gangi þarna. Eftir þetta röltum við í búðir og fórum svo þangað sem að við gistum. Við fórum fjögur saman út að borða um kvöldið á Cafe Beirut sem að var alveg stórkostlegt. Eftir matinn var svo farið heim að slappa af.
Sunnudagurinn bankaði upp á með þvílíkt góðu veðri og við fórum öll á bátnum í siglingu um skerjagarðinn. Við fórum einnig í tívólíið og dagurinn var semsagt snilld í alla staði.
Mánudagurinn fór mikið til í að sjá hvað var til í hillum verslana og svo grilluðum við góðan mat um kvöldið.
Þriðjudagurinn var svo tekinn rólega og við skelltum okkur í gönguferð um borgina svona rétt til að kveðja. Við flugum svo til Danmerkur og þaðan til Íslands.
Þessi ferð var algjör snilld i alla staði og Kristjón og Nína voru alveg frábær að leyfa okkur að gista hjá sér og eyða tíma með okkur þarna, snillingar......
Það er hellingur sem að ég er að sleppa úr en ég er svo þreyttur núna að ég man ekki meira...
Mig langaði að gera grein fyrir því hvað gerðist í Stokkhólmi þá daga sem að við vorum þar. Þetta byrjaði að sjálfssögðu á því að við lentum í hádeginu á föstudaginn á Arlanda flugvelli. Við skutumst svo með hraðlestinni inn í central Stokkhólm og fórum með töskurnar okkar á skrifstofuna þar sem að ég var að vinna þarna. Við heilsuðum upp á fólkið og skelltum okkur svo í að labba aðeins um borgina. Við vorum alveg í sjöunda himni með þetta og veðrið var fínt. Við fórum og fengum okkur að éta á indverskum stað á Gamla Stan sem að við höfum mikið dálæti á. Eftir þetta fórum við að hitta Kristjón og Nínu og fórum með þeim heim til þeirra þar sem að við gistum í þessari ferð.
Á laugardeginum byrjuðum við á þvi að koma okkur í miðborgina aftur og fórum á Nýlistasafnið þar sem að það var alltaf lokað þann tíma sem að við bjuggum þarna. Það var rosalega gaman að skoða safnið og fullt af spennandi hlutum í gangi þarna. Eftir þetta röltum við í búðir og fórum svo þangað sem að við gistum. Við fórum fjögur saman út að borða um kvöldið á Cafe Beirut sem að var alveg stórkostlegt. Eftir matinn var svo farið heim að slappa af.
Sunnudagurinn bankaði upp á með þvílíkt góðu veðri og við fórum öll á bátnum í siglingu um skerjagarðinn. Við fórum einnig í tívólíið og dagurinn var semsagt snilld í alla staði.
Mánudagurinn fór mikið til í að sjá hvað var til í hillum verslana og svo grilluðum við góðan mat um kvöldið.
Þriðjudagurinn var svo tekinn rólega og við skelltum okkur í gönguferð um borgina svona rétt til að kveðja. Við flugum svo til Danmerkur og þaðan til Íslands.
Þessi ferð var algjör snilld i alla staði og Kristjón og Nína voru alveg frábær að leyfa okkur að gista hjá sér og eyða tíma með okkur þarna, snillingar......
Það er hellingur sem að ég er að sleppa úr en ég er svo þreyttur núna að ég man ekki meira...
6/16/2004
Mættur......
Er hálfvegis mættur í vinnunna eftir stuttan en hnitmiðaðan svefn. Er svo gargandi ánægður með ferðina til Sverige að ég er að flippa. Ég mun verða að setja punkta úr ferðinni hér inn bráðlega...
Er hálfvegis mættur í vinnunna eftir stuttan en hnitmiðaðan svefn. Er svo gargandi ánægður með ferðina til Sverige að ég er að flippa. Ég mun verða að setja punkta úr ferðinni hér inn bráðlega...
6/10/2004
Stockholm Calling......
Ég og Hjördís munum leggja af stað til Svíþjóðar í fyrramálið til að hafa það gott með félögum okkar. Ég er rosalega spenntur og mun örugglega blogga eitthvað pínu um helgina.........
Hafið það gott....
Ég og Hjördís munum leggja af stað til Svíþjóðar í fyrramálið til að hafa það gott með félögum okkar. Ég er rosalega spenntur og mun örugglega blogga eitthvað pínu um helgina.........
Hafið það gott....
Skoðunin..
19 ára gamall Opel Record fékk 05 miða í dag án athugasemda og hann er ótrúlega sáttur og mun dansa alla helgina..
19 ára gamall Opel Record fékk 05 miða í dag án athugasemda og hann er ótrúlega sáttur og mun dansa alla helgina..
6/08/2004
Ofurmenninn.....
Nú styttist í Stokkhólm og ég er að verða nokkuð spenntur. Það er verið að skipt um þakrennur á húsinu heima og ég spjallaði við strákana í morgun. Þetta eru svonu ofur gaurar sem að virðast vera út úr teiknimyndabók. Allir í sérstökum göllum og með allar græjur á lofti. Ég er ánægður með þá og ég hef heyrt að þeir séu bestu gaurarnir í bransanum hérna sunnan heiða. Fyrirtækið heitir Viðar&Óskar, nokkuð frumlegt.
Annars kom Gummi í mat í gærkveldi og við möluðum öll í sófanum eftir kjötát. Gummi fer líklega til Osló í þessari viku og kannski fer hann á föstudaginn eins og við, allavega giska ég á það. Ásgrímur hringdi í gær og hann var að fara í sjóinn og ég hef ekki komist í tvö síðustu skipti og það einfaldlega gengur ekki upp að vera sú persóna sem að talar en framkvæmir ekki. Ég einfaldlega verð að komast í hafið sem fyrst en við höfum þó þá reglu að það er bannað að fara einn.
Annars er ekkert að frétta þannig lagað nema að ég er hress.........
Syco
Nú styttist í Stokkhólm og ég er að verða nokkuð spenntur. Það er verið að skipt um þakrennur á húsinu heima og ég spjallaði við strákana í morgun. Þetta eru svonu ofur gaurar sem að virðast vera út úr teiknimyndabók. Allir í sérstökum göllum og með allar græjur á lofti. Ég er ánægður með þá og ég hef heyrt að þeir séu bestu gaurarnir í bransanum hérna sunnan heiða. Fyrirtækið heitir Viðar&Óskar, nokkuð frumlegt.
Annars kom Gummi í mat í gærkveldi og við möluðum öll í sófanum eftir kjötát. Gummi fer líklega til Osló í þessari viku og kannski fer hann á föstudaginn eins og við, allavega giska ég á það. Ásgrímur hringdi í gær og hann var að fara í sjóinn og ég hef ekki komist í tvö síðustu skipti og það einfaldlega gengur ekki upp að vera sú persóna sem að talar en framkvæmir ekki. Ég einfaldlega verð að komast í hafið sem fyrst en við höfum þó þá reglu að það er bannað að fara einn.
Annars er ekkert að frétta þannig lagað nema að ég er hress.........
Syco
6/05/2004
Gengið á skyrdollu....
Hó Hó, vildi bara minna ykkur á að fara ekki margra klukkustunda fjallgöngu á einni skyrdós. Ég fann mig í þeirri hræðilegu aðstöðu að vera fastur í klóm sykursjokks fyrir utan bensínstöð á AKRANESI.. Þegar að ég hélt að ég væri búin að jafna mig og keyrði af stað þá varð mér svo óglatt að ég þurfti að stoppa og æla. Sem betur fer er ég giftur góðum co-driver svo að Hjördís settist undir stýri og kom okkur heim. Fjallgangan var erfiðari en ég hélt en þetta var dúndurgaman fram að bensínstöðvarmálinu. Hjördís leiddi gönguna eins og hershöfðingi og gaf ekkert eftir. Annað er það að ég fékk mér ekkert kaffi áður en ég fór svo að ég fékk höfuðverk koffín fíkilsins í verðlaun þannig að þessi kokteill var alveg til að gera mig lifandi dauðann.
Nú er ég hressari en allir og að horfa á The thin red line. Hrikalega eru stríð fáranleg, nenni samt ekki að básúna um það núna. Las á WWW.NME.COM að Pixies hefði snúið London við með snilldartónleikum þar. Ég er svo ánægður að þetta gengur vel hjá þeim, þau eru svo sannarlega búin að vinna fyrir því.
Hó Hó, vildi bara minna ykkur á að fara ekki margra klukkustunda fjallgöngu á einni skyrdós. Ég fann mig í þeirri hræðilegu aðstöðu að vera fastur í klóm sykursjokks fyrir utan bensínstöð á AKRANESI.. Þegar að ég hélt að ég væri búin að jafna mig og keyrði af stað þá varð mér svo óglatt að ég þurfti að stoppa og æla. Sem betur fer er ég giftur góðum co-driver svo að Hjördís settist undir stýri og kom okkur heim. Fjallgangan var erfiðari en ég hélt en þetta var dúndurgaman fram að bensínstöðvarmálinu. Hjördís leiddi gönguna eins og hershöfðingi og gaf ekkert eftir. Annað er það að ég fékk mér ekkert kaffi áður en ég fór svo að ég fékk höfuðverk koffín fíkilsins í verðlaun þannig að þessi kokteill var alveg til að gera mig lifandi dauðann.
Nú er ég hressari en allir og að horfa á The thin red line. Hrikalega eru stríð fáranleg, nenni samt ekki að básúna um það núna. Las á WWW.NME.COM að Pixies hefði snúið London við með snilldartónleikum þar. Ég er svo ánægður að þetta gengur vel hjá þeim, þau eru svo sannarlega búin að vinna fyrir því.
6/04/2004
Hvar er Hjördís.......
Það er tvennt í þessu öllu saman. Annað hvort er bloggið mitt orðið of hátíðlegt eða það les það enginn. Það hefur engin kvartað undan ruglinu sem að ég er að skrifa eða neitt. Nei nei það skiptir ekki máli. Hjördís fór með fyrirlestur upp á Þingvöll og ég hef ekki heyrt í henni síðan. Hjördís Halldórsdóttir, Hjördís Halldórsdóttir er vinsamlegast beðin að hafa samband í upplýsingadeild Magnúsar. Ef að einhver hefur séð hana þá er sá hinn sami vinsamlegast beðin að láta mig vita í síma 555-5555.
Great veður hér á hjaranum og ég verð bara að brosa að þessu öllu saman. Það sem að hefur gerst markvert í vinnu í dag er að Helgi var klipinn í rassinn með stórri klippu og ég missti af því. Annað sem að fyndið er það að ég veit að Snorri og Gummi eru á leiðinni til Akureyrar í RÚTU með Jóni Hlaupara, það er margt sem að menn verða leggja á sig til að gera heimildarmynd. Næsta stopp Staðaarskáli, næsta stopp Víðihlíð, næsta stopp Blöndós........
Það er tvennt í þessu öllu saman. Annað hvort er bloggið mitt orðið of hátíðlegt eða það les það enginn. Það hefur engin kvartað undan ruglinu sem að ég er að skrifa eða neitt. Nei nei það skiptir ekki máli. Hjördís fór með fyrirlestur upp á Þingvöll og ég hef ekki heyrt í henni síðan. Hjördís Halldórsdóttir, Hjördís Halldórsdóttir er vinsamlegast beðin að hafa samband í upplýsingadeild Magnúsar. Ef að einhver hefur séð hana þá er sá hinn sami vinsamlegast beðin að láta mig vita í síma 555-5555.
Great veður hér á hjaranum og ég verð bara að brosa að þessu öllu saman. Það sem að hefur gerst markvert í vinnu í dag er að Helgi var klipinn í rassinn með stórri klippu og ég missti af því. Annað sem að fyndið er það að ég veit að Snorri og Gummi eru á leiðinni til Akureyrar í RÚTU með Jóni Hlaupara, það er margt sem að menn verða leggja á sig til að gera heimildarmynd. Næsta stopp Staðaarskáli, næsta stopp Víðihlíð, næsta stopp Blöndós........
Snókerinn.......
Við félagarnir Gummi, Frikki og Óskar héldum lítið billiard mót í gær. Ástæðan fyrir að ég er að segja ykkur frá því er einfaldlega sú að ég vann. Hefði ég sagt ykkur frá þessu ef að ég hefði tapað, jú ég hefði gert það sökum þess að tilgangurinn var sá að hafa gaman að þessu eins og flestu því sem að við félagarnir tökum okkur fyrir hendur. Ég er ekki eins og Morgunblaðið sem að segir bara frá því sem að er hentugt fyrir flokkinn og blaðið.
Við félagarnir Gummi, Frikki og Óskar héldum lítið billiard mót í gær. Ástæðan fyrir að ég er að segja ykkur frá því er einfaldlega sú að ég vann. Hefði ég sagt ykkur frá þessu ef að ég hefði tapað, jú ég hefði gert það sökum þess að tilgangurinn var sá að hafa gaman að þessu eins og flestu því sem að við félagarnir tökum okkur fyrir hendur. Ég er ekki eins og Morgunblaðið sem að segir bara frá því sem að er hentugt fyrir flokkinn og blaðið.
Gervigreind....
Fór á fyrirlestur um gervigreind og tengsl þess við listir í Klink og Bank í gær. Gummi dró mig með sér og ég sat þarna og hlustaði á einhvern gaur rausa út úr sér hinum ýmsu upplýsingum. Drengurinn var að sjálfsögðu að tala um sína upplifun og þekkingu á þessum hlutum sem virtist vera nokkuð yfirgripsmikil. Þetta leiddi mig að hugsun um fólk og fyrirlestra. Þetta hljómaði allt rosalega fínt í mínum eyrum sökum þess að ég hef ekki mikla þekkingu á þessum hlutum. Þegar að kom svo að fyrirspurnum þá var greinilegt að sumir voru með aðrar pælingar um þessa sömu hluti og það voru fullt af góðum og gildum rökum sem að voru á skjön við pælingar fyrirlesarans. Svona virkar þetta bara, það væri hægt að ljúga mann fullan af upplýsingum um nýjar uppgötvanir í sambandi við tennisolnboga eða lesblindu, tala nú ekki um ný hjörtu sem að ganga fyrir lyftidufti. En þegar öllu var á botninn hvolft þá var gaman að þessu og maður skyggndist þarna inn í heim sem er galopinn en ég vissi bara ekki af því.
Gummi kom að sjálfsögðu með spurningar og fékk svör við þeim. Einn var þarna að spyrjast fyrir um hvað herinn væri komin langt í þessu og mátti sjá að þarna örlaði fyrir einhverri paranoiu sem að getur ekki verið annað en fyndið, greyið drengurinn.
Fór á fyrirlestur um gervigreind og tengsl þess við listir í Klink og Bank í gær. Gummi dró mig með sér og ég sat þarna og hlustaði á einhvern gaur rausa út úr sér hinum ýmsu upplýsingum. Drengurinn var að sjálfsögðu að tala um sína upplifun og þekkingu á þessum hlutum sem virtist vera nokkuð yfirgripsmikil. Þetta leiddi mig að hugsun um fólk og fyrirlestra. Þetta hljómaði allt rosalega fínt í mínum eyrum sökum þess að ég hef ekki mikla þekkingu á þessum hlutum. Þegar að kom svo að fyrirspurnum þá var greinilegt að sumir voru með aðrar pælingar um þessa sömu hluti og það voru fullt af góðum og gildum rökum sem að voru á skjön við pælingar fyrirlesarans. Svona virkar þetta bara, það væri hægt að ljúga mann fullan af upplýsingum um nýjar uppgötvanir í sambandi við tennisolnboga eða lesblindu, tala nú ekki um ný hjörtu sem að ganga fyrir lyftidufti. En þegar öllu var á botninn hvolft þá var gaman að þessu og maður skyggndist þarna inn í heim sem er galopinn en ég vissi bara ekki af því.
Gummi kom að sjálfsögðu með spurningar og fékk svör við þeim. Einn var þarna að spyrjast fyrir um hvað herinn væri komin langt í þessu og mátti sjá að þarna örlaði fyrir einhverri paranoiu sem að getur ekki verið annað en fyndið, greyið drengurinn.
6/03/2004
Breeders Sverige
Heyrði í Stjóna í Sverige í gær og spennan er að verða gríðarleg. Það verður snilld að koma aftur til Stokkhólms. Við ræddum um heima og geima og allt þar á milli. Ég verð að segja að í hvert skipti sem að vinnumálin eru rædd þá langar mig til að fara aftur. Fyrir ári síðan vorum við að pakka niður og gera okkur klár fyrir heimferð til Íslands. Tíminn er nokkuð fljótur að líða hérna á gervihnattaöld. Það er ekkert geggjað að gera hjá mér núna í vinnu þannig að ég er nokkuð rólegur.
Hef verið að hlusta á disk með Breeders sem að heitir POD, algjör snilld og ég vissi ekki að þetta band hefði verið til áður en að Pixies byrjaði.
Þessa plötu þarf ég að eignast.............
Heyrði í Stjóna í Sverige í gær og spennan er að verða gríðarleg. Það verður snilld að koma aftur til Stokkhólms. Við ræddum um heima og geima og allt þar á milli. Ég verð að segja að í hvert skipti sem að vinnumálin eru rædd þá langar mig til að fara aftur. Fyrir ári síðan vorum við að pakka niður og gera okkur klár fyrir heimferð til Íslands. Tíminn er nokkuð fljótur að líða hérna á gervihnattaöld. Það er ekkert geggjað að gera hjá mér núna í vinnu þannig að ég er nokkuð rólegur.
Hef verið að hlusta á disk með Breeders sem að heitir POD, algjör snilld og ég vissi ekki að þetta band hefði verið til áður en að Pixies byrjaði.
One of alternative rock's most promising — and frustrating — bands, the Breeders were conceived initially as a way for Pixies bassist Kim Deal and Throwing Muses guitarist Tanya Donelly to let out some suppressed creative energy and to take a break from being the second bananas in each of their main bands. Deal and Donelly both played guitar, leaving bass for Josephine Wiggs of Perfect Disaster. Taking their name from the group Deal led with her twin sister, Kelley, in their teens, the Breeders combined the spareness of Throwing Muses with the shifting dynamics and warped pop sensibilities of the Pixies. Pod, their critically acclaimed debut album, was released in 1990. Two years later, the group delivered Safari, a four-song EP that found the band getting more muscular and melodic. Soon after its recording, Donelly left the Breeders to form her own group, Belly. Kim Deal brought in her sister Kelley as her replacement
Þessa plötu þarf ég að eignast.............
6/01/2004
Meistari Jakob............
Djö var gott að slaka um helgina. Ég er þokkalega endurnærður en það er þó eitt sem að skemmir fyrir, það er lokað í Laugardagslauginni þessa vikuna. Það skal þó ekki gera útslagið. Fór að tromma í gær og það var dúndur gaman að venju, eitthvað svo nauðsynlegt að geta fengið útrás á settinu og ég er í ágætis formi bara. Það verður greinilega nóg að gera í vinnu þessa vikuna eins og venjulega. Við vorum að tala um að fara kannski í útilegu næstu helgi og vonandi gengur það upp. Ég þarf að gera Opel smá tíma í upphalningu, það er með hann eins og húsið að maður verður að halda þessu við. Annars er maður sáttur...
Djö var gott að slaka um helgina. Ég er þokkalega endurnærður en það er þó eitt sem að skemmir fyrir, það er lokað í Laugardagslauginni þessa vikuna. Það skal þó ekki gera útslagið. Fór að tromma í gær og það var dúndur gaman að venju, eitthvað svo nauðsynlegt að geta fengið útrás á settinu og ég er í ágætis formi bara. Það verður greinilega nóg að gera í vinnu þessa vikuna eins og venjulega. Við vorum að tala um að fara kannski í útilegu næstu helgi og vonandi gengur það upp. Ég þarf að gera Opel smá tíma í upphalningu, það er með hann eins og húsið að maður verður að halda þessu við. Annars er maður sáttur...