6/01/2004

Meistari Jakob............

Djö var gott að slaka um helgina. Ég er þokkalega endurnærður en það er þó eitt sem að skemmir fyrir, það er lokað í Laugardagslauginni þessa vikuna. Það skal þó ekki gera útslagið. Fór að tromma í gær og það var dúndur gaman að venju, eitthvað svo nauðsynlegt að geta fengið útrás á settinu og ég er í ágætis formi bara. Það verður greinilega nóg að gera í vinnu þessa vikuna eins og venjulega. Við vorum að tala um að fara kannski í útilegu næstu helgi og vonandi gengur það upp. Ég þarf að gera Opel smá tíma í upphalningu, það er með hann eins og húsið að maður verður að halda þessu við. Annars er maður sáttur...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home