6/05/2004

Gengið á skyrdollu....

Hó Hó, vildi bara minna ykkur á að fara ekki margra klukkustunda fjallgöngu á einni skyrdós. Ég fann mig í þeirri hræðilegu aðstöðu að vera fastur í klóm sykursjokks fyrir utan bensínstöð á AKRANESI.. Þegar að ég hélt að ég væri búin að jafna mig og keyrði af stað þá varð mér svo óglatt að ég þurfti að stoppa og æla. Sem betur fer er ég giftur góðum co-driver svo að Hjördís settist undir stýri og kom okkur heim. Fjallgangan var erfiðari en ég hélt en þetta var dúndurgaman fram að bensínstöðvarmálinu. Hjördís leiddi gönguna eins og hershöfðingi og gaf ekkert eftir. Annað er það að ég fékk mér ekkert kaffi áður en ég fór svo að ég fékk höfuðverk koffín fíkilsins í verðlaun þannig að þessi kokteill var alveg til að gera mig lifandi dauðann.
Nú er ég hressari en allir og að horfa á The thin red line. Hrikalega eru stríð fáranleg, nenni samt ekki að básúna um það núna. Las á WWW.NME.COM að Pixies hefði snúið London við með snilldartónleikum þar. Ég er svo ánægður að þetta gengur vel hjá þeim, þau eru svo sannarlega búin að vinna fyrir því.


0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home