6/27/2004

Frelsið er yndislegt, ég geri.....

Ég vaknaði snemma í morgun og fór út að hlaupa. Hjördís hvíldi sig á meðan og ég náði að skokka einhverja 3 km. Ég er ekki í nógu góðu þrekformi núna sökum reykinga. Hvernig væri að hætta þessari vitleysu. Alltaf þegar að ég fer í sjóinn núna þá byrja ég á að dofna í höndunum og ég tengi það við reykingar þar sem að blóðflæðið er ekki eins gott og það gæti verið. Við fórum með Ása og fjöl að skoða foss í Mosfellsdalnum og við Ási stungum okkur í hyl sem að þar var. Ég átti ekki von á því en hefði getað reiknað það út miðað við það að Ási er alveg æstur þegar að hann sér vatn þar sem að möguleiki er að komast ofaní. Það var nokkuð kalt en ekki svo. Við fórum svo í gufuna á Laugarvatni sem að er algjör snilld. Við skelltum okkur að sjálfsögðu í Laugarvatnið og svömluðum aðeins þar. Við fórum svo og fengum okkar að borða í Rauða húsinu..
Haldið var heim í seinni hálfleikinn...
Þetta hefur verið nokkuð góð helgi og ég er sáttur. Á morgun tekur við ný vinnuvika að sjálfsögðu og ég verð að vera duglegur þar sem að ég hef verið latur að skila af mér hinum ýmsu skýrslum og statistik. Ekki það að það hefur bara verið nóg annað að gera í vinnunni sem að gerir það að verkum að maður hefur einfaldega ekki komist yfir allt. Ég er þó á þokkalegu róli eins og venjulega þannig að ekki er hægt að kvarta. Ég hugsa bara til aýningarinnar í Kringlunni og átta mig þá á að ég hef það gott.
Í þessu orðum heyrðist í sjónvarpinu ,, frelsið er yndislegt, ég geri það sem ég vil..

MMMMMMMM

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home