6/30/2004

Bjartur


Nú líður mér vel næstu tíu mímúturnar eftir að hafa skammað Vodaphone fyrir að ofrukka mig fyrir símanotkun. Þeir ofrukkuðu mig ekkert ég bara notaði símann of mikið í útlandasímtöl. Ég á von á öðrum eins reikningi fyrir þennan mánuð þannig að ég er hættur að tala í símann. Það er samt gott að borga ekki hvað sem er og tékka aðeins hvað er á bakvið það. Einu sinni var reynt að skella á okkur 50.000 króna reikningi á flugvelli í Frankfurt sem átti að vera aukagjald fyrir bílaleigubíl. Einhverjir hefðu sennilega borgað reikninginn án þess að pæla í því. Við neituðum að borga og þetta var svo leiðrétt eftir að við komum heim.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home