6/26/2004

Holland - Svíþjóð


EM sveiflan heldur áfram og gaman að sjá Grikki taka Frakka í gær. Stórleikurinn var þó Svíþjóð og Holland sem að lauk um leið og ég renndi niður síðasta bitanum af kvöldmatnum. Ég er svekktur að sjá Svíana fara heim og það sérstaklega á móti Hollendingum. Ég hefði viljað sjá síðasta stórliðið sent heim. Nú eru Danir eftir og ég sé ekki að þeir eigi möguleika enda eru þeir komnir nógu langt. Ég er ekki annað en sannfærður um að þeim liðum sem að komu mínum mönnum heim verður refsað eins og sást áðan. Ég er pollrólegur yfir þessu og vona að Portúgalar vinni þetta sökum þess að þeir eru nú einu sinni að halda þessa keppni.
Ég er búin að heyra mikið í áhangendum Enska landsliðsins og eru allir að kenna dómaranum um tapið, hefði ekki bara verið betra að sleppa því að pakka í vörn eftir að þrjár mínútur voru liðnar af leiknum. Frakkar voru búnir að sýna þeim hvað gerist ef að þetta er reynt. Þetta kemur hjá þeim ef að þeir horfa bara á Ítalska boltann í sjónvarpinu reglulega.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home