6/19/2004

Fjallgöngudagur

Í dag var farið í fjallgöngu. Við ákváðum að fara og skoða gönguleiðir á hengilsvæðinu.
Við komust að því að það eru margar skemmtilegar gönguleiðir á svæðinu og héldum af stað. Við vorum ekkert viss hversu mikið við ætluðum að ganga en þetta endaði i 20 kílómetrum á 5 og 1/2 klukkustund. Við vorum á erfiðri leið mestan hluta leiðarinnar þannig að þetta var rosalega góð æfing fyrir okkur. Við fórum hæst upp í rúmlega 800m og þar var þoka og svo rigndi aðeins á okkur þar. Ég mæli eindregið með þessum gönguleiðum þarna sökum þess að það eru flestar leiðar stikaðar þannig að það er erfitt að villast. Það eru meira að segja mismunandi litir á stikunum sem að segja til um erfiði leiðarinnar sem að getur verið þægilegt þegar að maður er ekki atvinnumaður í greininni. Eftir þetta stauluðumst við í Laugardagslaugina til að leyfa þreyttum líkömum að slaka á í heitu pottunum. Nú er annað augað sofnað ásamt fótum og puttarnir rétt ná að detta á lyklaborðið. Snilldardagur í faðmi fjalla....

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home