6/20/2004

Sunday.........


Dagurinn var tekinn snemma og Peugeot fékk þvottinn sinn. Ég tók bílinn alveg í gegn eftir að hann hafði kvartað undan því að Opelinn hefði fengið meiri umhyggju upp á síðkastið. Þetta er ekki alveg svo einfalt því að Opel þarf alltaf að hanga heima um helgar þegar að við förum eitthvað útúr bænum. Hvað um það, þeir hljóta að geta verið sáttir sökum þess að þeir eru báðir hreinir og fínir.
Við fórum til Keflavíkur í barnaafmæli í dag. Ingólfur Heggviðsson átti afmæli og foreldrar hans Hreggó og Rut sáu um veitingar í tilefni dagsins. Við höfðum ekki hitt þau síðan tvöþúsund og tyggjó eða áður en að við fluttum til Sverige. Það voru allir hressir og þetta var mjög gaman. Við elduðum svo góðan mat hérna og átum yfir leiknum. Ég gæti étið allt núna eftir fjallgönguna í gær.

Frikki BCN hringdi í mig og við áttum stutt og hnitmiðað spjall um tónlistina og svoleiðis. Ég er búin að vera á leiðinni að tromma síðustu daga en hef ekki komið því í verk. Það er svosum í lagi ef að ég drattast fljótlega. Ég á von á tónlist frá Frikka sem að ég get farið að vinna með enda orðin þreyttur að vinna alltaf með sama dótið án þess að vita hvernig það verður endanlega.

Ég hef nákvæmlega ekkert fylgst með fréttum upp á síðkastið og er ánægður með það. Ég virðist hafa tekið frí með þingmönnum. Það er sennilega fullt að gerast en ég nenni ekki einu sinni að opna blöðin. Þetta hefur sennilega eitthvað með skólann að gera, þegar að það er ekki allt á fullu þá þarf maður ekki endilega að vera með allt á hreinu. Ég sjálfur er á hreinu þannig lagað gagnvart sjálfum mér og maka. Er það ekki málið.

Sá að vísu aðeins í fréttablaðið í morgun þegar að ég var að skófla í mig morgunkorninu. Þar var verið að gera einhverja úttekt á stefnumóta dæmi á netinu og áhuga karlmanna á því að kynnast konum frá Rússlandi og svoleiðis. Hvað á maður að segja um þetta. Eitthvað er um það að konur hafa lent í einhverjum aumingjum sem að eru að fara illa með þær og er það ekki gott. Ég fór út að reykja eftir mogunkornið og fór að hugsa um þetta. Ég kannast við mann sem að kynntist konu frá Rússlandi á þennan hátt og hún býr með honum hér og allt í góðum gír eftir því að ég best veit. Getur verið að prósenta þeirra kvenna sem að lenda í einhverjum aumingjum á þennan hátt sé minni eða meiri en þeirra sem að lenda í aumingjum frá sínu eigin landi þ.e Íslandi. Það er fullt af konum hérna á Íslandi sem að lifa við ofbeldi á heimilum sínum sem að hræðilegt að hugsa um.
Það sem að hræðilegast er að hugsa um er þetta mannsal sem að er alltaf að aukast. Ég fæ alltaf hnút í magann þegar að ég hugsa um myndina Lilja 4ever sem á að vera skylda að horfa á. Helvítis aumingjarnir....

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home