6/26/2004

Dagurinn


Það var gott að sofa út í dag og ég staulaðist á lappir eftir að klukkan sló tólf í kirkjum landsmanna. Við félagarnir fórum í sjósund í gærkveldi og var það mjög notalegt. Sjórinn var aðeins kaldari í gær en hann var á mánudaginn. Ástæðan fyrir því er einfaldlega hversu kalt hefur verið upp á síðkastið. Við lágum eftir þetta í pottinum í Nauthólsvíkinni og var það mjög notanlegt einnig. Við vorum gómaðir af áhugasömum einstakling sem að vildi fá okkur í Sjósundfélag Íslands sem að er nýlega stofnað. Það er eflaust gaman að hitta fleiri sem að eru í sömu pælingum því að þetta er eitt af því betra sem að ég hef komist í. Það er eitthvert ástand sem að maður fer í eftir þetta og tel ég þetta vera mjög gefandi áhugamál.
Ég og Hjördís fórum í Laugardagslaugina eftir hádegi og tókum smá gufusession þar. Við skruppum svo á Sólon og fengum okkur að borða. Kringlan var heimsótt eins og venjulega og keyptum við þar í kvöldmatinn.
Nú er verið að horfa á kosningatölur og kvöldið nokkuð óþekkt stærð. Við ætlum að fara með Ásgrími, Lindu og Co út úr bænum á morgun og stefnan sett á einhverja netta göngu og að hafa það gaman.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home