12/31/2004

Ég vill óska öllum gleðilegs nýs árs og þakka fyrir það sem er að líða.

Vona að allir hafi það gott í kvöld og farið varlega með flugeldana.

Maggi

12/30/2004

Bloggað yfir kassanum.......
Ætlaði að logga mig inn og vinna aðeins í birgðarmálum þá er vírus í skjalinu sem að ég sendi mér, hversu vitlaust er þetta allt saman.
Það er ekki annað hægt en að pissa á sig af spenningi yfir Alias núna, þátturinn í kvöld var rosalegur og þar mátti einnig heyra í Quarashi spila lagið Stick´em up. Það er alltaf gaman að heyra íslenska tóna í erlendum spennuþáttum. Nú er Jack Bristow farinn að gruna hver er eiturpési innan hópsins, hlýtur að hljóma spennandi fyrir þá sem ekki vita um þessa þætti. Félagi í Stokkhólmi hringdi áðan og ég átti gott spjall eins og venjulega, kannski skyldi hann ekki að ég þurfti að slíta samtalinu þegar að Alias hófst. Þetta er svona eins og að einhver hefði ætlað að hafa af manni barnatímann í gamla daga þegar að ekki var sjónvarp á fimmtudögum og sjónvarpið fór í eins mánaðar frí á sumrin. Gjörsamlega heilagur tími meðan á Alias stendur. Var í vandræðum með efnistök í skýrslu í félagfræði um daginn og ég ákvað að rýna aðeins betur í þessa þætti og ég fékk tæplega níu fyrir það (8). Ef að það er ekki einhver að spila á gítar með rafmagnsþeytara í sjónvarpinu.
Það er pínu skrýtið að vera í fríi á morgun, ég er ekki alveg að skilja þetta. Maður þarf ekki að fara sofa og tölfræðin fyrir þrif og þvott fer í algjört rugl yfir svona hátíðir. Maður fer úr 3,2 þvottavélum í 2,4 miðað við nýjustu tölur. Útstreymi af bankareikningi fer líka í vitleysu þar sem að lítið sem ekkert eyðist út þegar að búðir eru lokaðar. Nú fara útsölur að fara í gang og fullt af fólki liggur fyrir framan lappana sína og ákveður hvaða hlutir eiga að fara á útsölu, þetta er nú eiginlega smá skot á félaga sem að þekkja um hvað er rætt. Venjulegt fólk gerir sér ekki alveg grein fyrir því að það er ekki sjálgefið að flík sem kostaði 10.000 kosti allt í einu 7.000 þegar að strikamerkið er skannað. Ónei, þetta er ekki svo einfalt þó svo að það sé ekkert svo rosalega flókið heldur.
Nú er það nýjasta hér að við höfum ákveðið að stefna á að hætta okkur aftur í líkamsrækt eftir nokkura ára hlé frá þesskonar stöðum. Við gleymdum okkur einu sinni í þessu og fengum leiða eftir að hafa æft í tvo ár, fjórum sinnum í viku. Nú er staðan bara sú að ég hef ekki getað hlaupið eins mikið úti vegna veðurs og verð því að komast undir þak. Þetta verður skoðað strax eftir áramót og stefnan er sett á Laugar. Ég verð að komast í almennilegt form fyrir sumarið svo að hægt sé að hlaupa á fjöll. Svo komst ég að því að ég er orðin þrítugur þannig að maður þarf að hafa fyrir þessu.
Diskurinn sem ég reyndi að kaupa í gær er kominn í hús og það verður alltaf sérstakt að hlusta á hann sökum þess að hann var erfiður í innkaupum. Þetta er tvöfaldur safndiskur frá Smekkleysu með fullt af skemmtilegum böndum. Þetta er mikið frá því tímabili sem að var um 93-94 þar sem allt var að gerast í bransanum. Curver sagði í útvarpinu um daginn að þetta hefði verið mjög sérstakur tími í rokksögu landans. Ég man eftir tónleikum sem ég spilaði á í MH þar sem að Curverinn sprengdi lunda í fötu á sviðinu, það var afar sérstakt og þegar að ég settist bak við settið þá var allt fullt af fiðri út um allt. Ég er ánægður að hafa fengið að upplifa þennan tíma í rokksögunni á svo skemmtilegan hátt. Nú er aftur nóg að gerast í tónslistinni á Íslandi og það er frábært. Ég hef ekkert gaman af þessu öllu en það er ekki málið, bara að tónlistarfólk hafi nóg að gera og að það hvetji fleiri til að reyna fyrir sér.
Kannski að maður geri einhverja samantekt af þessu ári á blogginu á morgun í tilefni áramóta, eða siðferðislega birgðatalningu í höfðinu, veit ekki. Allavega nota ég control F4 til að finna út úr þessu... Góða nótt.
Flugeldarnir.............
Var að vinna til rúmlega 11 í gær en það skilar sér í miklu þægilegri vinnuumhverfi í dag. Í staðinn fyrir að allt sé í skrúfunni þá er þetta bærilegt. Annars á ég von á því að þurfa ekki að vinna lengi í dag og svo er frí á morgun. Já þriggja daga frí er algjör snilld. Við förum til Önnu og Vidda á morgun og það verður örugglega stemning þar. Það er eitthvað skrýtið við það að árið 2005 sé að detta inn, var einhver búin að spá í því. Ég ætla ekki að kaupa neina flugelda núna en ég keypti helling í fyrra, ég hef samt verið að spá í því að maður er að styrkja skátana með því að kaupa þetta drasl en það eru jú þeir sem sækja mann upp á fjöll ef að vandræði verða í fjallgöngunum. Ég styrkti þá svo mikið í fyrra að það er nóg í bili. Eitt er þó að ég missi af öðrum sprengjum ef ég er að skjóta upp sjálfur. Við höfum stundum farið upp í Perlu til að sjá allar sprengjurnar en þar safnast fólk oft saman til að missa vitið yfir þessu. Annars væri ég til í að vera á hamfarasvæðunum að hjálpa til þessa stundina, það veitir örugglega ekki af hjálp þarna. Ég er þó búin að gefa aðeins í söfnunina þó að það hafi ekki verið mikið.

12/29/2004

Erfiður diskur......

Ætlaði að dútla mér við að kaupa einn disk í hádeginu og það endaði í hálftíma stappi. Það var tekið þrisvar af kortinu mínu og ég var sakaður um að ljúga því. Ég nenni ekki að fara djúpt í þetta mál en það endaði með að ég hætti við að kaupa diskinn fór úr búðinni og kvartaði síðan hálftíma seinna. Þjónustan sem ég fékk var svo rosaleg að ég bara trúi ekki að fyrirtæki sé með svona starfsmann í vinnu hjá sér. Ég fæ diskinn sendan heim í pósti endurgjaldslaust. Verslunarstjórinn kláraði málið eins og á að gera þannig að ég er sáttur. Ég er ekki erfiður kúnni.

12/28/2004

Flugið............
Þar sem að ég sat í flugvél í fyrradag þá fór ég að hugsa meira um flutning á Reykjarvíkurflugvelli. Ef að við miðum við að hann færist til Keflavíkur þá tekur það 40 mínútur að keyra þangað miðað við að umferð sé eðlileg. Maður á að vera mættur hálftíma fyrir brottför og flugið til Akureyrar fer í allavega eina klukkustund. Þarna eru komnir tæplega þrír tímar og má segja að með bið eftir að komast úr vélinni og bið eftir töskum þá séu þetta þrír klukkutímar. Ef að keyrt er til Akureyrar þá tekur það fjóra klukkutíma rúmlega. Með flugi er maður að græða u.þ.b. einn klukkutíma en miðað við kostnað þá er maður í þokkalegum mínus. Þetta er þó miðað við að veður til keyrslu sé þokkalegt sem það er ekki alltaf. Nú hefur innanlandsflug verið að aukast með virkjunum á austurlandi og ef að byggð á eftir að styrkjast þar og fyrir norðan þá er mikið um að fólk þurfi að vera að fljúga á þessa staði vinnu sinnar vegna. Miðað við mannfjöldaspár þá mun mikil aukning verða á höfuðborgarsvæðinu og leiðir þar af að fólk þarf að geta nýtt sér flug til staða út á landi þar sem flugvellir eru. Við eigum að verða 350 þúsund árið 2050 þannig að þeir sem vilja notfæra sér flugið verða að sjálfssögðu fleiri. Ég get með engu móti samþykkt að það þurfi endilega að gera íbúðabyggð þar sem flugvöllurinn er núna svo að dýrar fasteignir fyrir þá efnameiri komist fyrir. Það er nóg pláss til að byggja hérna á Reykjavíkursvæðinu og svo er hægt að byggja upp í loftið líka. Þetta þarf ekki allt að vera á einni eða tveimur hæðum hérna. Varðandi öryggi þeirra sem búa við flugvöllinn þá er það staðreynd að meiri möguleikar eru að slasa sig á gallabuxunum sínum en að verða fyrir flugvél. Auðvitað er möguleikinn fyrir hendi en öryggisstaðlar hjá flugfélögum hér eru mjög háir og mjög ólíklegt er að eitthvað beri útaf. Þjóðvegur númer eitt til Akureyrar er ekkert til að hrópa húrra yfir og hafa þungaflutningar á þeirri leið aukist gríðarlega á síðustu árum. Þetta gerir það að verkum að sumir vilja kannski notfæra sér flugið bæði sökum öryggis og svo tímasparnaðar, þetta verður ekki ef að flugvöllurinn fer af svæðinu. Þessar hugmyndir um flutning vallarins finnst mér vera afar vanhugsaðar.

12/27/2004

Jólin.......

Við erum mætt aftur úr vetrarríkinu Akureyri. Þessi ferð var algjör snilld og það kom mér mikið á óvart. Allir voru í jólagír og við elduðum kræsingar á aðfangadag og jóladag fyrir foreldra okkar. Okkur var svo boðið í mat í gær þannig að við þurftum ekkert að hafa fyrir því. Það var gott að við flugum norður því snjómagnið var svo mikið að ljónið hefði bara orðið undir þessu. Það var samt afar jólalegt og mér skilt að það hafi ekki verið svona hér í Reykjavík. Ég náði að hvíla mig mjög vel en svo þurfti ég endilega að vera andvaka í nótt. Mér líður pínu eins og ég hafi verið að eitra fyrir mér með öllu þessu áti, líður hálf skringilega ennþá. Það er mikið að gera í vinnu núna þar sem að vinnudagar eru færri en venjulega. Það verður því span á mér í dag en ég er búin að lofa sjálfum mér að fara í sund í kvöld og svitna í gufunni. Ég er bara nokkuð hress annars en á eftir að taka púlsinn á nokkrum félögum í tilefni jólanna.

12/23/2004

Gleðileg Jól mínir kæru félagar.

Hafið það gott og borðið rosalega mikið.

12/22/2004

Vinnan

Þessi dagur stefnir í 15 til 16 tíma, ég er búin að belgja mig út af nammi og svoleiðis hollustu. Kaffi og sígó hafa komið nokkrum sinum í heimsókn. Það verður gott að komast heim í sturtu og
svoleiðis. Heilbrigt og gott líferni er mitt millinafn í dag..
Röðin.........

Hef verið að vinna síðan klukkan 06:00 í morgun og er alveg rosalega hress ennþá. Stóð í röð áðan þar sem ég fór með pakka á flutningamiðstöð, það var gaman að fylgjast með hinu óformlega félagslega taumhaldi þarna í biðröðinni. Það var engin biðröð þannig séð heldur samanstóð þetta af 9 stressuðum manneskjum og einni rólegri (ég). Fólk var meira að spá í hvort einhver væri að svindla sér framfyrir en að standa einfaldlega og bíða eftir kalli. Það voru ræskingar og svona komment sem áttu að vera til þess gerðar að gerandi myndi ekki gleymast í hópnum. Svo var þessum kommentum snúið upp í lélegt grín sem voru alveg til að gera út um klaufaskapinn. Merkilegt mannfólkið...................
Veit ekki hve lengi ég mun vinna í dag en kvöldið verður á rólegu nótunum,,, vonandi......

12/21/2004

Alló............

Hef ekki verið í stuði fyrir blogg síðustu daga þar sem ég hef þurft að hugsa um aðra hluti (þvílík afsökun) , nei ég hef bara gleymt að blogga. Í gær sótti ég einkunnir mínar og var búin að sjá fyrir fall í spænsku, hvað gerðist jú ég náði þessu öllu saman. Ég var ekki að skora hátt í þessari lotu en er engu að síður sáttur því að þetta eru jú alltaf 9 einingar hvað sem ég skora hátt (sjálfsréttlæting)....... Veit ekki hvort að einhver sá þrefalda heljarstökkið sem ég tók þegar ég sá að allt var staðið en ég náði stökkinu með skrúfu sem ekki hefur verið framkvæmd áður sökum þess að engum hefur dottið í hug að framkvæma þetta með skrúfur í vasanum. Á laugardaginn tókum við og máluðum skrifstofuna okkar í staðinn fyrir að þrífa veggina og það kom vel út, einnig var þurkað af öllu hátt og lágt þannig að andrúmsloftið hér er eins og best verður á kosið og minnir staðurinn helst á skurðstofu (dauðans). Ég er búin að kaupa allar jólagjafir nema part af einni og mun ég klára það í kvöld ásamt því að pakka þeim öllum inn. Við förum í flug þann 23. des um kvöldið og sýnist mér allt stefna í að við verðum hlaðinn pökkum þannig að spurning er hvort að vélin nái á loft. Það er eins gott að borgarstjórinn verði ekki búin að færa flugvöllinn strax þar sem að ég mun helst aldrei nota vélarnar ef ég þarf að keyra til Keflavíkur til að fljúga. Hvaða vitleysa er þetta eiginlega, þetta er eins og að þurfa að koma við í Smáralindinni til að taka miða til að komast í Kringluna. Pólitískt sjá....... hvað um það, kemur í ljós. Ég vissi samt að þetta færi í vitleysu............

12/17/2004

@@@@@


Góður mælikvarði á eigin líðar er að ég hef ekkert að segja. Mig langar til að rakka niður einhverja menn og stofnanir en ég er að hugsa um að sleppa því. Mig dreymdi stórfuðulega í nótt og tengdist það gömlum skólafélögum úr gagnfræðiskóla. Alias þátturinn í gær var rosalegur, ég er orðin svo spenntur yfir einhverjum sjónvarpsþætti að það er ekki fyndið. Hef verið annarshugar í nokkra daga og það hefur spennt mig alveg gríðarlega upp. Það er greinilega smá tími sem það tekur að venja sig við það að vera í skólafríi.

12/15/2004

Verkefni.


Það er eitthvað lúmskt brjálað við að blogga þegar að geðveikt er að gera hjá manni. Ég er búin að renna yfir blöðin á netinu og það sem að snerti mig mest er að þúsundir mörgæsaungar eiga það á hættu að deyja úr hungri. Er ekki eitthvað hægt að gera í þessu máli. Ég horfði á Spooks í gær og þátturinn var svo spennandi að hjartslátturinn fór upp á þriðjuhæð. Það er ekki alltaf sem að þættir ná mér svona upp í loft. Kannski eins gott að Rúv standi sig fyrst að ég ætla að borga fyrir það.

12/14/2004

Ríkið......


The Empire of Maggir is a very large, safe nation, notable for its burgeoning cat population. Its hard-nosed population of 192 million are fiercely patriotic and enjoy great social equality; they tend to view other, more capitalist countries as somewhat immoral and corrupt.
All-natural foods are becoming a major fad, eight year-olds can be seen lighting up in public areas, the government helps teach children how to kill a man from six paces, and a niche industry catering to S&M enthusiasts has sprung up. Crime is totally unknown, thanks to the all-pervasive police force and progressive social policies in education and welfare.
Desember.
Þessi mánuður er ekki eins og flestir aðrir þótt hann sé svipað langur. Fólk á það til að fara í einhvern gír sem ekki er þekktur í venjulegum 5 gíra kassa. Þetta er svona tveir hraðar afturábak og tuttugu og tveir áfram, sem er ekkert mjög sniðugt. Það er þó einfalt að keyra í gegnum þetta á venjulegan hátt ef maður man að skipta niður þegar að komið er út úr kröppum beygjum. Fyndinn þessi einkahúmor minn sem að ég einn hlæ af. Ég á það til að fara að skoða eitthvað handa sjálfum mér þegar að ég kaupi eitthvað fyrir aðra. Ég veit ekki afhverju en það er samt ekki mikill tími sem fer í búðarráp í venjulegri viku hjá mér. Ég hef verið að spá í föt en ekki keypt neitt ennþá, það kemur samt að því. Mér finnst einfaldlega skemmtilegra að kaupa föt í útlöndum.
Dagurinn í dag var frekar rólegur og það gafst meira að segja tími í eina skák í hádeginu, skákin endaði með jafntefli sem var ágætlega af sér vikið þar sem andstæðingurinn er þokkalegur skákmaður. Las bloggið hans Frikkx um ævintýri hans í London, það er örugglega pínu erfitt að stökkva frá músini og fara að vinna í nýrri borg um miðjan desember, ég sendi bara baráttukveðjur til þeirra.

12/13/2004

Útvarpið á netinu..

Milli þess að rýna í Autoplan þessarar viku og liggja yfir skemmtilögum tölum þá reyndi ég að opna útvarpsstöð á Yahoo louncinu, allt gekk rosalega vel þangað til að ég var beðin um að borga, nei, frekar skal ég hlusta á fríar stöðvar sem eru í þúsunda tali. Man þegar að Óli kom tónlist Þursaflokksins á skrifstofuna í Stokkhólmi, Svíarnir urðu ekki bara hræddir heldur fengu þeir einhverskonar geðshræringarkast sem erfitt er að lýsa.
Halló..

Er einhver stofnun sem kennir hvernig eigi að höndla 8-5 vinnu, get ekki séð að það sé sjálfgefið að vinna svona stuttan vinnudag..
Ég er ekki að breyta neinu. vildi bara vita það ef eitthvað breyttist....

12/12/2004

Helgin.

Búin að sofa tvo daga í röð fram yfir hádegi, nýtt persónulegt met á þessu ári held ég. Ég þurfti svo sannarlega á þessu að halda til að geta fúnkerað vel næstu daga.
Ég og Hjördís erum búin að ráfa stefnulaust um búðir og bæi og höfum skemmt okkur vel.
Jói fel bjó til deig fyrir okkur sem við settum í ofninn áðan, massasmákökur sem að hann hefur sett saman. Annars er maður bara með kveikt á kertum og White Stripes hamast eins og vitlaust fólk í hátölurunum okkar. Þetta er búin að vera róleg og góð helgi. Unglingurinn Spidermann fékk að þvælast um á sjónvarpsskjánum okkar í gær, ég er ekki alveg að skilja þennan dreng en það er í lagi. Það er stefnt á risottó á eftir þannig að eitthvað verður í gangi í eldhúsinu, sennilegt að ég gráti yfir lauk og svona.
Verð endurnærður í vinnu á morgun og er það tilhlökkunarefni þar sem ekki er gaman að eiga það á hættu að gleypa tölvuskjá í geispinu.

12/10/2004

Gormur.......

Loksins tókst mér að finna Gorm, þarna er fjölskyldan í hreiðrinu..


12/09/2004

Afsakið.

Er að jafna mig eftir gjörsamlega svefnlausa nótt. Hefði verið betur settur í stofunni með popp og kók horfandi á eitthvað af DVD myndunum sem Hjördís kom með í gær. Verst að það var nýja Spiderman myndin sem segir frá ævintýrum lasburða unglings sem var bitinn af könguló, þvílíkur klaufi. Betra hefði verið að sjá alvöru hetju eins og Batman á skjánum.
Annars hef ég verið að spá í þeirri hugmynd sem liggur á bakvið persónu í Sval og Val bókunum. Gormur var gult og svart dýr með langt skott. Hann gat túttnað út ef að hann reiddist og þá kýldi hann með ógurlöngu skotti sínu, hann hreinlega lamdi allt í klessu. Ef að ég finn hann þá mun ég setja mynd af honum hérna. Hann er einn af persónum sem að gerðu æskuna einfaldlega betri.

12/08/2004

Mættur...........

Fari það í fjórtán flautusleikjóa, prófin búin og ég er ekki nógu sáttur. Það kemur í ljós 20. des hver grafskriftin verður. Nenni ekki að tjá mig meira um það í bili... Allavega er ég mættur aftur til leiks og mun blogga allt í klessu.

12/01/2004

Prófin nálgast

Er að fara að leggjast undir feld og horfa á eld fram að prófum. Nú er komið að því að lesa sig máttlausan í nokkra daga og setjast svo niður og skrifa allt sem maður kann í tveimur klukkustunda hollum. Hvað kemur út úr því, vonandi jákvæð tala sem sýnir fram á að einhver hefur verið með eyrun opin í nokkra klukkutíma á viku síðan í haust. Svo safnast þessir punktar saman og verða að einu heilsteyptu plaggi sem veitir aðgang að einhverri annari stofnun sem býður upp á svipaða meðferð nema þá helst til aðeins þyngri...
Ég ætla að verða borgarstjóri

Hef ekki haft tíma til að blogga nokkurn skapaðan hlut.
Hvað það maður að gera til að verða borgarstjóri í Reykjavík.
Jú maður gæti byrjað á að vera fulltrúi á launaskrifstofu fjármálaráðuneytisins svo getur maður verið starfsmaður á rannsóknarstofu í kvennafræðum, verið svo framkvæmdastjóri Hallveigarstaða og starfað á skrifstofu Kvenfélagasambands Íslands. Kannski þarf maður að gera eitthvað fleira eins og að sinna félagastörfum, maður getur til dæmis verið æstur í að vera formaður í einhverjum félögum í HÍ ef að maður nemur þar. Til dæmis formaður stúdentaráðs og vera í stjórn félagsstofnunnar stúdenta. Það er nauðsynlegt að fá einhverja með sér í að stofna einhver samtök eins og Grósku, samtökum jafnaðarmanna og félagshyggjufólks. Nausynlegt er að vera varamaður í hafnarstjórn, einnig er alveg bráðnausynlegt að vera fyrsti ritari Samfylkingarinnar á einhverjum tímapunkti....Þetta allt saman er fínn kokteill til að fá netfangið borgarstjóri @ rvk. is ...... Annars sá ég Guðlaug þór vera að kaupa köku hjá Jóa Fel, kannski var það handa borgarstjóranum....