12/01/2004

Prófin nálgast

Er að fara að leggjast undir feld og horfa á eld fram að prófum. Nú er komið að því að lesa sig máttlausan í nokkra daga og setjast svo niður og skrifa allt sem maður kann í tveimur klukkustunda hollum. Hvað kemur út úr því, vonandi jákvæð tala sem sýnir fram á að einhver hefur verið með eyrun opin í nokkra klukkutíma á viku síðan í haust. Svo safnast þessir punktar saman og verða að einu heilsteyptu plaggi sem veitir aðgang að einhverri annari stofnun sem býður upp á svipaða meðferð nema þá helst til aðeins þyngri...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home