12/29/2004

Erfiður diskur......

Ætlaði að dútla mér við að kaupa einn disk í hádeginu og það endaði í hálftíma stappi. Það var tekið þrisvar af kortinu mínu og ég var sakaður um að ljúga því. Ég nenni ekki að fara djúpt í þetta mál en það endaði með að ég hætti við að kaupa diskinn fór úr búðinni og kvartaði síðan hálftíma seinna. Þjónustan sem ég fékk var svo rosaleg að ég bara trúi ekki að fyrirtæki sé með svona starfsmann í vinnu hjá sér. Ég fæ diskinn sendan heim í pósti endurgjaldslaust. Verslunarstjórinn kláraði málið eins og á að gera þannig að ég er sáttur. Ég er ekki erfiður kúnni.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home