@@@@@
Góður mælikvarði á eigin líðar er að ég hef ekkert að segja. Mig langar til að rakka niður einhverja menn og stofnanir en ég er að hugsa um að sleppa því. Mig dreymdi stórfuðulega í nótt og tengdist það gömlum skólafélögum úr gagnfræðiskóla. Alias þátturinn í gær var rosalegur, ég er orðin svo spenntur yfir einhverjum sjónvarpsþætti að það er ekki fyndið. Hef verið annarshugar í nokkra daga og það hefur spennt mig alveg gríðarlega upp. Það er greinilega smá tími sem það tekur að venja sig við það að vera í skólafríi.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home