12/09/2004

Afsakið.

Er að jafna mig eftir gjörsamlega svefnlausa nótt. Hefði verið betur settur í stofunni með popp og kók horfandi á eitthvað af DVD myndunum sem Hjördís kom með í gær. Verst að það var nýja Spiderman myndin sem segir frá ævintýrum lasburða unglings sem var bitinn af könguló, þvílíkur klaufi. Betra hefði verið að sjá alvöru hetju eins og Batman á skjánum.
Annars hef ég verið að spá í þeirri hugmynd sem liggur á bakvið persónu í Sval og Val bókunum. Gormur var gult og svart dýr með langt skott. Hann gat túttnað út ef að hann reiddist og þá kýldi hann með ógurlöngu skotti sínu, hann hreinlega lamdi allt í klessu. Ef að ég finn hann þá mun ég setja mynd af honum hérna. Hann er einn af persónum sem að gerðu æskuna einfaldlega betri.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home