12/28/2004

Flugið............
Þar sem að ég sat í flugvél í fyrradag þá fór ég að hugsa meira um flutning á Reykjarvíkurflugvelli. Ef að við miðum við að hann færist til Keflavíkur þá tekur það 40 mínútur að keyra þangað miðað við að umferð sé eðlileg. Maður á að vera mættur hálftíma fyrir brottför og flugið til Akureyrar fer í allavega eina klukkustund. Þarna eru komnir tæplega þrír tímar og má segja að með bið eftir að komast úr vélinni og bið eftir töskum þá séu þetta þrír klukkutímar. Ef að keyrt er til Akureyrar þá tekur það fjóra klukkutíma rúmlega. Með flugi er maður að græða u.þ.b. einn klukkutíma en miðað við kostnað þá er maður í þokkalegum mínus. Þetta er þó miðað við að veður til keyrslu sé þokkalegt sem það er ekki alltaf. Nú hefur innanlandsflug verið að aukast með virkjunum á austurlandi og ef að byggð á eftir að styrkjast þar og fyrir norðan þá er mikið um að fólk þurfi að vera að fljúga á þessa staði vinnu sinnar vegna. Miðað við mannfjöldaspár þá mun mikil aukning verða á höfuðborgarsvæðinu og leiðir þar af að fólk þarf að geta nýtt sér flug til staða út á landi þar sem flugvellir eru. Við eigum að verða 350 þúsund árið 2050 þannig að þeir sem vilja notfæra sér flugið verða að sjálfssögðu fleiri. Ég get með engu móti samþykkt að það þurfi endilega að gera íbúðabyggð þar sem flugvöllurinn er núna svo að dýrar fasteignir fyrir þá efnameiri komist fyrir. Það er nóg pláss til að byggja hérna á Reykjavíkursvæðinu og svo er hægt að byggja upp í loftið líka. Þetta þarf ekki allt að vera á einni eða tveimur hæðum hérna. Varðandi öryggi þeirra sem búa við flugvöllinn þá er það staðreynd að meiri möguleikar eru að slasa sig á gallabuxunum sínum en að verða fyrir flugvél. Auðvitað er möguleikinn fyrir hendi en öryggisstaðlar hjá flugfélögum hér eru mjög háir og mjög ólíklegt er að eitthvað beri útaf. Þjóðvegur númer eitt til Akureyrar er ekkert til að hrópa húrra yfir og hafa þungaflutningar á þeirri leið aukist gríðarlega á síðustu árum. Þetta gerir það að verkum að sumir vilja kannski notfæra sér flugið bæði sökum öryggis og svo tímasparnaðar, þetta verður ekki ef að flugvöllurinn fer af svæðinu. Þessar hugmyndir um flutning vallarins finnst mér vera afar vanhugsaðar.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home