12/27/2004

Jólin.......

Við erum mætt aftur úr vetrarríkinu Akureyri. Þessi ferð var algjör snilld og það kom mér mikið á óvart. Allir voru í jólagír og við elduðum kræsingar á aðfangadag og jóladag fyrir foreldra okkar. Okkur var svo boðið í mat í gær þannig að við þurftum ekkert að hafa fyrir því. Það var gott að við flugum norður því snjómagnið var svo mikið að ljónið hefði bara orðið undir þessu. Það var samt afar jólalegt og mér skilt að það hafi ekki verið svona hér í Reykjavík. Ég náði að hvíla mig mjög vel en svo þurfti ég endilega að vera andvaka í nótt. Mér líður pínu eins og ég hafi verið að eitra fyrir mér með öllu þessu áti, líður hálf skringilega ennþá. Það er mikið að gera í vinnu núna þar sem að vinnudagar eru færri en venjulega. Það verður því span á mér í dag en ég er búin að lofa sjálfum mér að fara í sund í kvöld og svitna í gufunni. Ég er bara nokkuð hress annars en á eftir að taka púlsinn á nokkrum félögum í tilefni jólanna.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home