12/12/2004

Helgin.

Búin að sofa tvo daga í röð fram yfir hádegi, nýtt persónulegt met á þessu ári held ég. Ég þurfti svo sannarlega á þessu að halda til að geta fúnkerað vel næstu daga.
Ég og Hjördís erum búin að ráfa stefnulaust um búðir og bæi og höfum skemmt okkur vel.
Jói fel bjó til deig fyrir okkur sem við settum í ofninn áðan, massasmákökur sem að hann hefur sett saman. Annars er maður bara með kveikt á kertum og White Stripes hamast eins og vitlaust fólk í hátölurunum okkar. Þetta er búin að vera róleg og góð helgi. Unglingurinn Spidermann fékk að þvælast um á sjónvarpsskjánum okkar í gær, ég er ekki alveg að skilja þennan dreng en það er í lagi. Það er stefnt á risottó á eftir þannig að eitthvað verður í gangi í eldhúsinu, sennilegt að ég gráti yfir lauk og svona.
Verð endurnærður í vinnu á morgun og er það tilhlökkunarefni þar sem ekki er gaman að eiga það á hættu að gleypa tölvuskjá í geispinu.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home