12/15/2004

Verkefni.


Það er eitthvað lúmskt brjálað við að blogga þegar að geðveikt er að gera hjá manni. Ég er búin að renna yfir blöðin á netinu og það sem að snerti mig mest er að þúsundir mörgæsaungar eiga það á hættu að deyja úr hungri. Er ekki eitthvað hægt að gera í þessu máli. Ég horfði á Spooks í gær og þátturinn var svo spennandi að hjartslátturinn fór upp á þriðjuhæð. Það er ekki alltaf sem að þættir ná mér svona upp í loft. Kannski eins gott að Rúv standi sig fyrst að ég ætla að borga fyrir það.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home