12/21/2004

Alló............

Hef ekki verið í stuði fyrir blogg síðustu daga þar sem ég hef þurft að hugsa um aðra hluti (þvílík afsökun) , nei ég hef bara gleymt að blogga. Í gær sótti ég einkunnir mínar og var búin að sjá fyrir fall í spænsku, hvað gerðist jú ég náði þessu öllu saman. Ég var ekki að skora hátt í þessari lotu en er engu að síður sáttur því að þetta eru jú alltaf 9 einingar hvað sem ég skora hátt (sjálfsréttlæting)....... Veit ekki hvort að einhver sá þrefalda heljarstökkið sem ég tók þegar ég sá að allt var staðið en ég náði stökkinu með skrúfu sem ekki hefur verið framkvæmd áður sökum þess að engum hefur dottið í hug að framkvæma þetta með skrúfur í vasanum. Á laugardaginn tókum við og máluðum skrifstofuna okkar í staðinn fyrir að þrífa veggina og það kom vel út, einnig var þurkað af öllu hátt og lágt þannig að andrúmsloftið hér er eins og best verður á kosið og minnir staðurinn helst á skurðstofu (dauðans). Ég er búin að kaupa allar jólagjafir nema part af einni og mun ég klára það í kvöld ásamt því að pakka þeim öllum inn. Við förum í flug þann 23. des um kvöldið og sýnist mér allt stefna í að við verðum hlaðinn pökkum þannig að spurning er hvort að vélin nái á loft. Það er eins gott að borgarstjórinn verði ekki búin að færa flugvöllinn strax þar sem að ég mun helst aldrei nota vélarnar ef ég þarf að keyra til Keflavíkur til að fljúga. Hvaða vitleysa er þetta eiginlega, þetta er eins og að þurfa að koma við í Smáralindinni til að taka miða til að komast í Kringluna. Pólitískt sjá....... hvað um það, kemur í ljós. Ég vissi samt að þetta færi í vitleysu............

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home