12/30/2004

Flugeldarnir.............
Var að vinna til rúmlega 11 í gær en það skilar sér í miklu þægilegri vinnuumhverfi í dag. Í staðinn fyrir að allt sé í skrúfunni þá er þetta bærilegt. Annars á ég von á því að þurfa ekki að vinna lengi í dag og svo er frí á morgun. Já þriggja daga frí er algjör snilld. Við förum til Önnu og Vidda á morgun og það verður örugglega stemning þar. Það er eitthvað skrýtið við það að árið 2005 sé að detta inn, var einhver búin að spá í því. Ég ætla ekki að kaupa neina flugelda núna en ég keypti helling í fyrra, ég hef samt verið að spá í því að maður er að styrkja skátana með því að kaupa þetta drasl en það eru jú þeir sem sækja mann upp á fjöll ef að vandræði verða í fjallgöngunum. Ég styrkti þá svo mikið í fyrra að það er nóg í bili. Eitt er þó að ég missi af öðrum sprengjum ef ég er að skjóta upp sjálfur. Við höfum stundum farið upp í Perlu til að sjá allar sprengjurnar en þar safnast fólk oft saman til að missa vitið yfir þessu. Annars væri ég til í að vera á hamfarasvæðunum að hjálpa til þessa stundina, það veitir örugglega ekki af hjálp þarna. Ég er þó búin að gefa aðeins í söfnunina þó að það hafi ekki verið mikið.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home