12/01/2004

Ég ætla að verða borgarstjóri

Hef ekki haft tíma til að blogga nokkurn skapaðan hlut.
Hvað það maður að gera til að verða borgarstjóri í Reykjavík.
Jú maður gæti byrjað á að vera fulltrúi á launaskrifstofu fjármálaráðuneytisins svo getur maður verið starfsmaður á rannsóknarstofu í kvennafræðum, verið svo framkvæmdastjóri Hallveigarstaða og starfað á skrifstofu Kvenfélagasambands Íslands. Kannski þarf maður að gera eitthvað fleira eins og að sinna félagastörfum, maður getur til dæmis verið æstur í að vera formaður í einhverjum félögum í HÍ ef að maður nemur þar. Til dæmis formaður stúdentaráðs og vera í stjórn félagsstofnunnar stúdenta. Það er nauðsynlegt að fá einhverja með sér í að stofna einhver samtök eins og Grósku, samtökum jafnaðarmanna og félagshyggjufólks. Nausynlegt er að vera varamaður í hafnarstjórn, einnig er alveg bráðnausynlegt að vera fyrsti ritari Samfylkingarinnar á einhverjum tímapunkti....Þetta allt saman er fínn kokteill til að fá netfangið borgarstjóri @ rvk. is ...... Annars sá ég Guðlaug þór vera að kaupa köku hjá Jóa Fel, kannski var það handa borgarstjóranum....

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home