12/14/2004

Desember.
Þessi mánuður er ekki eins og flestir aðrir þótt hann sé svipað langur. Fólk á það til að fara í einhvern gír sem ekki er þekktur í venjulegum 5 gíra kassa. Þetta er svona tveir hraðar afturábak og tuttugu og tveir áfram, sem er ekkert mjög sniðugt. Það er þó einfalt að keyra í gegnum þetta á venjulegan hátt ef maður man að skipta niður þegar að komið er út úr kröppum beygjum. Fyndinn þessi einkahúmor minn sem að ég einn hlæ af. Ég á það til að fara að skoða eitthvað handa sjálfum mér þegar að ég kaupi eitthvað fyrir aðra. Ég veit ekki afhverju en það er samt ekki mikill tími sem fer í búðarráp í venjulegri viku hjá mér. Ég hef verið að spá í föt en ekki keypt neitt ennþá, það kemur samt að því. Mér finnst einfaldlega skemmtilegra að kaupa föt í útlöndum.
Dagurinn í dag var frekar rólegur og það gafst meira að segja tími í eina skák í hádeginu, skákin endaði með jafntefli sem var ágætlega af sér vikið þar sem andstæðingurinn er þokkalegur skákmaður. Las bloggið hans Frikkx um ævintýri hans í London, það er örugglega pínu erfitt að stökkva frá músini og fara að vinna í nýrri borg um miðjan desember, ég sendi bara baráttukveðjur til þeirra.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home