12/22/2004

Röðin.........

Hef verið að vinna síðan klukkan 06:00 í morgun og er alveg rosalega hress ennþá. Stóð í röð áðan þar sem ég fór með pakka á flutningamiðstöð, það var gaman að fylgjast með hinu óformlega félagslega taumhaldi þarna í biðröðinni. Það var engin biðröð þannig séð heldur samanstóð þetta af 9 stressuðum manneskjum og einni rólegri (ég). Fólk var meira að spá í hvort einhver væri að svindla sér framfyrir en að standa einfaldlega og bíða eftir kalli. Það voru ræskingar og svona komment sem áttu að vera til þess gerðar að gerandi myndi ekki gleymast í hópnum. Svo var þessum kommentum snúið upp í lélegt grín sem voru alveg til að gera út um klaufaskapinn. Merkilegt mannfólkið...................
Veit ekki hve lengi ég mun vinna í dag en kvöldið verður á rólegu nótunum,,, vonandi......

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home