3/21/2005

Hvað gerðist um helgina.

Ég fór inn á bloggið og var að vonast til þess að einhver hefði bloggað fyrir mig, nei ekki var það svo. Hitti Frikka í gær og væri alveg til í að vera fara til Stokkhólms eins og hann, hann er í mánaðarfríi og ætlar að flakka um skandinavíu og hitta spúsu sína og Gumma. Langt síðan að ég heyrði í Gumma, ef að ég ætti að veðja þá er hann sennilega á kafi í vinnu eins og venjulega. Gummi er þeim eiginleikum búin að geta unnið meira en flestir aðrir, allavega af þeim sem ég þekki, þekki engin vélmenni ennþá. Ég hef þá tvo grunaða um að eiga eftir að skemmta sér konunglega þegar þeir hittast, eiginleiki sem að við félagarnir búum yfir sökum þess að við erum ekki vélmenni, ennþá.
Helgin leið hratt eins og venjulega, hitti mömmu og Gylfa aðeins á laugardagskvöldið þar sem við fórum og fengum okkur að borða. Svo var þetta bara klassískt nema hvað Hjördís var að vinna báða daganna. Ég sat mestan tímann í lærdómssæti og reyndi að skilja eitthvað í þessu öllu saman. Breytan í þessu öllu saman er sennilega hækkandi hitastig sem gerði það að verkum að ég svaf ekki alveg nógu vel. Var ekki nógu fljótur að samræma ofnastillingar og loftlagshita þannig að orkuveitan og félagar voru sennilega á bullandi djammi alla helgina. Alltaf fyndið að vakna í svitakófi, kófi annan sveittur og þreyttur með kölduna í baráttu við ölduna.
Hraður hjartsláttur í bland við umhverfishljóð er breytast úr lágum venjulegum hljóðum í hávær ógnvekjandi hljóð. Furðulegt sem þetta er skrifaði maðurinn um leið og skyrdrykkurinn rann mjúklega niður sem lækur á leið í túrbínu. Hvernig ætli sé að vera bóndi í dag, ekki maður með mönnum nema að bæjarlækurinn renni í gegnum túrbínu, allir að virkja bæjarlækinn. Á þorrablótum er talað um flóknar verkræðilegar uppsetningar virkjanna og allar með formúlur og staðla á hreinu. Engin minnist á ferfættlinga eða hvort girða eigi rolluna eða skóginn. Annars skiptir það kannski ekki máli, ef að ég get rennt upp að sveitabæ og keypt á grillið þá sé ég framfarir.....

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home