Smá pæling
Það er til leikur sem snýr að því að mæla hvernig við hegðum okkur við aðstæður sem snúa að því að gefa og þiggja. Var að lesa grein um það afhverju svo mikið af peningum hafi verið gefnir til aðstoðar í tengslun við flóðin í Indlandshafi um jólin. Tveimur aðilum eru gefnar t.d 2000 krónur og annar verður gefandi og hinn þiggjandi. Þiggjandinn er ekki sýnilegur þannig að gefandi veit ekki hverjum hann er beðinn að gefa pening, Gefandinn getur gefið eins mikið og hann vill, en þiggjandi getur hafnað eða tekið boði gefandans. Ef að hann hafnar þá fær hann ekki neitt. Þetta er bara spilað einu sinni. Það segir sig sjálft að þiggjandinn græðir alltaf á því að taka tilboði sama hversu lágt það er, en það er svo skrýtið að ef að upphæðin er minni en 25% af 2000 kallinum þá eru allar líkur á að þiggjandinn neiti að taka tilboðinu. En tilraunir sýna líka að gefendur bjóða oftast 25-50% af upphæðinni. Þiggjendur neita að taka lágu tilboði því þeim finnst ekki réttlátt að svo lítið sé boðið. Sjálfselskuleg hegðun hlýtur að hafa sjálfselskulega ástæðu, eða hvað?
Veit ekki alveg en samt umhugsunarvert hvort að fólk gefur til að gefa, eða eitthvað annað.
Veit ekki alveg en samt umhugsunarvert hvort að fólk gefur til að gefa, eða eitthvað annað.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home