Dagurinn,
Jæja nú er ég að reyna að skipuleggja helgina og það sem eftir lifir dags. Ég er að fara í próf á mánudaginn og verð að lesa grimmt, svo er árshátíð með Hjördísi og félögum ásamst slatta af hreyfingu og þrifum framundan. Ég er syfjaður og vantar aðeins upp á svefninn sökum þess að Hjördís hefur ekki verið að slökkva á sjónvarpinu á skikkanlegum tíma, ég þarf að hanga í sófanum og horfa á eitthvað í kassanum þangað til að hún loksins slekkur á þessu svo við getum farið að sofa.....haha. Ég þarf að taka gríðarlega stóra ákvörðun um helgina og það er ekki mitt uppáhald.
Djöfull er ég að verða pirraður á einskonar sms friends bulli sem að kemur nú frá öllum áttum, maður fær e-mail og svo ætlar maður að henda þessu þá heldur þetta áfram og hættir ekkert, ætlaði að reyna að skoða þetta eitthvað og þá virðist þetta vera búið að grípa alla hotmail contacta og sendir svo út mail, ef að þetta er ekki pirrandi þá veit ég ekki hvað...
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home