það er nú svo.
Ég hef nettar áhyggjur af 12,5 prósent atvinnuleysi í Þýskalandi, ég hef áhyggjur af því að stutt sé eftir af skólanum og einhverju fleira sem ég man ekki eftir í augnablikinu. Er að lesa ágæta bók eftir David Lodge sem heitir Nice work, ekki komin langt en þetta gæti orðið áhugaverð lesning. Þetta er svona alvöru Trading places fílingur, held að hún hafi verið skrifuð 1986. Það er samt greinilegt að rithöfundurinn þekkir vel störf annarar sögupersónunnar en ekki alveg eins vel hjá hinni. Best að segja ekki mikið þar sem ég er á blaðsíðu 50 eða svo. Annars er brjálað að gera hérna hjá mér og ég verð að vinna fram á kvöld. Veit ekki alveg, veit ekki alveg hvernig þetta endar..
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home