3/02/2005

Flottur dagur.

Hef verið nokkur sperrtur í morgun þrátt fyrir mikla líkamlega áreynslu síðustu daga. Fór í gær og hljóp alveg rosalega og lyfti svo aðeins á eftir. Eftir þetta skellti ég mér í skólann og svo heim á koddann. Það stefnir í smá vinnutörn fimmtudag og föstudag en vonandi verður það boðlegt. Annars ekkert sérstakt, hef verið að reyna mynda mér skoðun á því hvort ég vilji fá skákmanninn fræga inn í landið eða ekki. Fer eitthvað í taugarnar á mér hvað frelsarinn talar mikið um vilja íslensku þjóðarinnar í þessu sambandi, það hefur barasta engin spurt mig út í þetta mál, þess vegna er ég að reyna að ákveða mig.
Annars varð ég að setja þessa mynd hérna inn sökum mikillar snilldar. Þetta er tekið á einhverju tölvuverkstæði og það er til mikið meira af þessum myndum. Human race...........

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home