3/13/2005

Sjálfvirkir stöðugleikavaldar

Er hérna að læra og læra og læra svo aðeins meira, týpískt að það þurfi að vera svona fallegt veður úti akkúrat þegar að maður getur ekki hreyft sig sökum anna. Það væri ekki dónalegt að vippa sér í göngugalla og keyra upp að rótum Esjunnar og labba aðeins. Smá svona pælingar þegar að maður nennir ekki að gera neitt annað. Gærkvöldið var fínt þar sem ég fór með Hjördísi á árshátíð. Það sem var kannski skemmtilegast var það að ekki voru margir á staðnum og þetta varð svona eins og einkaball með Sálinni. Sálin á nefninlega alveg ótrúlegt magn af skemmtilegum lögum sem að gaman að að hlusta á. Maturinn var fínn nema hvað hann var alltof seint á ferðinni. Dagurinn í dag mun einkennast af lærdómi, þrifum og einhverju áti. Ég er bara endalaust svangur eftir að ég byrjaði að lyfta, þeir sem þekkja til vita að ég get borðað mikið en núna er ég alltaf svangur, þetta er bara fyndið. Kannski verð ég orðin 90kg í byrjun sumars. Nei þetta er ágætt, ég er svolítið syfjaður og finnst eins og að það vanti góða þrjá tíma í svefninn minn einhversstaðar, verst að það er ekki hægt að kaupa þetta einhversstaðar, já ég ætla að fá þrjá tíma af svefni, þarf ekki poka, tek þetta á staðnum. Þetta kemur einhverntímann þegar að ég verð eldri og bilaðari.
Hefði kannski ekki átt að þrífa gluggana í gær að utan, þá sæi ég ekki hversu flott veðrið er. Ég frétti að frostið í Stokkhólmi hefði farið upp í tæplega þrjátíu gráður, shit verð ég að segja. Þórgunnur vinkona okkar á ekki eftir að koma með góðar sögur af borginni þegar að hún kemur heim í vor. Vorið hlýtur að fara detta inn þarna, annars býðst Svíum að fá eitthvað af golfstraumnum ef að þeir taka við stjórninni á Íslandi. Skil ekkert í þeim að taka þessu ekki.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home