Hvað er að gerast.
Hef ekki gefið mér tíma til að blogga síðustu daga, þetta er slappt vægast sagt, fékk komment frá bónda sem býr við brimbarðar strendur Færeyja, hann kvartaði big time undan bloggleysi. Það er búið að vera nóg að gera, helgin fór nú eiginlega í eitthvað partístand báða daganna og er það sennilega met í mínum þyngdarflokki. Það var þó brillíant afmælisveislan á laugardagskvöldið og skemmti ég mér konunglega innan um fólkið sem er í A-flokki yfir góðan húmor og skemmtilegheit. Hef verið að taka gríðarlega á því í hreyfingunni og hlaupið heimsálfa á milli, finn að ég er að komast í góðan gír. Nú fer að styttast í páska og verkefnin í skólanum stækka og stækka og ekki skrýtið þó að verið sé að fara stækka skólann minn.
Í dag á ég að færast yfir á kerfi Símans og verður fróðlegt að skoða hvernig það gengur....
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home