3/15/2005

Dagurinn

Hvað hefur dagurinn upp á að bjóða, jú vinnu og hreyfingu, svo skóla í kvöld. Það er ennþá jafn brjálæðislega kallt hérna en maður hefur bætt á sig peysu frekar en einhverju öðru. Ég fór og keypti nýju plötuna með Marz volta í gær til að gefa Hjördísi, plötur koma svona í staðinn fyrir blóm og þar sem hún er forfallinn aðdáandi þessarar hljómsveitar þá var hún afar glöð. Ég er ekki alveg að átta mig á dagatalinu, það þurfti að segja mér það þrisvar sinnum í skólanum í gær að það væri ekki skóli í næstu viku vegna páskanna, ég bara ætlaði ekki að skilja þetta enda kannski líka með hugann við vinnualmanakið og að núna sé vika 11 og búast megi við fullt af skiparútum hérna á næstunni. Annars er ekkert að því að geta sleppt því að fara í skólann í nokkra daga, það er ekkert leyndarmál að ég sef alveg þó að frí sé í skólanum. Ég tók mína stóru ákvörðun í gær og segi frá því seinna þegar að ég má, þetta kemur allt saman með kalda vatninu.
Á leiðinni í vinnunna þá var svínað á mig eins og gengur og gerist hjá þessari annars seinþroska umferðarþjóð, stundum langar mig að elta viðkomandi og öskra á hann en það gengur ekki því þá yrði ég of seinn í vinnu. Ég hef tekið eftir því að menn eru orðnir ansi glæfralegir í akstri oft á tíðum, það er kannski ýmislegt sem spilar inn í þetta eins og afar léleg skipulagning á gatnakerfi borgarinnar. Menn verða að vera frekir til að komast áfram í þessari vitleysu annars er allt fast. Þetta er samt í lagi ef að eitthvað gott er í hátölurnum.....jæjans

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home