3/22/2005

Kanturinn,,,

Fór í ræktina í gær og tók vel á því, nú er búið að setja þrjú ný hlaupabretti og tvær gönguskíðavélar. Sennilega dull fréttir fyrir þá sem ekki hafa áhuga á því en stórfréttir fyrir hina. Nei það er bara gaman að hafa aðgang að mjög fínum græjum fyrir ekki neitt, eykur ánægju og framleiðni. Ég er að vísu hálfgeispandi eftir átökin í gær. Ég horfði á fulla mánudagsdagskrá í sjónvarpinu í gær og komst að því að skjár 1 hafði alveg yfirburði yfir hinar stöðvarnar. Ég eyddi að vísu góðum klukkutíma að skrifa upp áhugasama staði í Stokkhólmi fyrir Frikka og Þórgunni þar sem að gullsmiðurinn datt inn á Arlanda í gær. Hann sagði mér að þau hefðu labbað niður í Gamla Stan í gær og eitthvað fleira, sennilega suddagaman þar á bæ. Annars heyrði ég í öðrum í Stokkhólmi sem var að detta inn úr göngutúr líka, allir úti að labba þar í borg. Ég hef sennilega ekki verið í eins góðu gönguformi eins og þegar ég bjó þar, alltaf að labba út um alla borg.
Í fréttum er annars ekki mikið annað en að páskafrí er að detta inn ef svo mætti kalla, aðeins fleiri dagar til að sitja yfir bókarskruddum. Ég sé ekkert þannig lagað sem kveikir upp í mér nema páskaeggin sem að færa manni einhverja stundarfyllingu og gleði. Kannski ætti maður að vera með íslamskt þema og ná í kóraninn og flauta svo fyrir horn, þá helst Eystra horn.
Ég fór út í gær og fékk mér banana og sígó, kemísk blanda af hollustu og óhollustu, samt glettilega gott..

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home